Vera - 01.08.1999, Page 50
í janúar sl. varð Veronica Gaikovich, íbúi í Eistlandi, 65 ára gömul. Undanfarin ár hefur
einkadóttur hennar, sem einnig býr í smábænum Kohtla-Jarve, reynst erfitt af finna
afmælisgjöf handa móður sinni. „Mig vantar ekkert" endurtók móðirin í sífellu. "Ég á allt
sem mig vantar. Allt!" „En er þá ekki eitthvað sem þig langar í ?" spurði fertug dóttir henn-
ar. „Aðeins betri heilsu, en hana geturðu ekki keypt handa mér," svaraði móðirin og málið
var útrætt að hennar mati. Dóttirin andvarpaði. Hin þverlynda móðir brosti og eitt tár rann
niður vinstri vanga hennar. „Ég þarf að láta athuga í mér augun. Vinstra augað tárast að
ástæðulausu," sagði hún og fór svo út í aðra sálma.
Dóttirin vissi að tárin féllu ekki að ástæðulausu. Heilsa Veronicu fór versnandi en henni
fannst hún ekki hafa efni á því að deyja fyrr en hún hefði safnað nóg í arf dótturinnar.
Veronica hefur engu ráðið um framvindu sögunnar og aldrei komst nafn hennar í fyrir-
sagnir dagblaðanna. En hún hefur borið byrði sögulegra breytinga á herðum sér og hefur
ætíð reynt að gera það besta úr öllu. Þegar hún komst að því að ég ætlaði að skrifa um hana
varð hún afar undrandi og sagði: „Af hverju ætlarðu að skrifa um mig? Ég er ofur venju-
leg." Það er dagsatt, því líf hennar er svipað lífi margra kvenna frá löndum Sovétríkjanna
gömlu. Þess vegna er vert að segja sögu hennar.
Veronica býr í Eistlandi en talar ekki eistnesku, aðeins rússnesku. En hvar fæddist hún?
Svo einföld spurning ruglar hana í ríminu. Fyrir árið 1991 var svarið einfaldlega - „í Sovét-
ríkjunum.” Það stóð a.m.k. í vegabréfinu hennar og þar sást að hún var sovéskur þegn. Rugl-
ingurinn hófst eftir fall kommúnismans í Sovétríkjunum, 1991. Þorpið sem hún fæddist í,
árið 1934, tilheyrir Hvíta Rússlandi. Það gerði það einnig fyrir 1991, en þá tilheyrði Hvíta
Rússland, líkt og Eistland og 13 önnur ríki, Sovétríkjunum svonefndu. Nú eru þessi ríki öll
sjálfstæð. Og það sem veldur frekari ruglingi er að þorpið hennar var í Póllandi þegar hún
fæddist. Var hún þá fædd í Póllandi, Hvíta Rússlandi eða i Sovétríkjunum?
Foreldrar Veronicu voru sjálfseignarbændur en árið 1940 breyttu Sovétmenn býlinu í
samyrkjubú. Veronica var ein fimm systkina og á hugljúfar æskuminningar frá þeirri tíð er
hún vann daglangt úti á ökrunum. Alla vikuna hlakkaði hún til dansleiks næsta laugardags-
kvölds. Hún átti aðeins einn kjól og eina góða skó sem hún brúkaði í dansinn og í kirkjuferð-
ir. Hún gekk alltaf berfætt á leið sinni til kirkju og hélt á skónum á leið þangað. Áður en
hún gekk inn þvoði hún fæturna og smeygði sér í skóna.
Veronica átti marga kærasta en var vandfýsin þegar að því koma að festa ráð sitt. Hún
var orðin 25 ára, og talin nokkuð fullorðin, þegar hún ákvað ioks að giftast. Eiginmaður
hennar kom frá sama þorpi og hún. Hann var gæðablóð og fannst gott að fá sér í staupinu
annað slagið. Árið 1957 fór unga parið norðurtil Eistlands. Þá var mikil gróska þar í náma-
gerð og verkamönnum frá Sovétríkjunum gömlu boðin vinna. Unga fjölskyldan hreiðraði
um sig í nýreistum bæ þar sem flestir íbúanna voru rússneskumælandi innflytjendur frá ýms-
um sovéskum ríkjum. Veronica eignaðist barn tveimur árum síðar. Hún grét þegar henni var
sagt að hún hefði alið dóttur. Henni fannst líf karlmanna svo miklu auðveldara en líf kven-
Hún vann við steypugerð í steinsteypuverksmiðju, við sömu störf og karlmenn. Hún vildi
sýna og sanna að hún væri jafnoki þeirra en dag einn lenti hún á spítala, með miklar blæð-
ingar. Hún hafði misst fóstur. Eftir lífshættulegan uppskurð var henni sagt að hún gæti ekki
eignast fleiri börn og henni var ráðlagt að finna sér léttari vinnu. Veronica snéri aftur til
verksmiðjunnar og hóf störf við salernishreinsun. Þá var dóttir hennar 10 ára gömul og þá
þegar betur menntuð en móðir sín. Veronica hafði aðeins tveggja ára skólagöngu að baki,
því síðari heimsstyrjöldin hafði komið í veg fyrir frekara nám. Hún er illa læs og léleg í staf-
setningu. Dóttir hennar fór í þekktan háskóla, varð blaðamaður og skrifar nú fyrir bæjar-
blaðið. Mömmu hennar finnst gaman að sjá sögur hennar á prenti en getur aðeins lesið þær
stystu. Hún hefur einkum áhuga á sögum um útlendinga, því fyrir skömmu varð hún sjálf út-
lendingur í landi þar sem hún hefur búið í 42 ár.
Samkvæmt vegabréfi Veronicu er hún útlendingur. Gamla, sovéska vegabréfið hennar
féll úr gildi við hrun Sovétríkjanna sem voru. Þar sem hún talar ekkí eistnesku gat hún ekki
orðið eistneskur ríkisborgari. Veronica og eiginmaður hennar fá ellilaun sem samsvara sam-
tals 200 bandaríkjadölum á mánuði. Þetta dugar þeim til framfærslu. Hún man vel mynt-
11
| ’frfl 111 Bgl| | | [ \ 1 J