Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 3

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 3
d a andrésdóttir vorum við töff! Vinkona mín sagði við migí símanum um daginn; „þær eru svo töff þessar ungu stelþ- ur í dag, við vorum ekki svona töff - var það?" Mér vatðist nú aðeins tunga um tönn, því okkur hefur stundum fundist við verða mildari og meyrari með aldrinum. Ég held reyndar að það sé margslungnara og skrifa þá eiginleika einkum á reikning aukins þroska og víðsýni. En þegar ég hafði velt þessu aðeins fyrir mér í símanum þennan maímorgun og litið hratt um öxl komst ég að niðurstöðu. Jú, við vorum einmitt svona töff, ef ekki meira. Því það var eitt sinn annar maímorgunn fyrir 30 árum eða svo að viö vorum tvær stelpur í íslenskri sumarparadís að láta hjartans draum okkar rætast þvert á nkjandi tíðaranda og hefðir. Við stofnuðum okkar eigið fótboltalið. Hóuðum saman nokkrum strákum sem brutu odd af oflæti sínu og einni stelpu, því fleirum var víst ekki til að dreifa. Ég er ekki einu sinni viss um að byltingin hafi náð svo langt að einungis stelþur gætu skipað eitt stykki fótboltalið á þessum tíma. En drottinn minn, hvað þetta var stórt skref. Við höfðum lifað og hrærstí fótbolta. í draumi skipuðum viö allar stöður, skoruð- um mörkin og unnum til verðlauna. í vöku vorum við fastir vallargestir, áhangendur, að- dáendur og æptum okkur hásar - utan vallar. Þangað og ekki lengra. í þá daga voru strákamir í fótbolta en stelpumar ekki. Svo einfalt var það. Við stálumst stundum inn á stóran malarvöllinn í bænum og sþörkuðum þar til einhver rak okkur burt og ég man við deildum fótboltaáhuganum með fullorðinni konu í næsta húsi. En við vorum kyn- slóðum yngri og stigum skrefið. í legghlífum ogtakkaskóm börðum við liðsmenn okkar til æfinga þrisvar til flórum sinnum í viku, því við stefndum hátt. Við vildum giaman keppa við aðra bæi og kauptún í landinu, en við náðum víst ekki lengra en að keppa við annað hverfislið og ég þori ekki að fara með það hvort liðið bar sigur úr býtum. Alla- vega eigum við enga bikara, engar medalíur og ekki einu sinni hóþmynd af Kirkjubæj- arliðinu, - það var sum sé heiti liðsins ef þið skylduð kannast við það... í dag fylgist ég með íslenskum stelþum á skjánum í alvöru fótbolta á alvöru völlum og fyllist stolti fyrir þeirra hönd og ekki síður okkar sem þama fyrir 30 árum eða svo stig- um skrefið og það, mín kæra vinkona í sTmanum, var bara asskoti töff! Ég á mynd frá öðmm maímorgni í fómm mínum af sjö konum, allar íslenskar utan ein amerísk og allar flugkonur. Myndin var tekin í dulitlu samsæti í tilefni af komu þeirr- ar útlendu. Ég er með fyrsta drenginn minn í maganum á þessari mynd og það mark- aöi reyndar endalokin á flugferlinum; sólópróf að baki, 50 flugtímar og ég farin að sveima ein T rellu yfir Reykjavík og nágrenni. Ég horfi á myndina og velti fyrir mér hvað oröið hafi af þessum kynsystmm mínum sem vom með þeim fyrstu að storma inn í eitt harðgeröasta vigi íslenskra karlmanna á þeim tíma, flugmannaveröldina. Og það, mín ágæta vinkona í símanum aftur, var líka asskoti töff! Ég var ansi lukkuleg þegar fyrsta Tslenska konan varö flugstjóri hjá Flugleiðum fyrir skömmu. Hún var ekki ein I hóþi þessara fyrir röskum tuttugu ámm, enda yngri, en mér kom svona í hug - heföi maður haldið áfram - þá segði ég ekki í vinnu minni T dag; „Gott kvöld, í fréttum er þetta helst..." heldur „Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem taf ar...“!!! Og þar sem ég man eitt og annað til viðbótar þessu er niðurstaða mín sú aö víst vomm við töff. Ég held að konur séu almennt töff, að minnsta kosti inn við beinið og af því að konur okkar kynslóðar vom töff em ungu stelpumar í dag það einmitt líka. Og ef þér vinkona finnst við hafa meiri mildi eða mýkt til aö bera, þá er það ekki vegna þess að viö séum ekki nógu harðar í hom að taka ef því er að skiþta — ég vil heldur segja að viö þroskuðumst úr sex strengja í tólf strengja... fastir liðir Leiðari 2 Pistill 3 Athafnakonan 4 Frumkvöðullinn 7 Skyndimyndin 9 Álitamál 10-11 Prufukeyrslan 44 Úr síðu Adams 46 þema Forsetakosningar 14-19 viðtöl Vigdís Finnbogadóttir 20 Fremstafellssystur 24 Þóra Árnadóttir 26 kvennapólitíkin Kamilla Rún Jóhannsdóttir 38 greinar Nú andar suðrið 23 í vinnunni 30-34 Loðnir leggir 36 Kvennabanki 47 leiklist Jötunn 43 list Schumania 40 bækur Saga Hvítabandsins 42 fnisyfirlit

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.