Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 27

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 27
skjálftum. Við erum líka að hanna kennslu- efni T tengslum við þetta verkefni, t.d. hvern- ig maður finnur upptök jarðskjálfta, metur stærð hans ogeðlisfræðina að baki skjálfta- nemanum. Framtíðarsýnin er að komið verði þétt net jarðskjálftamæla um öll Bandaríkin, sem nota megi í rannsóknum á skorpu og möttli Norður Ameriku. Auk þess er áhuga- verðara fyrir krakkana að framkvæma til- raunir sem tengjast raunveruleikanum og al- vöru vísindum, t stað þess að gera tilraunir þar sem niðurstöðurnar eru löngu þekktar." Hvernig er að vera gift öörum vísindamanni? „Það er mjög gott aö vera gift manni sem skilur hvað maður er að gera, og sömuleið- is fyrir hann. Maður hefur skilning á vinnu- ttmanum og hvers starfið krefst af manni. Við tölum líka mjög mikið um það sem við erum að gera og það hjálpar manni heilmik- ið að hugsa þannig upphátt. Á hinn bóginn getur það verið erfitt þegar hjón vilja bæði sinna sínu starfi og vera á stað sem er faglega áhugaverður. Við höf- um veriö tiltölulega heppin með að fá vinnu á sama stað, en t.d. á Nýja Sjálandi var fag- lega ekkert áhugavert fyrir Lárus. í stuttan tíma er hægt að vera á sitt hvorum staðnum en síðan endar það með einhvers konar málamiðlun. Mun algengara er að konur fylgi mönnum sínum eftir." Hvaö fínnst þér um stöðu kvenna í vís- indaheiminum? „Hún fer batnandi, en manni finnst stundum að það gerist mjög hægt. í öllu mínu námi og starfi í jarðeðlisfræði þá hef ég aldrei ver- ið á stað þar sem kona er prófessor í jarð- eðlisfræði. Það er að mörgu leyti bagalegt, því maður hefur enga fyrirmynd og hittir fáar konur sem hafa fariö í gegnum sama nám og maður sjálfur. Mér finnst mjög gagnlegt að tala við aðrar vísindakonur, bæöi um vís- indi og það sem fylgir því að vera kona T vís- indum. Þær hafa oft öðruvísi sjónarmið og lífsreynslu en karlar. Svo virðist sem konur sæki ekki í fög sem tengjast eðlisfræði og í jarðeðlisfræöi eru mjög fáar konur. Það get- ur verið erfitt að tala við karlmenn um vandamál sem koma upp og eru fremur per- sónulegs eðlis en fagleg, t.d. samskipti við yfirmenn. Karlar eiga oft erfitt með að skilja slík mál vegna þess að þeir hafa ekki lent T slíku sjálfir. Annað dæmi er hvernig konur og karlar bregðast á mismunandi hátt við gagnrýni. Konur taka gagnrýni oft mjög per- sónulega. Til dæmis ef kona lendir í vand- ræðum með gögn eða niðurstöður úr rann- sóknum, þá hættir henni til að líta á það sem persónuleg mistök. Það fyrsta sem karlmanni dettur í hug er hins vegar þaö að eitthvað sé að gögnunum, og þeir taka gagnrýni oft frekar sem ábendingu en per- sónulegum árásum. Égfann sérstaklega fyr- ir þessu T doktorsnáminu og reyndi að mynda stuðningshóp meðal kvenstúdenta til að við töluðum meira saman og veittum hver annarri móralskan stuðning. Það var ótrúlegt hvað margar höfðu svipaðar reynslusögur að segja og gátu stutt við bakið hver á annarri. Það endaði með því að sumir karlstúdentarnirTdeildinni voru farnir að opna sig meira líka ogtala við okkur um hluti í sam- bandi við námið sem þeir áttu í erfiðleikum með, en vildu ekki tala um við aðra karla.“ Hvert er viöhorfið til kvenna, eru geröar meiri kröfur...? „Já, ég held að oft þurfi kona að sanna sig meira en karlar vegna þess að flestir sem starfa í mínu fagi eru karlkyns. Margir eldri prófessorar hafa aldrei unnið með konum. Þeir þekkja konur fyrst og fremst sem mæð- ur, eiginkonur og ritara. Þeir vita stundum ekki hvernig þeir eiga að tala við konur sem jafningja. En ég held sem betur fer að þetta sé að breytast eftir því sem vísindakonum fjölgar. Það skiptir líka miklu máli fýrir konur að vera ákveðnar og láta karlana ekki kom- ast upp með að koma öðruvísi fram við sig en aðra, en það krefst líka sjálfsöryggis sem ungar vfsindakonur hafa stundum ekki. Á íslandi er vísindasamfélagið mjög lítið og allt of fáar konur leggja fyrir sig vísinda- störf. Mér finnst oft að það sé litið niður á langskólagengið fólk á íslandi, þetta séu afætur á þjóðfélaginu. Launakjörin eru ITka þannig að konur hugsa sig tvisvar um áður en þær leggja á sig að stunda vísindi á íslandi." Er stutt viö bakiö á vísindakonum í Bandaríkjunum? „Það eru til sérstakir styrkir fyrir konur í Bandarlkjunum, bæði T námi og rannsókn- um. Bandaríski vísindasjóðurinn ertil dæm- is með styrki sem konur geta sótt um eftir Ph.D. próf til að koma sér upp rannsóknar- aöstööu. Svo heyrir maður líka að skólar sækjast eftir konu í starf ef þeir þurfa að bæta kynjahlutfallið. En stundum er slíkttví- eggjað því viðhorfið er þá að konan hafi hlot- ið stöðuna út á kynferðið. Oft er sagt að kona fái starf út á kynferðið þó svo að hún sé besti umsækjandinn og ég þekki dæmi þess að þetta hafi gert konum erfitt fyrir í starfi." Er áberandi launamismunur á milli langskólagenginna kvenna og karla? „Karlarnir ganga yfirleitt hraðar upp í kerfinu en konur og fá þar af leiðandi hærri laun. Konur dragast líka aftur úr ef þær eignast börn og taka sér frí. Staða kvenna í Banda- ríkjunum hefur verið að batna. Svo lengi sem kona er barnlaus þá getur hún keppt við karlmenn á jafnréttisgrundvelli, en þegar hún eignast barn er það erfiðara. Ríkjandi viðhorf er að kona eigi að velja milli starfs- frama og barneigna og mér hefur alltaf þótt það óréttlátt. Konur í Bandaríkjunum eign- ast börn seinna en konur á íslandi, oft ekki fyrr en þær eru búnar með námið og komn- ar með fasta stöðu. Kapphlaupinu frá Ph.D. dr. þóra árn dóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.