Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 46

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 46
Glamúrinn, glansið og kórónurnar Heiðrún Anna Björnsdóttir er söngkona og tónlistarmaður í Englandi. Hún lýsir hér reynslu sinni af þátttöku í fegurðarsamkeppnum og fyrirsætustörfum. Það eru 8 ár síðan ég tók fyrst þátt í Ungfrú Island. Á þeim tíma fannst mér það mjög spennandi þar sem ég hafði frá ellefu ára aldri fylgst með keppninni og horft með stjörnur í aug- unum á fegurðina, glamúr- inn, glansið og kórónurnar. Hólmfríður Karlsdóttir varð átrúnaðargoðið mitt og ég klippti út hverja einustu mynd sem ég fann af henni og hengdi upp á vegg. Hún var svo falleg. Þegar hringt var í mig einn góðan veðurdag og ég spurð hvort ég vildi taka þátt í Fegurðarsam- keppni Islands var engin spurning um að vera með. Auðvitað var mér strax hugsað til baka til míns unga aldurs þegar ég hafði svo mikið dáðst að Hófí og nú hafði óskin á einhvern táknrænan hátt ræst. Ég sló til og lenti í öðru sæti í Fegurðarsam- keppni Islands árið 1992. I verðlaun fékk ég alls- kyns snyrtivörur, íþróttagalla og Ijósakort. Þær sem lentu í þremur efstu sætunum fengu að auki að fara fyrir Islands hönd f keppnir erlendis. Og strax í framhaldi af íslensku keppninni fór ég að keppa í alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum. Ég vann tvær keppnir; Miss World University sem haldin var í Kóreu og síðan Miss International Tourism sem var haldin á Kýpur. Á þessu tímabili mínu ferðaðist ég um heiminn, lenti f ævintýrum, sá og lærði heilmikið um fólk og aðrar ólíkar þjóðir. Ég vildi ekki hafa misst af þeirri upplifun þótt margt misjafnt hafi á daga mína drifið. Sigraði í alþjóðlegum keppnum Keppnin í Kóreu var haldin með heldur óhefð- bundnum hætti því hluti af henni var hæfileika- keppni. Ég söng, sumar dönsuðu ballet og svo framvegis. Ég var svo heppin að vera sigurvegari í Miss World University. Stúlkan sem var í öðru sæti var frá Rússlandi. Ég var eiginlega viss um að hún myndi vinna vegna þess að stundum eru þessar keppnir svolítið pólitískar og Island var kannski ekki alveg það sem Kórea þurfti á að halda. Allt var æðislegt og yndislegt þangað til ég átti að fara að skrifa undir einhvern samning við eig- anda keppninnar. Sá samningur var eitthvað á þá leið að ég myndi helga mig störfum keppninnar f ár, sem var jú allt í lagi, en svo var eitthvað fleira f þessum samningi sem mér líkaði ekki við og því neit- aði ég að skrifa undir hann og allt varð brjálað. Eigandi keppninnar varð fokillur og sagði konunum sem sáu um okkur, yndis- legar konur frá Kóreu, að ef ég skrifaði ekki undir yrði ég send heim á stund- inni. Þetta voru átök og ég hringdi heim hágrátandi til að segja hvað hefði komið upp á. Ég ákvað svo að fara á fund með eig- andandum og útskýra af hverju ég vildi ekki skrifa undir neina samninga. Þetta sama kvöld hittumst við og allt féll í Ijúfa löð. Ég útskýrði hvað mér fannst rangt og sagði að ef það væri eitthvað sem ég þyrfti að gera fyrir keppnina þá myndi ég auðvitað vera tilbúin til þess. Hann bað mig afsökunar og gaf mér gullúr að gjöf. Fólkið í Kóreu var yndislegt. Mér var til dæmis gefinn þjóðbúningur Kóreu sem var mjög skrýtinn kjóll. Því miður var honum stolið frá mér og eina sem var skilið eftir var undirkjólinn, sem var einnig frekar undarlegur. Síðan fór ég til Kína I keppnina Bride of the World. Þar lenti ég í 7. sæti og fékk I verðlaun brúðarkjól sem kostaði um 250 þúsund krónur. Þetta var meðal annars keppni um fallegasta brúðarkjólinn. Enn og aftur var farið með okkur eins og prinsessur. Við heimsóttum Klnamúrinn og Forboðnu borgina, sem er með fallegustu stöðum sem ég hef séð. Næst fór ég til Kýpur og vann keppni sem hét Miss International Tourism. Ári seinna þurfti ég sfðan að fara aftur út til að krýna arftaka mína og var einnig dómari I báðum keppnunum. Ég söng í beinni útsendingu fyrir milljónir manna kvöldið sem ég gaf kórónuna frá mér I Miss International. Allt byrjaði rosalega vel, fullt leikhúsið þar sem allt fór fram í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Nema hvað að í miðju lagi fór hljóðneminn allt í einu úr sambandi. Mér dauðbrá og neyddist til að leggja hann frá mér og halda áfram að syngja. Þetta var ágæt reynsla en mér leið ekki vel eftir á og þurfti að halda höfði þar sem ég átti eftir að krýna. Þeg- ar ég labbaði síðan inn í salinn í dómarasætið fékk ég innilegt klapp frá salnum sem hlýjaði mér um hjartarætur. Ég gæti endalaust haldið áfram með frásagnir úr keppnunum sem ég tók þátt í en ég læt þetta nægja í bili. Ég vona að fólk skilji nú kannski betur ástæð- una fyrir því að ég mæli ekki á móti fegurðarsam- keppnum sem þessum. Ég hef auðvitað verið heppin. Ég ferðaðist víða á þessum tíma og lærði mikið um lífið og mannleg samskipti. Vildi verða eitthvað annað en misskilin Ijóska Nokkrum árum síðar fór ég til Mílanó með þrem- ur öðrum stelpum að módelast. Ég skemmti mér mjög vel og sá ekki mikið af þessu sem kom fram í hinum margumtalaða BBC þætti. En auðvitað voru allskyns furðufuglar á sveimi. Ég myndi til dæmis ekki senda litlu systur mína sem er 16 ára þangað án fylgdar. Þar sem ég var aðeins eldri þá vissi ég hvað ég vildi og hvað ég vildi ekki. I dag ber ég ekki titilinn fegurðardrottning heldur titilinn tónlistarmaður. Á tímabili í lífi mínu var ég ekki sátt við þann stimpil sem ég hafði fengið á mig út af keppninni. Það var eins og sumt fólk héldi að ég væri ekkert annað en bros- andi Ijóska. Auðvitað vill fólk halda þetta og það lagðist því ekkert vel í það að þessi Ijóska ætlaði að þykjast vera tónlistarmaður. Það eyðileggur náttúrulega alveg heimsstrúktúrinn hjá þessu fólki. Þó raunin væri sú að frá fjögurra ára aldri hafi ég staðið með pískarann I hendi og verið við- riðin tónlist alla tíð eftir það - og ætlaði svo sann- arlega að verða eitthvað annað en misskilin Ijóska. Tónlistarferill minn hér heima gekk mis- jafnlega og þegar ég flutti til Englands ákvað ég að segja engum frá fegurðarleyndarmálinu í von um að það yrði tekið mark á mér. Mér varð að þeirri ósk minni. Ég verð samt að viðurkenna að enn I dag finnst mér ég ströggla sem kona í tónlistarheim- inum. Ég labba inn í gítarverslun með gítarleikara bandsins sem er karlkyns og það er ekki yrt á mig í versluninni. Við hittum pródúsent og þeir beina talinu meira að strákunum en mér. Þangað til þeir átta sig á því að ég er ekki bara söngkona bands- ins heldureinnig lagahöfundur. Þá breytist viðhorf þeirra um leið þvl þeir áttu einfaldlega ekki von á því að ég væri lagahöfundurinn þar sem ég er enn með Ijósa lokka, rass, brjóst og bros. Lífsreynsla sem styrkti mig Og hver var tilgangurinn? spyr fólk. Ætli þetta hafi ekki verið mín leið sem unglingur með of lítið sjálfstraust til að fá viðurkenningu. Ég vissi að ég væri góð stúlka. Ég passaði yngri systur mínar fyrir mömmu, var snyrtileg, samviskusöm og stóð mig vel (skólanum og íþróttum. Og þó ég hafi fengið mjög uppörvandi uppeldi og mikið hrós var ég rosalega óánægð með mig á unglingsárunum. Ég Heiörún Anna á Fegurðarsamkeppni Islands 1993, áður en hún afhenti naestu stúlku sem lenti i öðru saeti kórónuna. 46 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.