Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 25

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 25
Helga er framkvæmdakona og hefur setið I ýmsum nefndum og ráðum og verið öflug í kvenfélags- starfi. Hún lærði að lesa nótur T æsku og þegar hún flutti T Silfra staði gerðist hún organisti við kirkj- una á staðnum. Sjálf segir hún að það hafi verið útúr neyð en undarr- farin ár hefur hún verið að læra á píanó og tók fjórða stig um sjötugt. Síðustu ár hefur Helga hneigst æ meirtil andlegra mála og veltir því töluvert fyrir sér sem við tekur að þessu lífi loknu. Hún erí Sálar- rannsóknafélaginu og hefur einniggert eitthvað af því að heila fólk með því að leggia yfir það hendur. Sjálf vill hún sem minnst úr þeim hæfileikum gera en grein- arhöfundur kom eitt sinn við hjá henni í Skagafirðinum eftir að hafa ekið lengi dags og var Helga fljót að reka hálsríginn burt. Alsælar með ferðina Friðrika var ekki sem best T fótun- um þegar þær lögðu af stað T ferðina sína enda er búið að skera upp á henni aðra mjöðmina og bæði hnén en meö því að þær fengu lánaða hjólastóla í flug- höfnunum urðu gangamir ekkert vandamál. Þegar uppí flugvélina kom pöntuðu þær koníak til að skála fyrir sjálfum sér. Það var ekki laust við að flugfreyjurnar yrðu hissa enda örugglega ekki á hverjum degi sem svona sam- settur hópur fer til útlanda. í Danmörku fóru þær yfirleitt allra sinna ferða þrjár saman og auðvitað lentu þær í ýmsum ævintýrum og jafnvel hrakföll- um einsog gengur og gerist í út- löndum. Allt fór þó vel og þær eru alsælar með ferðina. Þegar þær eru beðnar um að nefna minnisstæðustu augnablikin eiga þær bágt með að svara en þó nefndi Helga ekta danskt súkkulaði og bakkelsi sem þær fengu sér í Ebeltoft og ferðina í Glyptotekið (höggmyndasafn Carlsberg-bruggverksmiðjanna) í Kaupmannahöfn. „Mér fannst eitt andartak sem búið væri að skjóta mértil himnaríkis," sagði hún um það sem hún sá þar. „Við mælum eindregið með þvT að allar gamlar systur sem geta á annað borð feröast skelli sér saman til útlanda," segja þær brosandi en þær eru helst að hugsa um að drífa sig fljót- lega aftur af stað. Áslaug Thorlacius yngri. a G RAFIK Prentsmiðjan Grafík hf. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogi ■ Sími 554 5000 ■ Fax 554 BB81 áf raldsfæti

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.