Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 45

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 45
Þar sem ég tel nauðsynlegt að teng- ja fræðilega umfjöllun við raun- verulegt lff fólks nota ég tvær rannsóknaraðferðir: eigindlega og sögulega. Ég tók 12 djúp-viðtöl við konur sem þekktu Brfeti og Ingibjörgu af eigin raun. Með þeim hætti fékk ég fram þær raddir og það persónulega sjónarhorn sem skiptir miklu máli varðandi per- sónuleika og skapgerð Bríetar og Ingibjargar. í greiningunni er stuðst við bréf, tímarit, bækur, myndir ásamt því sem þessar konur sögðu og skrifuðu sjálfar á þessum tíma. Persónuhugtakið er notað sem greiningartæki þar sem gengið er út frá þvf að persónan sé smækkuð mynd af samfélaginu og að í henni birtist allir þeir þættir sem einkenna samfélagið. Ég sýni hvernig líkam- legur og félagslegur munur kynj- anna kemur glöggt fram f öllu því sem Bríet og Ingibjörg tóku sér fyrir hendur; að þær voru báðar gildar persónur í samfélaginu en náðu aldrei því markmiði að verða "full- komnar" persónur í sama skilningi og karlar. Þær höfðu fáar fyrirmyndir og þurftu að kljást við ýmsa sam- félagslega fordóma varðandi "ímynd" kvenna. Þetta sést glögg- lega á þeim viðbrögðum sem þær fengu frá hinum helmingi þjóðar- innar - körlunum. Einnig kemur fram að þær voru misfullkomnar félagslegar persónur eftir því hvar þær voru staddar í lífsbaráttunni. Hér verður ekki farið nánar út í kenningalega umfjöllun né lífshlaup Ingibjargar og Bríetar heldur aðeins drepið lauslega á þær persónulýs- ingar sem komu fram í viðtöiunum. Fyrst er þó rétt að nefna eftirfar- andi: Menningarleg orðræða á þes- sum tíma var feðraveldisorðræða með áherslu á sjálfstæði og þjóðerni. Þeir sem tóku þátt í um- ræðum á opinberum vettvangi og "áttu" þekkinguna og tungumálið voru karlar sem höfðu dvalist erlendis, aðallega í Danmörku. Þetta voru þjóðernishugsuðir, skáld, rithöfundar og hugsjónamenn sem töluðu af miklum eldmóði. Ekki tíðkaðist að konur létu skoðanir sínar í Ijós á prenti eða töluðu opinberlega. Brfet rauf þá þögn með fyrsta fyrirlestri sínum (árið 1887 Um hagi og réttindi kvenna), greinaskrifum og blaðaútgáfu um málefni kvenna. Ingibjörg braust inn í helgasta vé karlaveldisorðræð- unnar, sjálft Alþingi íslendinga. Hún hafði tileinkað sér þekkingu, tungu- mál og orðræðu sem karlar töldu sig flestir hafa einkarétt á. Ingibjörg var vel menntuð og gat svarað körl- unum á þeirra tungumáli. Bríet og Ingibjörg þurftu stöðugt að brjóta niður múra sem urðu á vegi þeirra - tálma sem voru gerðir af körlum og þeir stóðu vörð um. Stefnur og straumar og sú hugmyndafræðilega gerjun sem átti sér stað í nálægum löndum skipti sköpum fyrir íslensk- ar konur. Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir Alls staðar þar sem Bríeti er lýst virðist allt svo stórt í sniðum ("stór og fyrirferðarmikil") og það sem hún gerði var stórt. Hún hafði mikinn styrk sem hún virðist hafa getað notað á mörgum sviðum. Bríet var kvenréttindakona, blaðamaður, útgefandi, bæjarfulltrúi, leiklistar- gagnrýnandi og margt fleira. Hún hefur verið mjög fylgin sér og notaði tímann vel. Það virðist hafa verið alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hún gekk beint til verks og lét verkin tala. Bríet var baráttu- kona, sem fékk miklu áorkað. Þær konur sem mundu eftir Brfeti lýstu henni sem gamalli konu enda var hún komin á níræðisaldur þegar þær mundu eftir henni. Hún hafði lifað erfiða tíma og eins og kemur fram í viðtölunum þurfti hún að vinna mikið þegar hún var ung og varð snemma meðvituð um órétt- læti heimsins. Þar sem hún átti bræður upplifði hún mikinn mun á aðstöðu karla og kvenna. Bríet virðist hafa verið fróðleiksfús bar- áttukona að upplagi, áhugasöm um allt milli himins og jarðar. Hún var umhyggjusöm og réttlætið brann á henni frá fyrstu tíð. Umhyggjusemin birtist einkum í samskiptum hennar við börnin sín og gagnvart þeim sem stóðu henni næst og lýsti sér stundum sem stjórnsemi. Bríet hefur verið einstaklega atorkusöm og dugleg, alveg frá fyrstu tíð. Hún las mikið og var mjög félagslynd - að minnsta kosti á yfirborðinu. En ekki var nóg með að hún tileinkaði sér heilmikinn fróðleik heldur tókst henni að miðla honum til annarra. Hún var fyrsta konan sem fékk birta grein eftir sig opinberlega. Hún var einnig fyrsta konan sem hélt opin- beran fyrirlestur en hún hélt marga um ævina. Útgáfa Kvennablaðsins, sem hún ritstýrði, markaði tímamót f íslensku samfélagi. Brfet var skemmtileg og ákveðin, hreinskiptin og sanngjörn. Þrátt fyrir mikla fátækt tókst henni að gera ótrúleg- ustu hluti. Hún studdi Laufeyju og Héðin til náms og barðist í hinum ýmsu málum til dauðadags. Valdimar, eiginmaður Bríetar, var henni mjög mikið. Hann studdi hana og þau voru góðir félagar. Ein af viðmælendum mínum sagði: "Hún hafði jú engan þarna á bak við sig í rauninnL.ekki fyrr en hún hittir Valdimar" en hún varð ekkja ung (46 ára) árið 1902. Bríet synti á móti straumnum og lenti þvf í sérstakri stöðu í samfélaginu. Sem dæmi um það má nefna að þegar valtararnir, sem hún barðist fyrir, komu til landsins voru þeir nefndir Bríetar í niðurlægingarskyni, "það var með illu . það var gert til óvirðingar". Viðmælendur mínir voru þó á einu máli um að ástæðan hafi verið sú að hún var ákveðin og lét karlana ekki vaða yfir sig. Bríet var með öðrum orðum einstaklega dugleg og ákveðin. Hún spratt upp úr jarðvegi sem svo margir fslendingar þekktu, bændasamfélagi þar sem fólk þurfti að vinna mikið til þess að hafa í sig og á. Þó að Bríet hafi verið hörð af sér megnaði hún ekki að skrifa 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.