Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 32

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 32
„Ég hef aldrei haft neina ákveðna stefnu í lífinu og bara leyft mér að fljóta." hjálpa til við að reka heimilið. „Það gerir gæfumuninn fyrir okkur og gefur mér vonir um að ég geti farið að sinna bókarskrifunum," segir Anna. Hvernig kom það til að Anna Hildur tók að sér að vera umboðsmaður fyrir rokkhljómsveit? „Kannski af því að ég hef aldrei haft neina ákveðna stefnu I lífinu og bara leyft mér að fljóta," segir hún. „Ég var aðstoðarframleiðandi fyrir japanska sjónvarpið I fimm þátta röð um ís- land og valdi Bellatrix til að vera rammi utan um menningarumfjöllunina. Við urðum ágætis kunningar, ég hafði alltaf haft mætur á hljóm- sveitinni og fannst skemmtileg orka koma frá þeim og ákveðni. En það var eins fjarri mér og Kína er fjarri okkur að ætla mér að fara að vinna í tónlistarbransanum enda hafði ég enga reynslu af því þá. En Elíza söngkona hringdi I mig og ég fór á fund með hljóm- sveitinni og Ásmundi Jónssyni í Japis og Smekkleysu og eftir að hafa fengið símhríng- ingar reglulega allt sumarið þá ákvað ég að segja þeim að ég skyldi prófa þetta." Anna Hildur ákvað þá að mæla sér mót við einn nágranna sinn, sem var „eini maður- inn sem ég vissi að ynni í tónlistarbransanum á þeim tíma." Hún fékk nokkrar ráðleggingar og byrjaði svo að hjálpa Bellatrix að komast á kortið. Fyrst um sinn hjálpaði hún til við að bóka tónleika, „svo fór ég að læra um þetta og fékk áhuga á þessu, þetta var ekki eins hræði- legur bransi og ég hafði ímyndað mér. Það var samt ekki fyrr en I maí júní á síðasta ári sem ég fór að kalla mig umboðsmann og það var eigin- lega algjörlega til þess að hafa formlegheit I lagi fyrir hljómsveitina. Ég hét því þá á sama tíma að ef ég myndi fá samning fyrir þau þá myndi ég gefa sjálfri mér tvö ár til að setja upp umboðs- skrifstofu I kringum það að koma þeim á fram- færi." Hagstæður samningur fékkst við Fierce Panda útgáfufyrirtækið sem gerði þeim fært að halda áfram af fullum krafti. bc>nAY ®9 SPV um ættern' °9 uppruna ** segist Anna Hildur vera úr Garða- bænum. „Ég er feikilega stolt af því að vera Garð- bæingur. Þegar ég kynntist Gísla, sem er Vestfirð- ingur i húð og hár, fannst honum það ekki vera á kortinu að einhver gæti verið úr Garðabænum, allir (slendingar væru að vestan eða utan af landi. Enda er það rétt að ég er ættuð að vestan en líka að norðan og sunnan, er eiginlega alls staðar að. Svo það er einfaldast að kalla mig Garðbæing enda ólst ég þar upp og gekk I skóla." En hvernig kom það til að þau ákváðu að leggja land undir fót - og af hverju lentu þau I London? „Okkur langaði alltaf út. Ég var búin að vera með Gísla I mörg ár og við vorum búin að eignast tvö börn. Gísli var að vinna sem prentsmiður á Dagblaðinu og langaði að læra grafíska hönnun. Ég var þá að gæla við að fara í miðaldafræði I Ástralíu, það hefur verið einhver gamall æsku- draumur að fara að hitta Skippý I Ástralíu og mér fannst ágætt að skella þessu saman þar sem ég hafði verið í Islenskum bókmenntum I háskólan- um heima. Það var samt of mikið stökk fyrir mig. Ég hafði eignast báðar dætur mínar þegar ég var í háskólanámi og var orðin dálítið þreytt og dreymdi um að verða heimavinnandi húsmóðir. Gísli fann skóla I London sem hann langaði í og þá var það alveg tilvalið að ég yrði heimavinnandi húsmóðir í London og hann færi í grafíska hönn- un svo við slógum til. Þetta var 1991 en við reikn- uðum með því að koma heim eftir fáein ár þannig að við héldum stelpunum á biðlista á barnaheim- ili Reykjavíkurborgar, það var erfitt að fá barna- heimilispláss þá og okkur þótti vissara að hafa vaðið fyrir neðan okkur. Síðan hefur okkur bara liðið ákaflega vel hérna og eitt ævintýrið hefur rekið annað þannig að við höfum ákveðið að vera hérna." Þau hafa fundið sér nýjan Garðabæ í Orpington. „Þú hefur nú ekki lengi verið heimavinnandi húsmóðir, " spyr ég hálf hikandi, því ég á erfitt með að sjá Önnu Hildi fyrir mér í því hlutverki. „Nei mér fannst það mjög leiðinlegt starf," segir hún. „Það voru stærstu vonbrigði I lífi mínu. Ég hlakkaði alveg ofboðslega til að verða heimavinnandi húsmóðir en ég var algjörlega gagnslaus í þeim bransa." Henni leiddist en ekki leið á löngu að Elín Hirst fréttastjóri Bylgjunnar hringdi og spurði hvort hún vildi ekki verða fréttarit- ari en Heimir Már Pétursson, vinur Önnu, hafði bent á hana. „Mér leist ekkert á þetta því ég hafði alltaf hatað röddina í sjálfri mér en Elín talaði mig einhvern veginn inn á það að koma í smá prufu. Henni leist vel á en ég sýndi enga tilburði til að senda fréttir heim. Svo var allt í einu hringt og sagt: „Jæja, nú er Björk að „meika það", ætlarðu ekki að koma með smá pistil á eftir?" Þetta er ein af þeim stundum I lífi mínu sem ég man hvað best því ég svitnaði svo mikið að svitinn spýttist á tölvuskjáinn fyrir framan mig þegar ég var að reyna að skrifa pistilinn. Ég ætlaði aldrei að verða búin með hann en tókst að koma þessu frá mér og síðan hef ég verið meira og minna viðloðandi fjölmiðlavinnu og fjölmiðla." „Mér fannst það alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna sem fréttaritari. Að mörgu leyti hefur þessi vinna hentað mér vel. Ég er mjög forvitin að ferð- ast og kynnast fólki og ég hef getað nýtt mér þetta starf til þess." Hún ákvað svo þegar Hildur Helga Sigurðardóttir fréttaritari Ríkisútvarpsins fór I barneignarfrí að bjóða fram þjónustu sína fyrir Ríkisútvarpið. „Mér fannst dálítið takmarkaður fréttastíll og fréttamat á Bylgjunni og mig langaði að prófa að vinna fyrir RÚV, þar eru meiri mögu- leikar á að vinna að vandaðri fréttamennsku og þáttagerð. Þetta gekk upp og eftir að ég var byrj- uð að vinna þar ákvað ég að fara I mastersnám I útvarpsvinnslu í Goldsmiths college, mér fannst mjög heillandi að læra um allar tæknilegar hliðar útvarps. Ég lærði meðal annars um heimilda- þáttagerð og útvarpsleikrit og nýtti mér að vinna I útvarpsleikhúsi sem kennarinn minn setti á lagg- irnar." „Þetta nám opnaði margt fyrir mér og sýndi mér hvernig hægt er að nota þennan heillandi miðil. 32 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.