Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 13

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 13
uppeldi, reynslu og eigin vilja. Samkvæmt þessu sjónarmiði skiptir máli hvort viðkom- andi sé hlynnt kvennabaráttu og þá um leið hvort að það sé þessi kona eða hin sem tek- ur við embættinu. En ef það eru ekki kynbundnir eðliseigin- leikar, heldur gildin, reynslan og viljinn til að styðja við kvennabaráttu sem skiptir máli, er þá ekki sama hvort það er karl eða kona sem situr á forsetastóli? Er aðalatriðið það að viðkomandi sé femínisti, eða þeirrar skoðunar að konur og karlar eigi að hafa sem jafnasta möguleika og stöðu í þjóðfé- laginu? Hugmyndafræðilega er svarið skýrt. í allri kvennabaráttu skipta kvennavöld, kvennafyrirmyndirog kvennasamstaða máli. Því er það mikilvægt frá sjónarmiði kvenna- baráttunnar að forsetinn sé kona. Misréttið brennur meira á konum En hugmyndafræði er eitt og raunveruleikinn er annað. Til að svara spurningunni í Ijósi reynslunnar væri æskilegt að gera rannsókn á því hvort þaö hefur skipt máli t sambæri- legum stöðum og embætti forseta íslands hvort þar sitja konur eða karlar, sem eru annaðhvort femínistar eða ekki. Þó að margt hafi verið rannsakað um kynferöi og völd er víst að ekki eru til rannsóknir sem svara þessu á óyggjandi hátt. Það eru til rannsóknir á því hvernig konur fara með völd sín og nýlega var sérstök ráð- stefna í Stokkhólmi með kvenleiðtogum heimsins um það mál. Þar voru kvenfrelsis- mál þó ekki sérstaklega á dagskrá og mér vitanlega kom ekki skýrt fram hvort konurn- ar beittu völdum sínum öðruvísi en sam- bærilegir karlleiðtogar. Ef athyglinni er beint aö konum sem valdhöfum t.d. Margareti Thatcher eða að íslenskum alþingiskonum þá er Ijóst að sumar þeirra eru femínistar og láta kvennabaráttu til sín taka en aðrar ekki að eigin mati og annarra. Áhugi á kvenna- baráttu endurspeglast greinilega á Alþingi. Sumirskoða öll mál út frá jafnrétti kynjanna og aðrir yfirleitt ekki. Þetta fer ekki eingöngu eftir kynferði, en mér virðist Ijóst að kven- þingmenn sem eru femínistar skeri sig úr að þessu leyti. Misrétti kynjanna brennur ein- faldlega meira á konum og því eru það kon- ur sem halda uppi jafnréttisbaráttu kynjanna á Alþingi sem annars staðar. Þó eru karlar smám saman að átta sig á mann- réttindaþætti kvennabaráttunnar og að þessi barátta er oft til hagsbóta fyrir þá sjálfa og fjölskyldur þeirra. Það voru mér t.d. mikil vonbrigði að ekki náðist samstaða al- þingiskvenna um að flytja tillögu um aðgerð- irgegn kynferðislegri áreitni, á meðan nokkr- ir karlar sýndu málinu mikinn áhuga og eru meðflutningsmenn. Þaö skal þó viðurkennt að þetta mál kom upp á viðkvæmum tíma sem kann að hafa haft áhrif á hvort alþing- iskonur vildu flytja það eða ekki. Á fróðleg- um fundi alþingiskvenna með forseta ís- lands frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrir skömmu, kom skýrtfram sú skoðun að þaö að forseti íslands er kona hafi haft áhrif á þá athygli og þá velgengni sem forsetinn hefur notið á alþjóðavettvangi. Hluti skýringarinn- ar er sú staðreynd að það er mjög sjaldgæft að konur séu lýðræðislega kjörnir forsetar. Aðeins um 11% þingmanna heimsins eru konur og kvenleiðtogar eru hlutfallslega enn færri. Þá virðist sú skoðun almenn að það að frú Vigdís er kona, hafi skipt konur á ís- landi afar miklu máli. Við höfum ekki átt of margar konur í æðstu stöðum sem eru sýni- legar hvort sem er í fjölmiðlum eða á opin- berum vettvangi, innan lands sem utan. Rannsóknir mínar1 og annarra á þróun sjálfsmyndar staðfesta tvímælalaust að það er mjög mikilvægt að konur hafi sterkar og góðar fýrirmyndir af sama kyni. í viötali við frú Mary Robinson forseta írlands í ríkis- útvarpinu fyrir skömmu kom fram að frú Vig- dís var og henni mikilvæg fyrirmynd í emb- ætti. Þá má fullyrða að það hafi skipt ungar stúlkur á íslandi miklu máli að alast upp með kvenforseta sem fyrirmynd. Flókiö val Mín niðurstaða af þessum vangaveltum er sú að það skipti bæði máli fyrir kvennabar- áttuna að æðsti embættismaður þjóðarinnar hafi áhuga á kvennabaráttu og hvort hann er karl eða kona. Mikilvægast er fyrir kvennabar- áttuna að fá konu sem forseta, sem jafnframt er líkleg til að starfa í þeim anda að það verði kvennabaráttunni til framdráttar. Þar sem bein völd forsetaembættisins eru ekki mjög mikil er að mínu mati mikilvægara að hafa konu sem forseta, jafnvel þó að hún sé ekki kvenna- baráttukona, en karl sem er jafnréttissinnaö- ur. Óæskilegast hlýtur að vera frá sjónarmiði kvennabaráttu að hafa karl í þessu embætti sem ekki hefur áhuga á, eða er jafnvel andvíg- urjafnrétti kynjanna. Að sjálfsöðu skipta fleiri þættir máli: Hæfi- leikar, gildi, lífssýn og lífsskoðanir almennt, svo og reynsla, framkoma og viðhorf til emb- ættisins. Það er því flókið val sem við kjósend- ur stöndum frammi fýrir, og fyrir kvennabar- áttukonur skiptir kvennabaráttan auðvitað miklu máli. Ég vil að lokum minna á stöðu kvennabaráttunnar með tilvitnun í Valgerði Bjarnadóttur, starfsmann EFTA í Brussel. Til- vitnuð grein er skrifuð í tilefni þess að engin núverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins er kona: „Við komumst áfram á eigin verðleikum þrátt fyrir að við erum konur. Við komumst bara áfram þegar ekki er lengur hægt að ganga fram hjá okkur. Við búum við karlaveldi. Karlarnir eru ósammála um margt en þeir eru sammála um að halda veldi sínu, það gera þeir með að halda okkur niðri. Þeir búa til leik- tjöld og láta Ifta svo út að ástandið hafi breyst til betri vegar, en það eru sjónhverfingar... Það er væntanlega langt þangað til að raunverulegt jafnrétti mun rikja milli karla og kvenna. Ein forsendan fyrir að það verði nokkru sinni er að konur komist í valdastöð- ur... Klisjan um að konur eigi ekki að fá störf eða völd „bara af því að þær em konur" var búin til af klókum karli til að sleppa við sam- keppni kvenna. Við megum alls ekki láta glepjast af svona klisjum. Við megum ekki láta telja okkur trú um að við getum linnt barátt- unni af þvf að staða okkar er betri en mæðra okkar. Við verðum að tryggja að dætur okkar eigi jafn mikla möguleika á að komast til æðstu valda og synir okkar, það er ekki þannigí dag.“ (Morgunblaðið, 10. maí, 1995). Áðurnefnd bylgja kvennabaráttunnar má ekki hjaðna, nema ný og sterkari bylgja taki strax að rísa. Leggjum okkar að mörkum til aö svo megi verða. 1. Sjá t.d. greinina Sjálfsmyndir og kynferöi, / Fléttum, Riti Rannsóknarstofu í kvennafræöum, 1, 1994, bls. 135-202. Háskóli íslands, Háskólaútgáfan. forsftakosningarnar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.