Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 38

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 38
> Engar______n í u t í u - m í n ú t n a - rætt við tvær Fínbjöllur Hrönn Sveinsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir eru meðlimir i Fínbjöllu, hópi ungs kvikmyndagerðarfólks sem telur heimilda- myndagerð vera staðnað fyrirbæri hér á landi. Finbjalla hefur skorið upp herör gegn hinu viðtekna formi heimildamynda og komið sér upp skýrum vinnureglum til að fylgja við gerð þeirra. Afurðirnar voru sýndar á heimildamyndahátíð í Háskóla- biói þann 4. febrúar siðastliðinn. Heióa Jóhannsdóttir hitti þær Hrönn og Ingibjörgu á Kaffi Puccim og spjallaði við þær um kvikmyndaiðkun þeirra. Upphaflega átti myndin að fjalla um fáranleika hversdagshreinlætis, segir ingibjörg. Þær stöllur byrja á því að fara í gegnum heilmikið umstang með Ijósmyndaranum sem smellir af á meðan þær eru að snyrta sig. „Já, svona getum við mótmælt þeirri hugmynd að gáfaðar konur geti ekki verið fallegar llka," segir Hrönn og Ingi- björg samsinnir því. Þegar myndatökum er lokið setjast þær niður með blaðakonu og fyrsta spurn- ingin er þessi. Hversu lengi hafið þið fengist við kvikmyndagerð? Ingibjörg tekur fyrst til máls. „Kvikmyndagerð er dálítið of virðulegt orð yfir það sem ég hef ver- ið að gera. Ég er ekkert menntuð í kvikmynda- gerð, myndlist er mitt fag en i vor mun ég útskrif- ast úr Myndlista- og handíðaskólanum sem nú heitir Listaháskóli Islands. Ég byrjaði hins vegar, eins og svo margir unglingar, að fást við þetta í menntaskóla og prófa mig áfram með mynd- bandsupptökuvél sem ég fékk lánaða hjá foreldr- um mínum. Hef gert hitt og þetta en fyrsta full- búna myndin sem sýnd var eftir mig heitir Helvít- is Reykjavík sem ég vann með Robert Douglas. I Myndlistaskólanum hef ég líka aðstöðu til að þreifa fyrir mér. Ég er ( fjöltæknideild, sem er gamla nýlistadeildin, og þar er unnið með alla nýj- ustu miðla innan myndlistar, m.a. vídeólist." Hrönn hefur svipaða sögu að segja en hún hefur „fiktað" við kvikmyndagerð frá því að hún var lltil. „Ég var I vídeóklúbbi I menntaskóla. Við vorum bara tvö I klúbbnum og máttum gera það sem við vildum en síðan var hann lagður af vegna þess að við gerðum svo ósmekklegar myndir. Ég hef unnið mikið sem plötusnúður og I tengslum við það fór ég að gera tilraunir með að klippa saman myndbrot sem ég sýndi með tónlistinni." Þegar Hrönn fór að vinna hjá Sjónvarpinu lærði hún hins vegar að vinna með flest þau tæki sem tengjast dagskrárgerð. Eftir að hafa unnið Mynd- bandaannál og heimildamynd um snjóbrettasport öðlaðist hún reynslu af því að gera hlutina á praktískan hátt. „Það má eiginlega segja að ég sé með svarta beltið I einfaldri og ódýrri dagskrár- gerð," segir Hrönn og bætir því við að eldskírnin á þessu sviði hafi verið aðild hennar að unglinga- þættinum Kolkrabbanum. „Það kom einhvern veginn upp sú hugmynd að gera þátt fyrir ungt fólk sem sýndur yrði dag- lega I beinni útsendingu. Eftir það fór allt á fullt, heil- mikið af fólki var ráðið og skyndilega var maður orð- inn kynnir I einhverjum þætti I beinni útsendingu án þess að kunna neitt." Hrönn hefur einnig unnið metnaðarfullar heim- ildamyndir ásamt Árna Sveinssyni bróður slnum sem einnig er meðlimur I Fínbjöllu. „Fyrri myndin sem við gerðum fjallaði um stríðsglæpi I fyrrum Júgó- slavíu og Stöð 2 tók hana til sýningar. Núna erum við að vinna að mynd um módel- veiðar Eskimo models I Síberíu. Við fórum þangað út til að taka hana og það var ótrúleg reynsla," segir Hrönn. „Við fylgdum tveimur módelum sem Eskimo bauð með sér til London. Þetta voru stelp- ur sem aldrei höfðu farið út fyrir heimbæ sinn Tomsk, en þar er fátæktin mikil og varla hægt að komast I rennandi vatn. Viðbrigðin voru gífurleg fyrir þær." En hvernig kom til að þið genguð til iiðs við Finbjöllu? „Böðvar Bjarki Pétursson skólastjóri Kvikmynda- skólans átti frumkvæði að stofnun hópsins. Hann Við erum að vinna að mynd um módelveiðar Eskimo models í Siberíu, i segir Hrönn. 38 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.