Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 21

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 21
Nú hlær Ásta. „Nei, það er svo langt frá því. Mér var meinilla við að taka í stýri á bát og reyndi alltaf að koma mér hjá því, þó ég hefði allan Breiðafjörðinn framundan, hvað þá ef aðgæslu þurfti með. Mér fannst ábyrgðin óbærileg. Pabba var mjög annt um að við krakkarnir tefldum ekki á tvær hættur á sjón- um, kannske hefur það haft þessi áhrif á mig. Hitt var verra að þegar kom að því að ég þyrfti að aka bíl var það sama sagan. Ég átti mjög bágt með það." Nú fylgir mikil ábyrgð starfi þínu. „Já, en það verkar öðruvísi á mig. Það er ekki gott að útskýra þetta." Hvernig gekk svo búskapurinn? Þú hefur Útskriftarmynd úr Ljósmæðraskólanum, Ásta er lengst til vinstri i fremri röð. verið óvenju mikið að heiman vegna vinn- unnar, eftir því sem þá gerðist um konur? „Já, já. En Sverrir, maðurinn minn, var mér sam- hentur. Hann hætti á sjónum til þess að geta ver- ið meira heima hjá börnunum. Það breytti auðvit- að öllu, t.d. ef ég var kölluð út að næturlagi. Svo var hann líka „húslegur" enda var hann oft kokk- ur á sjónum. Krakkarnir sögðu að pabbi byggi til mikið betri mat en ég." Ásta er svolítið skrýtin á svipinn þegar hún viðurkennir þetta. „En svo seinustu árin sín fór hann aftur á sjó og gerðist trillukarl." Nú verður þögn um stund. Ég sé að Ásta lætur hugann reika til liðinna ára áður en hún heldur áfram: „Ljós- móðurstarfið hefur ekki aðeins verið mér vinna og lifibrauð. Það hefur líka verið mér styrkur og athvarf á reynslutimum. Þegar maður- inn minn féll frá, og eins þegar ég missti son minn uppkominn, þá var starfið mér hvatning og raunabót. Mér fannst birta yfir þegar ég tók á móti nýju lífi, ég fann að mín var þörf og að ég gat svarað þörfinni. Það mætti meira að segja vera svolítið meira að gera," segir Ásta að lokum. „Því maður þarf alltaf að vera í þjálfun." Viðtal: Steinunn Eyjólfsdóttir VERA • 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.