Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 10

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 10
Það er auðvelt að nálgast smokkinn, hann er seldur í stórmörkuðum, en til þess að fá pilluna þarf að fara til heimilislæknis. C <0 o> c rti *- « -Q á aðrar getnaðarvarnir eins og getnaðarvarna- sprautu fyrir þær sem gengur illa að muna eftir pillunni á hverjum degi. Þetta stungulyf er aðeins með einu hormóni og er mjög öruggt. Þetta hentar sumum konum mjög vel, þær fá sprautu á þriggja mánaða fresti, en blæðingarnar geta orð- ið óreglulegar í fyrstu og hætta reyndar oft alveg með tímanum. Við höfum líka verið að setja upp lykkjur hérna fyrir ákveðinn hóp kvenna sem hef- ur litla peninga á milli handa og þá borga þær eingöngu fyrir lykkjuna sjálfa en ekkert fyrir upp- setninguna. Þetta er skref til að reyna að fækka endurteknum fóstureyðingum sérstaklega, því þar erum við með hærri tíðni heldur en löndin í kringum okkur. Auðvitað eru alls konar konur við alls konar aðstæður að koma í fóstureyðingar, en sá hópur sem er að koma í endurteknar fóstur- eyðingar er augljóslega sá hópur sem af einhverj- um ástæðum hefur lent í basli með getnaðarvarn- ir og það þarf að koma betur til móts við hann á því sviði og þetta er ein leiðin til þess." Talandi um endurteknar fóstureyðíngar, eru engin takmörk fyrir því hversu oft sama konan getur komið í fóstureyðingu? Getur verið að einhverjar konur líti á fóstureyðingu sem getnaðarvörn eftir á? R: „Nei, ég hef ekki enn hitt þá konu sem gerir £ það. Kona sem er búin að koma oft í fóstureyð- ingu er oftast af einhverjum ástæðum mjög illa í stakk búin til að taka á móti barni og ala önn fyrir ■** því. Hún getur verið í óreglu eða af einhverjum >0 ástæðum haft mjög litla stjórn á lífi sínu. Það að geta ekki haft stjórn á getnaðarvörnum er oft brot af miklu stærra vandamáli hjá viðkomandi. Þannig að það er hæpið að neita slíkri manneskju um fóstureyðingu þó það sé auðvitað afskaplega óæskilegt að sama konan komi margoft í svona aðgerð. Það þarf að einbeita sér að því að reyna að hjálpa henni til að koma í veg fyrir getnað og það erum við að gera hér í móttökunni. Við verð- um líka að hafa í huga að það hefur áhrif á tölur um aukningu endurtekinna fóstureyðinga að það eru liðin 25 ár síðan fóstureyðingarlögin voru rýmkuð. Þá var byrjað að leyfa fóstureyðingar af félagslegum ástæðum. Kona sem hefur t.d farið tvisvar eða þrisvar í fóstureyðingu getur hafa gert það á 15-20 ára tímabili og kannski búin að eiga þrjú börn í millitíðinni. Sjaldnast er sama konan að koma í aðgerð aftur og aftur á stuttum tíma." öryggið er ekki nema um 75% og það þarf að nota þetta innan þriggja sólarhringa frá samför- um og helst innan tveggja sólarhringa. Því fyrr því öruggara." Nú vilja sumir kvensjúkdómalæknar halda því fram að neikvæð umræða um pilluna eigi sinn þátt í því að ungar stúlkur vilji ekki nota hana. Kannist þið við þetta? En af ýmsum ástæðum tekst ekki alltaf að byrgja brunninn og þegar ótímabær þungun er stað- reynd kemur viðkomandi í viðtal til félagsráðgjafa. I hverju felst þessi ráðgjöf? G: „Lögin sem félagsráðgjafarnir starfa eftir segja að við eigum að veita hlutlausa ráðgjöf um hvaða félagsleg aðstoð konunni stendur til boða ef hún ákveður að ganga með og síðan að fræða hana um fóstureyðingu. Aðaláherslan hjá okkur er að ræða ákvörðunina, barneign eða fóstureyðing, því oft eru stúlkur og konur á báðum áttum. Eins eru ungar stelpur oft með rangar hugmyndir um fóstureyðingar, halda að þær verði ófrjóar eftir aðgerðina og fleira í þeim dúr, svo það er nauð- synlegt að þær fái upplýsingar frá fagfólki. Ef þær eru í vafa þá ræðum við málin enn frekar og þær koma kannski í nokkur skipti. Við beitum aldrei þrýstingi í ákvörðunartök- unni." Er algengt að foreldrar komi með stúlkum (viðtöl hjá félagsráðgjafa? G: „Ef stúlkan er yngri en 16 ára verða foreldr- ar að koma með og skrifa undir umsóknina. Þær sem eru 16 ára og eldri þurfa þess ekki, en við hvetjum þær samt alltaf til þess að segja foreldrum sínum frá því að þær séu barnshafandi, því algengast er að mæðurnar geti veitt þeim þann stuðning sem þær þurfa." R: „Já, það gætir vissulega stundum ranghug- mynda um pilluna, bæði hjá stúlkunum sjálfum og jafnvel mæðrum þeirra. Þær halda að hún valdi ófrjósemi, krabbameini o.s.frv. Það mætti vissulega halda betur á lofti jákvæðum þáttum pillunnar, eins og þeirri staðreynd að notkun hennar dregur verulega úr hættu á legbols- krabbameini sem og krabbameini í eggjastokk- um. Eins dregur hún úr sýkingarhættu og legslím- húðarflakki og oft minnkar hún túrverki. Ekki má heldur gleyma að hormónarnir sem eru í pillunni í dag eru náttúrulegri en þeir voru fyrir einhverj- um árum og eins er minna magn af þeim." G: „Við verðum vissulega vör við að margar konur koma til okkar og tala um alla nei- kvæðu þættina en við reynum að draga annað fram og dreifum bæk- lingum þar sem einnig er talað um jákvæðar hliðar pillunnar." Eftirpillan eða neyðargetn- aðarvörnin er valkostur sem ekki hefur verið mikið kynntur hérlendis en víða erlendis er hún ókeypis. Við veltum fyrir okkur hvort ekki mætti draga úr ótímabærum þungunum og þar af leiðandi fóstureyðingum með því að koma henni betur á framfæri? R: „Jú, það hefur verið unnið í því máli. Ég var með í því að búa til bækling um þessa neyðar- getnaðarvörn og honum er ætlað að kynna þenn- an kost. Neyðargetnaðarvörnin er auðvitað ekki leið sem maður á að ákveða fyrirfram að nota en þegar hlutirnir hafa af einhverjum ástæðum gerst án þess að það hafi verið ætlunin, þá er mjög mikilvægt að konur viti af þessum möguleika. Búið er að sýna fram á að með því að auglýsa og gera aðgengi að neyðargetnaðarvörninni gott, þá er hægt að fækka ótímabærum þungunum um þriðjung." G: Neyðargetnaðarvörnin er ekki fóstureyð- ingarpilla eins og margir halda, heldur kemur hún bæði í veg fyrir að egg frjóvgist og að frjóvgað egg festist við legslímhúðina. Þessi kostur hefur verið mjög lítið kynntur hérlendis og það eru inn- an við tvö ár síðan þetta var markaðssett. Læknir þarf að skrifa upp á þessa getnaðarvörn og hún kostar um 800 kr. en hún hefur verið gefin ókeyp- is uppi á kvennadeild." R: „Notkun á þessari neyðargetnaðarvörn hef- ur aukist hér en það er vert að taka það fram að Lagalega séð þarf barnsfaðirinn ekki að sam- þykkja fóstureyðingu en félgsráðgjafarnir reyna alltaf að fá þá með í ákvörðunartökuna, því tvo þarf til getnaðar og báðir bera ábyrgð á því hvernig málin eru komin. G: „í flestum tilvikum koma strákarnir ekki í viðtöl með stúlkunum en það er mikilvægt að þeir styðji þær þegar þær fara í fóstureyðingu og þau velti bæði fyrir sér hvers vegna ótímabær þungun varð. Ég vil leggja áherslu á að frumkvæði og ábyrgð í getnaðarvörnum liggi hjá báðum aðilum." R: „Ég ítreka alltaf við stelpur sem fá pilluna hjá mér að gleyma ekki að nota líka smokkinn og þá sérstaklega þær sem ekki eru í föstu sambandi. Það er ekki nóg að verða ekki barnshafandi, það þarf líka að koma í veg fyrir smit, bæði kynsjúk- dóma og alnæmi. Þó að krakkarnir viti þetta þá þarf að opna umræðuna þannig að það sé hægt að tala frjálslega og hreinskilnislega um þessa hluti þegar þau eru að fara að sofa saman." Er einhver þróun í getnaðarvörnum karla annað en þynnri og betri smokkar? 10 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.