Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 3
L F I Ð A B L Svarið er meiri sjálfsvirðing Fátt er nátengdara kjarna kvennabaráttunnar en barneignir. Eitt af grundvallaratriðunum sem greinir kynin að er að konur ganga með og fæða börn. Sú staðreynd hefur breytt llfi fjölmargra kvenna sem hafa orðið barnshafandi á óheppilegum tíma, án þess að vera tilbúnar til þess. Og þótt karlmaður hafi að öllum líkindum verið með I spilinu er það gömul saga og ný að ábyrgðin lendi á konunni. Eftir það skipuleggur hún líf sitt út frá þörfum og velferð barnsins. VERA fjallar um ótímabærar þunganir í þessu blaði. Á þessum tímum upplýsingarinnar virðist mikið skorta á meðvitund ungs fólks um getnaðarvarnir. Á (slandi er hæst tíðni fóstureyðinga stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára, miðað við önnur Norðurlönd. Það sama á við um fæðingar, unglingamæður eru líka flestar hérlendis. Hvort tveggja er óæskilegt - og eina ráðið að sýna meiri ébyrgð í kynlífi. Þegar kemur að umræðu um mikilvægustu baráttumál kvenna er svarið oftast: meiri sjálfsvirðing. í samskiptum kynjanna er mikilvægt að stúlkur læri strax að huga að því hvað er gott fyrir þær sjálfar. Þar kemur að gildismatinu, sjálfsmyndinni, því að bera virðingu fyrir líkama sínum og vera meðvituð um afleiðingar kynlífs. En ábyrgðin er sameiginleg. Strákarnir þurfa líka að sýna ábyrgð og nota getnaðarvarnir. Á ensku er notað hugtakið reproductive health awareness. Þýðing þess er ekki þjál í munni en Islendingar verða að tileinka sér inntak þess - læra að hugsa alla leið í stað þess að llta á llfið sem happdrætti. L Ú S Fjórar konur í ríkisstjórn Islenskar konur eignuðust ekki ráðherra fyrr en á áttunda áratug aldarinnar. Fram til ársins 1999 var ein kona I rlkisstjórn hámark og þvl er það fagnaðarefni að ári seinna skuli þær vera orðnar fjórar. Ragnheiður Bragadóttir Enn eitt vígi karlmanna féll þegar Ragnheiður Bragadóttir var skipuð prófessor við lagadeild Háskóla fslands. I 90 ára sögu deildarinnar hef- ur kona aldrei fyrr gegnt prófessorsembætti og því tími til kominn að þar fái kvenlegt sjónar- horn verðugan sess. Jafnréttisnefnd Háskóla íslands fyrír að gefa út bæklinginn Kynferðisleg áreitni: fræðsla, fyrirbyggjandi aðgerðir sem undirstrik- ar þá stefnu Háskólans að þar verði kynferðis- leg áreitni ekki liðin. I bæklingnum eru góðar upplýsingar um hvað kynferðisleg áreitni er og um úrræði fyrir þolendur. Tölurnar um fjölda ótímabærra þungana hér á landi staðfesta að málin eru ekki I lagi hjá okkur. Skólakerfið stendur sig ekki og almenn fræðsla um getnaðarvarnir er of lítil. Sem dæmi um fram- tak stjórnvalda má nefna að kynfræðsludeild á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var lokað árið 1994, að sögn vegna skipulagsbreytinga, en hún hefur ekki verið opnuð aftur. ( mörgum löndum eru sérstakar stöðvar (Family Planning Centre) sem sjá eingöngu um fræðslu og útvegun getnaðar- varna og vlða eru þær ókeypis eða verulega niðurgreiddar. Hér á landi þarf stúlka yfirleitt að fá viðtal við lækni (og greiða fyrir það) ef hún vill fá pilluna. Þar fer oftast fram leghálsskoðun, sem margar þeirra óttast, og pillan kostar sitt. Getur verið að læknar komi I veg fyrir að þessu verði breytt? Smokkurinn er hins vegar seldur mjög viða, t.d. I stórmörkuðum. Það ætti því að vera hægur vandi fyrir ungt fólk að nálgast hann. Ef strákarnir sýna ekki þá ábyrgð eiga stelpurnar að gera það. Ung kona með sjálfsvirðingu vill ráða þvl hvenær hún eignast barn. Hún á ekki að vera feimin við að eiga smokkapakka I stað þess að treysta á strákinn. Ótímabærar þunganir I sögum um ástir og örlög hafa löngum verið rithöfundum yrkisefni. Sögur um konur sem fórnarlömb. Eigum við ekki að vinna að því að slíkar sögur heyri sögunni til? Hver hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hver hafa unnið jafnréttisbaráttunni gagn og hver ógagn? Sendu Veru ábendingar ®M ' N U S Karllægir fjölmiðlar Konur koma lltið fram í Islenskum fjölmiðlum og myndin sem dregin er upp af þeim er ein- haef- Niðurstaða nýlegrar fjölmiðlakönnunar er hrikaleg. I fréttatímum sjónvarpsstöðvanna er hlutur kvenna I hinu talaða orði aðeins 15%. Hlutur karlmanna er hins vegar 97,6% þegar rætt er við stjórnendur fyrirtækja. Lokun Barnahúss Það er óviðunandi að gefast upp við að útfæra hugmyndina um Barnahús. Hún felst I því að fagfólk vinni saman að þvi að nálgast á varfær- inn hátt börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun, þegar þau þurfa að mæta I yfir- heyrslu vegna dómsmála. Fátækt ungra einstæðra mæðra 31% ungra, ómenntaðra, einstæðra mæðra eru undir fátæktarmörkum hér á landi, sam- kvæmt könnun Rauða krossins. Ekki ný sann- indi en gjörsamlega óþolandi hjá einni rlkustu þjóð heims. VERA • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.