Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 28

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 28
o Q9 Fyrstar og fremstar Hinir forngrísku ólympíuleikar voru eingöngu ætlaðir karlmönnum og fengu konur þar hvergi að koma nærri. Þátttaka kvenna í íþróttum samrýmdist ekki hugsunarhætti þeirra tíma. Þá fengu konur heldur ekki að vera á meðal áhorfenda að leikunum, en það mun fyrst og fremst hafa helg- ast af því að í flestum íþróttagreinun- um voru keppendurnir alls naktir og því var nærvera kvenna engan veginn við hæfi. Sagan segir þó að í eitt skipti hafi kona ein verið gripin svo sterkri löngun til að horfa á son sinn keppa að hún dulbjóst sem karlmaður og komst þannig inn á áhorfendasvæðið. Um síðir komst þó upp um hana og virtist hennar þá bíða grimmileg refs- ing. Á seinustu stundu hlaut hún þó náðun í Ijósi þess að sonur hennar hafði orðið ólympíumeistari. Þetta mun hins vegar hafa verið fyrsta konan á meðal áhorfenda í gjörvallri sögu ólympíuleikanna. Nútíminn - upphafið Fyrstu ólympíuleikar nútímans fóru fram í Aþenu árið 1896 að frumkvæði franska barónsins Pierre de Coubertin. Hann vildi feta sem mest í fótspor hinna fornu Grikkja og því voru engar konur meðal keppenda á þessum fyrstu leikum. Þó gekk hann ekki svo langt að banna þeim aðgang að áhorfendasvæðum enda gengu keppendur ekki lengur naktir til leiks. En strax á næstu leikum, fjórum árum síðar, varð Coubertin að gefa ögn eftir og heimila konum þátttöku í tveimur grein- um. Þar með var stíflan líka brostin og æ síðan hafa konur verið í stöðugri framsókn á hinu ólym- píska sviði. Mikil þáttaskil urðu á leikunum í Stokkhólmi 1912 en þá kepptu konur í fyrsta sinn í sundi. Þótti mörgum það jaðra við siðleysi er sundkonurnar komu fram I þunnum og aðskorn- — Hvenær tóku konur fyrst þátt um sundbolum. Enn eitt stórt skref var stigið á leikunum í Amsterdam 1928 er konur hófu keppni í frjálsíþróttum, en sú grein íþrótta skipar ávallt öndvegissess á öllum ólympíuleikum. Þátt- tökugreinum kvenna hefur síðan fjölgað jafnt og þétt og þykir keppni þeirra nú orðið vera sjálfsagt mál í nánast öllum greinum, með örfáum undan- tekningum þó, svo sem í hnefaleikum og fjöl- bragðaglímu. París 1900 Á Parísarleikunum árið 1900 gengu konur í fyrsta sinn til leiks á hinu ólympíska sviði. Þó voru aðeins 11 konur í hópi hinna 1077 keppenda og ein- skorðaðist þátttaka þeirra við tvær greinar, tennis og golf, en báðar þær greinar voru vinsæl afþrey- ing á meðal hefðarkvenna. Tenniskeppnin fór fram á undan og því var það þar sem fyrsti kven- kyns ólympíumeistarinn leit dagsins Ijós. Á þessum tíma þóttu Eng- lendingar skara nokkuð framúr í tennisíþróttinni. í karlaflokki fóru fremstir tveir bræður, Reg- inald Frank og Hugh Lawrence Doherty að nafni. Það fór líka svo að yngri bróðirinn, Hugh Lawrence, sigraði í einliða- keppninni en saman unnu þeir bræður tvíliðaleikinn. I kvenna- keppninni settu Englendingarnir traust sitt á ungfrú Charlotte Cooper, sem þá var komin fast að þrítugu. Hún átti þá glæstan feril að baki og hafði m.a. þrívegis unnið sigur á Wimbledonmót- inu, árin 1895, 1896 og 1898. Og Charlotte Cooper brást ekki vonum landa sinna. Hún komst greiðlega í úrslitaleikinn þar sem hún mætti frönsku stúlkunni Héléne Prévost. Þar vann Cooper öruggan sigur og var þar með orðin fyrsti kvenmaður sögunnar til að vinna ólympíumeist- aratitil. Þennan eftirminnilega sigur bar upp á 11. júlí árið 1900. Skömmu síðar unnu síðan þau Charlotte Cooper og Reginald Frank Doherty sigur í tvenndarkepninni. Englendingar unnu þar með alla fjóra ólymplumeistaratitlana, en ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna. Charlotte Cooper hélt áfram tenniskeppni I all mörg ár enn og vann t.d. sigur á Wimbeldonmótum árin 1901 og 1908. Af Doherty-bræðrunum er það að segja að þeir dóu báðir úr tæringu, langt um aldur fram. Hugh Lawrence lést 44 ára gamall, en bróðir hans náði aðeins 38 ára aldri. Hins vegar varð Charlotte Cooper allra kerlinga elst og þegar hún andaðist, árið 1966, var hún orðin 96 ára gömul. Mikil þáttaskil urðu á leikunum í Stokkhólmi 1912 en þá kepptu konur í fyrsta sinn í sundi. Þótti mörgum það jaðra við siðleysi er sundkonurnar komu fram í þunnum og aðskornum sundbolum. 28 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.