Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 22
vigdís f nnbogadóttir
fann svo vel fyrir því hve konur á þinginu litu
á mig sem styrka stoð. Kona, sem hefur ver-
ið kosin forseti lýðræðisríkis af allri þjóðinni
en þó ekki pólitískri kosningu er mikill styrk-
ur fyrir aðrar konur - þær sjá að það er ger-
legt og að þetta er til. Þetta er ein hliðin á
málinu og því hlutverki gegndum við báðar,
Mary Robinsson og ég. Við vorum alls sjö
sem vorum eða höfðum verið forsetar eða
forsætisráðherrar, en auk þess voru með
okkur um 70 konur alls staðar að úr heimin-
um sem hafa eða eru að fara I leiðandi hlut-
verk á opinberum vettvangi eða í einkafyrir-
tækjum. Síðan hittumst við til að bera
saman bækurokkarogtil að ræða það hvað
við gætum lagt fram við stjórnun heimsins
en það hefur ekki verið gert áður, því á
kvennaþingum er yfirleitt verið að ræða um
kröfur og hvernig efla megi réttindabaráttu
kvenna. Þegar ákveðið var að halda þetta
þing, geröi ég það að skilyrði að karlar yrðu
á þinginu, vegna þess að ég held að sú að-
ferð að konur séu einar að berjast í þessari
kvennabaráttu dugi ekki lengur. Ég er þeirr-
ar skoðunar að það verði best gert í framtíð-
inni með karla að liðsmönnum og i gegnum
vináttu við karla. Okkur er nauðsyn að eiga
karla að vinum, og um leið og við getum
fengið þá til að ræða með okkur um aðferð-
ir, og getum lokið upp augum þeirra fyrir
gagnsemi þess, þá höfum við stigið stórt
skref. Þetta uppgötvaði ég á undirbúnings-
fundi í Evrópuráðinu fyrir kvennaráðstefnuna
í Kína. Þar var lögö fram í mínu nafni skýrsla
Evrópu og bar ég því ábyrgð á henni. Ég var
málshefjandi á þessum fundi í Strassborg
með fulltrúum frá öllum þjóðþingum sem
eru í Evrópuráðinu og það fyrsta sem ég tók
eftir þegar ég gekk í salinn var að þjóðþing-
in höfðu öll sent stóra kvennahópa en að-
eins örfáa karla af því að það átti að fjalla
um kvennaþingið í Peking. Ég sé ekki betur
en að þarna sé nokkur misskilningur á ferð-
inni hjá þjóðþingunum sem telja sig lýðræð-
isleg og hlynnt jafnréttismálum. Ég held að
þjóðþingin eigi að setja sér reglur um það að
ef fjalla á um málefni kvenna á einhverjum
stefnum og senda á einhverja fulltrúa, þá
eigi það að vera til jafns karlar og konur.
Með því sýna þjóðþingin lýðræðisvilja sinn.
Þegar ég svo setti þetta skilyrði á ráð-
stefnunni í Stokkhólmi, fannst ráðamönnum
þar alveg sjálfsagt að þannig yrði að máli
staðið, það hafði bara ekki verið hugsað út
í þetta. Á þessu þíngi voru því alls staðar
karlar - í fyrsta lagi voru karlar frá stofnun-
inni sem stóð fyrir ráðstefnunni og hefur
meginaðsetur sitt í Washington, síðan voru
stjórnarformenn og sérfræöingar frá mörg-
um merkisstofnunum heims, svo sem Al-
þjóðabankanum og OECD. Karlmenn voru
því alltaf með okkur, - við vorum á fundum
stærri hópar og minni en svo hittumst við
þessar sjö konur á einkafundum, þar sem
við ræddum jafnan niðurstöður okkar- hvar
stendur konan í þessu, væri málum öðruvísi
háttað ef konur fengju að eiga meiri þátt í að
taka ákvarðanir og hvernig getur heimurinn
grætt á því að konur fái betur að njóta sín.
Konur eru meiri friðarsinnar, þær aðhyllast
aukin mannréttindi og áherslurnar eru aðr-
ar. Þess vegna er svo gott að konur fái að
koma að verki.“
Við mynduðum tengsl
„Ávinningur af svona ráðstefnu er mikill og
við sem vorum þarna á þinginu vorum sam-
mála um að fyrir tíu árum hefði ekki verið
hægt að halda svona þing. í dag eru fleiri
konur leiðtogar þjóða sinna en nokkru sinni
fyrr. Eitt af því sem sérstakt var við þetta
þing var að við sendum ekki út nein skilaboð
til heimsins - allar svona ráðstefnur senda
frá sér ályktanir en við geröum engar álykt-
anir. Við komum bara saman og mynduðum
þessi tengsl, við ákváðum einnig aö mynda
á milli okkar net sem við getum alltaf bætt
við og stækkað. Eins erum við þungamiðju-
punktar á ýmsum stöðum á hnettinum og
styrkur okkar felst í því að við höfum kynnst,
setið saman og skeggrætt þessi mál og vilj-
um þoka málum áleiðis fýrir allar konur í
heiminum. Fyrir það fyrsta viljum við auka
menntunina, því hún er lykill alls, auka þekk-
inguna, skilninginn, kveða niður fordómana
- því fordómana er líka aö finna hjá konun-
um, kveða niður fordómana í þjóðfélögum
sem hafa átt við fátækt og erfiðleika að
strlða og ekki náð að kveða niður gamlar
kreddur - því þær eru verstar.
Við konurnar sem vorum á þessu þingi
erum sönnun þess að konur geta staðið
jafnfætis körlum á hvaða vettvangi sem er
og ættum því að geta aukið með þeim sjálfs-
traust til að takast á viö ögrandi verkefni.“
Ég spurði Vigdísi, því sem fyrr segir var
þingiö haldið í Svíþjóð - hvort Svíar væru til
fyrirmyndar varðandi stöðu kvenna og svar-
aði hún því til að þeir væru til fyrirmyndar
hvað varðaði stöðu kvenna í stjórnmálum.
Fyrir nokkrum árum ætluðu sænskar konur
að stofna stjórnmálaflokk en þá buðu sósíal-
demókratar þeim jafnræði á listunum hjá
sér og í stjórnarmyndun, því þeir vildu ekki
að þær stofnuðu sér kvennaflokk. Konurnar
töpuðu að vísu nokkuð í kosningunum en
þegar komið var aö ríkisstjórnarmyndun
voru þær settar til jafns á við karlana.
Óttast ekki aðgerðarleysi
„Ég mun hafa nóg að gera á næstu mánuð-
um og óttast ekki aðgerðarleysi, ég ætla að
fara að smyrja hjólið mitt og nota það með-
al annars til að vinna að þeim sjálfsögðu
mannréttindum að bæta stööu kvenna í
heiminum."