Vera - 01.08.1999, Qupperneq 32
Linda H. Blöndal
ItimtMié n ckki kngarfóstur
Dr. Auður Styrkársdóttir er ein fárra kvenna til að kenna stjórn-
málafræði við Háskóla íslands og líklega eina konan hér á landi
sem hefur helgað sig kvennarannsóknum í þeirri fræðigrein.
Skemmst er að minnast formála Auðar að riti John Stuarts Mills,
Kúgun kvenna, sem Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út árið
1997 en í byrjun þessa árs kom einnig út bókin Likestillte
Demokratier? Kjonn og politikk i Norden sem er samnorræn
rannsókn þar sem Auður er einn ritstjóra og skrifar m.a. sérstak-
an kafla um Kvennalistann. Doktorsritgerðina sína, sem ber
heitið From Feminism to Class Politics: The Rise and Decline of
Women's Politics in Reykjavík 1908-1922 varði hún í janúar við
Umeá Háskóla í Svíþjóð. í haust hverfur hún hins vegar frá
kennslu, sem hún hefur sinnt við HÍ síðan 1989, þar sem henni
var neitað um fast starf. Framtíðin er óráðin og óvíst hvort nám-
skeiðið „Konur og stjórnmál" sem Auður hefur kennt í tíu ár,
eigi sér framhaldslíf og hvað verði um feminisma í stjórnmála-
fræðikennslu hér á landi eftir hvarf hennar úr skorinni.
í formála bókarinnar sem inniheldur doktors-
rannsóknina skrifar Auður að strax við upphaf
námsferils síns, sem lauk veturinn 1977 við
Námsbraut í þjóðfélagsfræðum Hl, hafi áhug-
inn kviknað á því verkefni að rannsaka sérstök
kvennaframboð, kvennahreyfingar og áhrif
kvenna á vettvangi íslenskra stjórnmála. M.A.
gráðu í stjórnmálafræði lauk Auður frá Sussex
Háskóla í Bretlandi 1980 og 11 árum seinna
settist hún á námsbekk um eins árs skeið í
State University of New York at Albany i
Bandaríkjunum. Eftir framhaldsnámið í Eng-
landi gerðist Auður blaðakona og ritstjóri Þjóð-
lífs um tíma, hóf kennslu við Hl og eignaðist
börnin sín þrjú, tvíburana Halldór og Kára 19
ára og Herdísi 10 ára, með eiginmanni sínum
Svani Kristjánssyni prófessor í stjórnmálafræði.
Hvenær vaknaði áhugi þinn á
kvennarannsóknum?
Konur sem rannsóknarefni kom af sjálfu sér og
ég er eiginlega fædd inn i svoleiðis vangavelt-
ur en móðir mín, Herdís Helgadóttir, lagði á
það mikla áherslu að konur skyldu lesa og
mennta sig. Hún las mikið og var með verzlun-
arskólapróf sem var óalgengt þá. Vegna barn-
eigna lauk hún þó ekki framhaldsnámi fyrr en
eftir sextugt en tók þá BA próf í mannfræði og
gaf út námsritgerð sína „Vaknaðu kona" árið
1996 um Rauðsokkur á (slandi og er núna í
MA námi við Háskóla (slands. Ég varð eðlilega
líka fyrir áhrifum af Rauðsokkahreyfingunni i
kringum 1970, þá 19 ára gömul. Þær konur
sem voru í námi é svipuðum tíma og ég við Hl
voru líka mjög feminískar, svo sem Ásdís Skúla-
dóttir, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir og
Stefanía Traustadóttir," segir Auður. Hún seg-
ist hafa breyst með aldrinum og sé orðin rót-
tækari feministi, ekki eins afdráttarlaust sósíal-
ísk og áður:
„Við verðum miklu róttækari með því að
taka þversnið af ýmis konar hugmyndafræði
og ég kalla það ekki miðjumoð eða þriðju leið-
ina eins og sumir myndu vilja. Ég myndi kalla
það hina gömlu, grónu götu kvennahreyfing-
arinnar. Feminisminn sem byltir ríkjandi hug-
myndum tilheyrir þannig ekki neinni sérstakri
hugmyndafræði eða ismum, hvað þá sérstök-
um stjórnmálaflokki í mlnum huga."
( doktorsritgerð sinni spyr Auður hvers
vegna það hafi tekið konur miklu lengri tíma
en karla að öðlast kosningarétt; hvers vegna
það tók konur svo langan tíma að ná kjöri á
þing og I bæjarstjórnir og hver afleiðingin af
stjórnmálaþátttöku kvenna hafi verið fyrir við-
fangsefni stjórnmálanna. Hún talar um „feðra-
veldi" til að svara spurningunum, hugtak sem
hefur verið I „ótísku" frá því I byrjun 9. áratug-
arins, en bendir réttilega á að sé ekki uppruna-
lega feminísk hugarsmíð.
John Stuart Mill beit-
ir t.d. óspart grein-
ingu og gagnrýni á
karlveldið I riti sínu
Kúgun kvenna sem
kom fyrst út I
Englandi érið 1869. „Vald karla er þjóðfélags-
vald I eðli sínu og er breytilegt eftir stað og
stund. Það þarf að rannsaka á hverju sviði fyrir
sig, I hverju tilviki fyrir sig og I hverju það birt-
ist. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því að
þetta vald er til staðar og er miklu meira en við
komum okkur saman um að það sé. Kenning-
ar post-modernista finnast mér hæpnar en
samkvæmt þeim höfum við bara ákveðið að
karl og kona séu til og að þau skipti máli. Á
móti þessu má segja að stundum kemur það
einfaldlega beinhart fram að kynin eru til. Það
er t.d. ekkert hugarfóstur að konur fá lægri
laun en karlar," segir Auður ennfremur.
Stjórnmál I Reykjavík I byrjun aldarinnar,
eðli stjórnmálaflokka og kvennahreyfinga er
skoðað I sögulegu Ijósi I doktorsrannsókninni.
„Ég fjalla um konur I bæjarstjórn Reykjavlkur
1908-1922 og nota sambærilegar rannsóknir
erlendis frá en það er stutt síðan að konur fóru
að sinna rannsóknum á konum. Eiginlega má
segja að slðasti áratugur hafi þar I raun mark-
að algjör tlmamót. Ég skoða m.a. alþjóðlegar
kvennahreyfingar sem komu fram I ýmsum
Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Ástrallu og
einn anga þeirra sem voru kosningaréttarfélög
sem Kvenréttindafélag Is-
lands, undir forystu
Brletar Bjarnhéðins-
dóttur, gerðist aðili
að. Af þvl má sjá
hvernig íslenskar
kvenréttindakonur
Við verðum miklu róttækari
með því að taka þversnið af ýmis
konar hugmyndafræði og ég kalla
það ekki miðjumoð eða þriðju leiðina
eins og sumir myndu vilja. Ég myndi
kalla það hina gömlu, grónu götu
kvennahreyfingarinnar.
32 • VERA