Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 15
FORSETAFRAMBJÓÐENDUR OG AFNÁM KYNJAMISRÉTTIS % % Flestum ber saman um að forseti eigi að vera málsvari mannréttinda. Þjóö- félagsþegnar sem beittir eru misrétti vegna litarháttar, trúarbragða, upp- runa eða þess háttar njóta ekki fullra mannréttinda. Sama gildir um mismun- un á grundvelli kynferðis, enda var samþykkt á kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Kína sl. haust að kven- réttindi væru mannréttindi. Hvernig munt þú styðja baráttu ís- lenskra kvenna fyrir afnámi kynjamis- réttis, náir þú kjöri? i » Réttindabarátta kvenna er mikilvægur hluti mannréttindabaráttu um víða veröld. í slíkri baráttu hafa margar leiðir verið reyndar og hafa gefist misvel. íslenskar konur hafa farið bæði hefðbundnar og ótroðnar slóðir í baráttu sinni fyrir bættum hag á þessari öld. Þó að vissulega hafi mikið áunnist á ýmsum sviðum er þó enn langt T land til að fullu jafnrétti kynjanna sé náð. Ég tel að forseti íslands eigi að vera málsvari mannréttinda í sem víðustum skilningi þess orðs, bæði heima og heiman. Þess vegna verður forseti að styðja réttinda- baráttu allra þjóðfélagsþegna og-hópa, þar á meðal kvenna. Þetta getur forseti gert bæði í ræðu og riti og með nærveru sinni og þátttöku í fundum og ráðstefnum sem fjalla um slík málefni. Forseti getur m.a. veitt jákvætt aðhald með því að vekja athygli á þeim alþjóðasamþykktum sem íslendingar eiga aðild að og varða réttindi kvenna. Mikilvægt er að forseti sé jafnréttis- sinnaður í viðhorfum sínum og málflutningi og gangi á undan með góðu fordæmi og hvatningu. í baráttunni fyrir afnámi kynjamis- réttis er glímt við aldagamlar hefðir og viöhorf. Áfangasigrar vinnast þar helst með því að breyta hugsun fólks og hugarfari. Forseti hefur áhrifavald og getur beitt sér í þágu jákvæðra hugmynda og þannig haft áhrif á þróun mála. Hlustað er á orð forseta. Forseti getur sýnt frumkvæði með því að vera málshefjandi í umræðum um jafnréttismál og getur kallað saman til átaks um ákveðin málefni á því sviði. Forseti getur einnig lagst á sveif með þeim sem vinna að slíkum málum. Forseti sem er vakandi fyrir þessum mikilvæga hluta mannréttindabaráttunnar getur þannig reynst drjúgur liðsauki í baráttunni fyrir afnámi kynjamisréttis. Með öllum þessum ráðum og fleirum mundi ég vilja styðja heilshugar réttindabaráttu tslenskra kvenna. forstakosningamar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.