Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 21
Vigdís mætti í viðtalið glæsileg að vanda og
þrátt fyrir erilsaman morgun og að hennar
biði kvöldverðarmóttaka þá gaf hún okkur
allan þann tíma sem við þurftum.
Ég byrja á að spyrja Vigdísi hvort henni
finnist staða kvenna hafa breyst á þvi sext-
án ára tímabili sem hún hefur gegnt emb-
ætti forseta íslands - og hvað henni finnist
um stöðu kvenna nú.
„Það er enginn vafi á því að staða kvenna
hefur mikið breyst á síðastliðnum sextán
árum, sem sést á því að 1979 voru einung-
is 5% konur á alþingi en í dag eru þær
25,4%, þingmanna (þ.e. 16 konur af 63
þingmönnum, auk þess sem 14 konur hafa
tekið sæti á þingi sem varamenn á þessu
kjörtímabili) sem segir býsna mikið. í stjórn-
málaflokkunum hefur sú breyting átt sér
stað að þeir eru orðnir sér mjög meövitaðir
um það að konur verði að vera í stjórnmál-
unum. Hitt er svo annað mál að til að full-
komnu lýðræði sé náð eru þær ekki nógu
margar fyrr en þær verða jafnmargar körlun-
um, því konur eru helmingurinn af þjóöfélag-
inu. Það er ekki hægt að tala um lýðræði
nema að þessi helmingur, konur, fái að taka
þátt í ákvörðununum eða eigi að minnsta
kosti hlut T ákvörðununum. Það sem hefur
breyst er að konur hafa öðlast sjálfstraust,
þær hafa öðlast meiri metnað en þær höfðu
áður og um leið varð blæbrigðabreyting á
þjóðfélaginu."
Allir karlar eru
í hjarta sínu kvenréttindamenn
„Ef við lítum til ársins 1950 - þegar ég var
ung stúlka, þá þótti það sjálfsagöur hlutur
að konan væri svona heldurí bakgrunninum
en ekki úti á hinum víða velli. Það hét meira
að segja í mínu ungdæmi „sú er nú ekki að
biðjast afsökunar á sjálfri sér" - konur þóttu
framhleypnar ef þær voru mjög að halda
skoðunum sínum á loft. Það var gert grin að
kvenréttindakonum, það var hermt eftir
þeim í revíum, þær gerðar skrækróma og að
mörgu leyti gerðar að aðhlátursefni. Það
voru karlar sem sömdu revíurnar og þeir
skynjuðu vel hvað fólki þótti fyndið. Ætli
þeim ásamt mörgum öðrum hafi ekki þótt
konurnar vera farnar að „rugga þátnum" of
mikið og það þótti ekki við hæfi. Svona var
þetta ekki bara hjá okkur, þetta var svona í
öllum löndum eins og okkur er fullljóst. Það
er ekkert svo langt síöan að kvenréttinda-
konur þóttu skrýtnir fuglar, en nú gerir eng-
inn gys að kvenréttindabaráttunni - þvert á
móti bera nú allir virðingu fyrir henni og það
er af því að konum hefurtekist að sanna sig
á opinberum vettvangi. Það dettur engum í
hug lengur að halda því fram að konur hafi
ekki sama vit og karlar og séu jafnhæfileik-
arikar og þeir. Allir karlar eru í hjarta sínu
kvenréttindamenn vegna þess að þeir eiga
allir mæður sem þeir bera virðingu fyrir og
margir hverjir dætur og þeir vilja veg þeirra
sem mestan"
Vigdís segist gera sér grein fyrir því að
auðvitað hafi hún, kjör hennar og starf haft
áhrif á konurT landinu og sjálfstraust þeirra.
Hún telur að á sínum tíma hefði hún fengið
fleiri atkvæði ef að konur hefðu verið farnar
að treysta öðrum konum.
„Það voru svo margar konur sem treystu
mér og það var svo dásamlegt - fullorðnar
konur og náttúrulega ungar konur en það
voru líka margar konur sem virtust ekki þora
að treysta því að kona gæti haldið almenni-
lega ein utan um starf eins og starf forseta
íslands. Ég held að ástæðan fyrir því að þær
treystu ekki konu hafi verið sú að þær voru
ekki fyllilega búnar að gera upp við sig að
konur gætu axlað þjóöfélagsábyrgð sem all-
ar götur hafði verið falin körlum. Margar kon-
ur hafa komið til mTn og sagt að þær hafi
ekki stutt mig í byrjun, en alla tTð síðan og
fyrir það er ég mjög þakklát. Það hvarflar
ekki að nokkrum lengur hvorki hér á landi,
né í þeim löndum sem eru ekki með for-
dóma að leiðarljósi, að kona geti ekki gegnt
stöðu forseta. Ég álít það ávinning og er
hreykin af því að við íslendingar skildum
bera gæfu til að vera fyrstir til að sanna
það."
Því ekki kona!
„í sextán ár er ég búin að vinna að því að
gera mitt þesta og gefa konum styrk. Um-
ræðan um það að nú sé kominn ttmi til að
fá karlmann í embættið fer fyrir brjóstið á
mér. Sumir halda að þetta sé eitthvert hól
um mig og að kona eigi ekki að fara í mín
spor-en mérfinnst umræðan lúta að því að
koma þessu öllu aftur á byrjunarreit. Ef við
lítum til fimmtíu og tveggja ára lýðveldis og
drögum frá sextán ár þá fáum við þrjátíu og
sex ár. í sextán ár hefur kona gegnt embætt-
inu en karlar hins vegar T þrjátíu og sex ár.
Er það ekki undarlegt að nokkrum skuli
detta slíkt fjarstæðuhjal í hug að kona geti
ekki tekið við starfi af konu?"
Þetta er allt að koma stelpur!
„Mér finnst mikið bakslag í kvennabarátt-
unni - það hefur þó nokkuð mikið áunnist,
þetta þokast og þetta er nú allt að koma
stelpur eins og sagt var T Saumastofunni
hans Kjartans Ragnarssonar og er ein
spaugilegasta setning sem sögð hefur veriö
um það að sætta sig við að allt sé eins og
það á að vera. Við höfum lengi vel upplifað
þessa uppsveiflu og okkur fannst þetta
alltaf hreint vera að koma - og víst er þetta
að koma en það er hægagangur á því og við
erum öll svo óþreyjufull og nú tel ég karla
með, því þeir eru svo margir sem vilja það
sama og við. Við viljum því láta þessi mál
ganga hraðar og okkur fannst þessi mál
vera komin á nokkurt skrið en nú verðum við
vitni að því að þau eru t stöðnun. Stöðnunin
er alls staðar I þessum málum og er að
vissu leyti afleiðing atvinnuleysis. Hvar sem
að bólar á atvinnuleysi eru konur alltaf send-
ar fyrstar heim og þá kemur bakslag í mál-
efni kvenna. Það er bakslag í þessu ITka af
því að okkur konum hefur ekki tekist að
þoka áfram launamálum. í lögunum er jafn-
rétti T orði - en það hefur ekki tekist að
skapa það T raun. Sá hugsunarháttur er enn
rikjandi í okkar þjóðfélagi, þrátt fyrir jafnrétt-
islög og jafnréttisráð, að frekar þeri að veita
körlum stöðuhækkun en konum. Það er orð-
ið erfitt að taka karla fram fyrir konur T stöðu-
veitingum, nema auðvitað T einkafyrirtækjum,
en þetta óréttlæti birtist oft T formi stöðu-
hækkana og það er erfitt að taka á því þar."
Konur eru meiri friðarsinnar
Vigdís er nýkomin af þingi kvenkyns þjóðar-
leiðtoga - International Women’s Leaders-
hip Forum, sem haldið var í Stokkhólmi, og
þar sem hún var í forsæti. Hún segir að
svona þing geri mikið gagn: „Þarna hittumst
við þessar konur sem höfum haft þessa
ábyrgð þó að ég hafi ekki pólitísk völd þá ber
ég mikla ábyrgð. Við komum frá svo ólíkum
löndum og ég sem er búin að vera svona
lengi og var brautryðjandi á sínum tTma - ég
vigdís f nnbogadóttir