Vera - 01.02.2000, Síða 21

Vera - 01.02.2000, Síða 21
Nú hlær Ásta. „Nei, það er svo langt frá því. Mér var meinilla við að taka í stýri á bát og reyndi alltaf að koma mér hjá því, þó ég hefði allan Breiðafjörðinn framundan, hvað þá ef aðgæslu þurfti með. Mér fannst ábyrgðin óbærileg. Pabba var mjög annt um að við krakkarnir tefldum ekki á tvær hættur á sjón- um, kannske hefur það haft þessi áhrif á mig. Hitt var verra að þegar kom að því að ég þyrfti að aka bíl var það sama sagan. Ég átti mjög bágt með það." Nú fylgir mikil ábyrgð starfi þínu. „Já, en það verkar öðruvísi á mig. Það er ekki gott að útskýra þetta." Hvernig gekk svo búskapurinn? Þú hefur Útskriftarmynd úr Ljósmæðraskólanum, Ásta er lengst til vinstri i fremri röð. verið óvenju mikið að heiman vegna vinn- unnar, eftir því sem þá gerðist um konur? „Já, já. En Sverrir, maðurinn minn, var mér sam- hentur. Hann hætti á sjónum til þess að geta ver- ið meira heima hjá börnunum. Það breytti auðvit- að öllu, t.d. ef ég var kölluð út að næturlagi. Svo var hann líka „húslegur" enda var hann oft kokk- ur á sjónum. Krakkarnir sögðu að pabbi byggi til mikið betri mat en ég." Ásta er svolítið skrýtin á svipinn þegar hún viðurkennir þetta. „En svo seinustu árin sín fór hann aftur á sjó og gerðist trillukarl." Nú verður þögn um stund. Ég sé að Ásta lætur hugann reika til liðinna ára áður en hún heldur áfram: „Ljós- móðurstarfið hefur ekki aðeins verið mér vinna og lifibrauð. Það hefur líka verið mér styrkur og athvarf á reynslutimum. Þegar maður- inn minn féll frá, og eins þegar ég missti son minn uppkominn, þá var starfið mér hvatning og raunabót. Mér fannst birta yfir þegar ég tók á móti nýju lífi, ég fann að mín var þörf og að ég gat svarað þörfinni. Það mætti meira að segja vera svolítið meira að gera," segir Ásta að lokum. „Því maður þarf alltaf að vera í þjálfun." Viðtal: Steinunn Eyjólfsdóttir VERA • 21

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.