Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 6
Rétturinn til fóstureyðinga var eitt af mikilvægustu baráttumálum kvennahreyfingarinnar á áttunda áratugnum og lauk hér á landi með nýrri fóstureyðingarlöggjöf árið 1975. Þó að þar sé um mikilvæg réttindi að ræða er það ráðstöfun í neyðartilvikum. Hér á landi er mun meira um unglingaþunganir en á hinum Norðurlöndunum. Þess verður bæði vart í því að fóstur- eyðingum hefur fjölgað mjög undanfarin ár í þeim aldursflokki og einnig fæðingum - en þær eru áberandi fleiri hér en á hinum Norðurlöndunum. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að ungt fólk sýnir allt of mikið ábyrgðarleysi í kynlífi og nýtir sér ekki þær getnaðarvarnir sem standa til boða. Hvað er til ráða? Eru getnaðarvarnir of dýrar og óaðgengilegar á íslandi? Af hverju eru þær ekki ókeypis eins og í mörgum Evrópulöndum? Hvernig er hægt að fá unga karlmenn til að sýna meiri ábyrgð? Við verðum að breyta þeirri gömlu sögu að konur taki einar á sig afleiðingar einnar nætur kæruleysis. Kynlífsráðgjöf í Hinu Húsinu Hitt húsið, Aðalstræti 2, Reykjavík er upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára. í vistlegu herbergi í húsinu hafa Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (FKB) aðstöðu og hafa opið á mánudögum kl. 16 til 18. Ráð- gjöfin er veitt af samstarfshópi hjúkrunarfræðinga, Ijósmæðra og lækna. Hægt er að hringja alla daga í símboða 842 3045 til að ná sambandi við ráðgjafa. Gerð eru þungunarpróf og hægt er að fá neyðargetnaðarvörn ef þörf krefur. Tilgangurinn með starfi hópsins í Hinu húsinu er að veita ungu fólki fræðslu og ráðgjöf um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir og að vinna með ungu fólki að verkefnum um kynheilbrigði. Samvinnan miðar að því að bæta fræðslu og ráðgjöf til ungs fólks um getnaðarvarnir og öruggt kynlíf. Einnig hefur verið útbúið kynningar- og fræðsluefni, m.a. á heimasíðu FKB, www.mmedia.is/fkb Símirtn í Hinu húsinu: 551 5353 - Sími FKB: 561 6061 6 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.