Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 37

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 37
Ragnhildur Vigfúsdóttir: Hún yppti öxlum, reif af mér síðustu hárin og sagði að nú væri ég orðin hrein og fín. aðra snyrtistofu sem sérhæfði sig í nöglum og fékk mér handsnyrtingu. Eigandi stof- unnar var frá Kóreu en samkvæmt mann- fræðingi sem ég hitti hafa margar konur þaðan haslað sér völl á þeim fjölmörgu snyrtistofum sem hér eru. Mannfræðingur- inn ætlar aö rannsaka þann sér-ameríska sið sem skreyttar gervineglur eru, en hún heldur því fram að lægri millistéttin og lág- stéttin noti langar neglur til að leggja áherslu á aö þær hafi náð svo langt að þurfa ekki aö vinna t verksmiðjum. Sam- kvæmt lauslegri könnun hennar hasla kór- eanskir innflytjendur sér einkum völl við verslunarstörf (fjölskyldur) og á snyrtistof- um, þar sem málörðugleikar aftra þeim ekki frá því að vinna við sitt fag. Mér voru boðnar langar skreyttar neglur sem ég afþakkaði. Ég vildi heldur ekki fá „þverar" þó það sé aðaltískan núna. Stutt- ar bogadregnar eru klassískar, að sögn snyrtifræðingsins, en langar bogadregnar eru farnar úr tísku. Ég er sumsé klassíska týpan og því fékk ég mér rautt naglalakk en ekki blátt eða gult sem eru sumarlitirnir í ár. Vinkonur mínar, jafnt ameriskar sem ts- lenskar, ráku upp stór augu þegar þær hittu mig: hárlausa með naglalakk. „Ji,‘‘ sagði sú tævanska, „hefur móður- hlutverkið virkilega breytt þér svona rnikið?" Ekki veit ég hvort það er móður- hlutverkið, sú staðreynd að mér finnst ég hafa orðið loðnari með aldrinum og hárin pirra mig meir en áður, eða tíðarandinn sem gerir það að verkum að undanfarin ár hefur háreyðing verið eitt af vorverkunum mínum. Kannski er það merki um þakslag t kvennabaráttunni að eitilharður femínisti eins og ég hef látið undan þrýstingi samfé- lagsins og læt fjarlægja þessi hár eða einn af ávinningum sömu baráttu að ég Itt út eins og ég vil líta út, er stundum með hár á fótum stundum ekki, raka mig stundum undir höndunum og stundum ekki... - Háreyð- ingin sjálf hefur yfirleitt fariö fram í heima- húsum, ég hef legið á eldhúsborði kunn- ingjakonu minnar og dóttir hennar fylgst með og bent á hár sem hafa sloppið, við rætt um daginn og veginn, um leið og hún gerir mig „hreina og fína“. Ég hef setið á gólfinu hjá vinkonu minni og við látið okkur dreyma um alþjóðlega kvennaráðstefnu á íslandi meðan hún tætir af mér hárin. Ég hef setiö hjá snyrtifræðingi úti á landi og rætt úrslit sveitarstjórnarkosninga meðan hárin hurfu eins og dögg fyrir sólu. Sumum hef ég borgað fýrir viðvikið, öðrum ekki. Áfangi og ekki áfangi íslenskar konur eru mjög afslappaðar gagn- vart líkama sínum, að minnsta kosti miðað við margar amerískar. Þegar ég horfði á „stálkonumar" fyrr í vor og hlýddi á Ijós- myndarann og listfræðinginn sem fluttu þær til landsins lofsyngja hversu mikill áfangi það væri í kvennabaráttunni að kon- ur „mættu" loksins hafa vöðva og líta svona út flaug sú hugsun um kollinn á mér hvort það hefði ekki verið stærra skref í þessari þaráttu ef þær hefðu getað látið vera að fjarlægja öll sjáanleg líkamshár, skartað vænum brúsk undir höndum, verið með hár á fótum og eðlilegan háralit. Eitt af markmiðum kvennabaráttunnar hlýtur að vera að konur geti litið út eins og guð skap- aði þær án þess að vera taldar einhvers konar viðrini. Ég og tævanska vinkona mín - sem er stórglæsileg þrátt fyrir eðlilegan hárvöxt! - erum báðar dottnar í kvennakrimma og eyddum því dágóðum tíma í bókabúðinni við að miðla upplýsingum um skemmtilegar bækur. Við komum við í tímaritarekkunum og hún benti mér á að meðan til sölu væru sextán mismunandi brúðar-tímarit en að- eins eitt femínískt ættum við langt í land. Það hvort konur raki sig undir höndum og á fótleggjum gerir ekki útslagið - ég held til dæmis ekki að konur viö Miöjarðarhafið séu neitt frjálsari þótt það þyki eðlilegt þar að hafa líkamshár... Nú er mál að linni, úti á veröndinni býður mín kældur drykkur og góð vinkona. Ég á eftir að sýna henni myndir af fjölskyldunni og hlusta á það einu sinni enn hve gott ég á - að geta farið að heiman án þess að hafa áhyggjur eða samviskubit - að geta notið lífsins ein eða með flölskyldunni minni, hár- laus eða hárug... Með sumarkveðju, Ragnhildur Vigfúsdóttir loðnir leggir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.