Vera - 01.08.1999, Síða 55

Vera - 01.08.1999, Síða 55
boy Junkies, sömuleiðis hollenska hljómsveitin K's Choice með sína söngkonu og líka Six- pence Non The Richer, þessi nýfræga sveit sem flytur sitt vinsæla lag Kiss Me á diski númer þrjú. Og auðvitað spila strákar í hljómsveitum sumra kvennanna sem koma fram sem sólóistar, t.d. með Bonnie Raitt, söngvara og gítarleikara. Ég ætlaði nú ekki að fara sérstaklega út í frammistöðu hvers og eins á þessum diskum, en ég get samt ekki sleppt að nefna glæsilega frammi- stöðu hjá Bonnie Raitt (á 3). Hún flytur með sinni sveit lagið Spit Of Love og það er ekki nóg með að hún syngi þetta lag hörku vel og í stíl við textann, heldur (h)rífur hún mann gjörsamlega með sér með slide-gítarleiknum. Það heyrist svo sannarlega að þessi kona er búin að vera næstum stöðugt spilandi á hljómleikum með sveitum sfnum sfð- an snemma á 8. áratugnum, og þar áður ýmist sem sólóisti eða með gömlu frægu blúslista- fólki sér til lærdóms og gleði. En Lilith Fair er ekki bara hátíð fyrir frægar tónlistarkonur og aðdáendur þeirra. Lögð er áhersla á að fá tónlistarkonur á þeim stað sem hátíðin er haldin á til að troða upp, og sömu- leiðis og ekki síður er hátíðin haldin til styrktar ýmsum góðgerðarstofnunum á hverjum stað, svo sem Amnesty International, kvennaathvörfum, barnahjálp ýmis konar, alnæmis- samtökum, til baráttu gegn brjóstakrabbameini, ólæsi, heimilisofbeldi, nauðgun og hvers kyns kynferðisofbeldi og svo mætti lengi telja. Einnig er hafin markviss kynnig á bókmennt- um eftir konur á þessum hátíðum og þá lögð sérstök áhersla á rithöfunda frá viðkomandi stað. Lilith Fair er þannig víðtæk kynning á kvennamenningu, en það sem forsprakkarnir eru ánægðastir með er að engu síður karlmenn en konur sækja þennan viðburð, enda sýna aðsóknartölur það. Hátíðin var skírð eftir gyðjunni Lilith, sem fyrst er getið í sköpunarsögu Gyðinga og þar ekki að góðu. Hins vegar breyttist goðsögnina um hana í gegnum aldirnar, t.d. í meðförum Goethe (Lamía í Faust), Keats og Dantes Gabriels Rossetti, sem í myndlist sinni og skáldskap túlkaði Lilith þannig að auðvelt varð fyrir feminista að gera hana að sinni konu/gyðju. En ég ætla að láta frumkvöðul hátíðarinnar, hina ágætu tónlistarkonu Söruh McLachlan, segja í stuttu máli söguna um Lilith: „Adam bað Guð að senda sér félaga, maka, eins og hinum dýrunum. Guð samþykkti, skap- aði Lilith og sendi hana til Adams. I fyrstu var Adam ánægður, en svo opnaði Lilith munn- y inn og sýndi að hún hafði sjáifstæðar skoðanir. Hann vildi að hún sýndi sér undirgefni i öll- um skilningi en hún neitaði, sagði að þau væru jöfn og hún mundi ekki verða undir hann gefin. Adam varð ofsareiður, svo að Lilith fór til friðsælli lendna..." Rétt er að geta þess að Japis flytur þessa diska til landsins, en þeir heita LILITH FAIR: A Celebration of Women in Music, Volume 1, 2 og 3. Líka að netfang fyrir Lilith Fair er: http://www.lilithfair.com SECURITAS ¥111 í hópjnn? Agnes hefur unnið í 5 ár hjá Securitas við ræstingar, Helgi hefur starfað í 7 ár við öryggisgæslu Securitas. Þau eru verðugir fulltrúar Securitas. Við erum stolt af starfsfólki okkar. Leitaðu upplýsinga á skrifstofunni eða í síma 580 7000. Síðumúla 23

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.