Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 50
Konur vinna
að heimsfriði
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa á þessu ári starf-
að í hálfa öld. Þann 10. desember árið 1951 stofnuðu islenskar
hugsjónakonur samtökin í anda Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra
kvenna sem stofnað var í Paris árið 1945. Stofnendur þess voru
konur frá 41 þjóðlandi sem allar höfðu verið í fangabúðum nasista í
heimsstyrjöldinni siðari. Þær strengdu þess heit að ieggja sitt af
mörkum til heimsfriðar ef þær slyppu lifandi úr fangabúðunum.
Félagskonur úr MFÍK segja hér frá ýmsu því sem félagið hefur tekið
sér fyrir hendur þessi 50 ár.
Samstaða kvenna
María Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna
Á að fagna því að friðarsamtök hafi starfað í
hálfa öld og að þörfin fyrir slík samtök virðist síst
minni nú en áður? Hvaða gagn er að samtökum
eins og MFIK? Er þetta ekki löngu úrelt fyrir-
komulag að konur hittist til að ræða heimsmálin
og það sem efst er á baugi hverju sinni?
Til hvers er hópur kvenna að hafa skoðun á því
hvað betur megi fara og koma ábendingum á
framfæri við stjórnvöld og almenning?
Jú, það er ennþá full þörf fyrir frjáls og óháð sjónarmið
og allt frá árinu 1951 hafa Menningar- og friðarsamtök
fslenskra kvenna látið sig varða ýmis málefni. Enn og
áfram sameinumst við í baráttu fyrir:
Almennum mannréttindum og jafnrétti. Réttindum og
vernd barna. Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja
gegn ágengni stórvelda. Hlutleysi íslands í hernaðar-
átökum og að herstöðvar á íslandi verði lagðar niður.
50
Vinátta og samvinna kvenna í öllum löndum heims er
okkur mjög hugleikin og í gegnum Alþjóðasamtök
lýðræðissinnaðra kvenna og erlend systursamtök okkar
fáum við upplýsingar um aðstæður kvenna í fjarlægum
löndum. Oft er það önnur mynd en birtist í fréttum,
þar sem oft á tíðum er talað um konur til að réttlæta
hernaðarbrölt en í annan tíma þykir ekki áhugavert að
vekja athygli á aðstæðum þeirra. Hvenær var t.d. talað
um konur í Kúveit og hugsanlegar vonir þeirra um
kosningarétt? Hvenær þykir fréttnæmt að tala um konur
í Saudi-Arabíu og hvers vegna var lítið pláss í
fjölmiðlum til að vekja athygli á því hvernig Talíbanar
træðu á mannréttindum afganskra kvenna á þeim tíma
sem Bandaríkin og fylginautar þeirra voru að styðja þá
til valda? Árið 1997 töluðum við MFÍK konur um
aðstæður afganskra kvenna á 8. mars fundi í Ráðhúsi
Reykjavíkur en það var á móti straumnum að róa því
Talíbanar voru þá ennþá liðsmenn Bandaríkjanna á
móti Rússum. Þannig hefur hlutverk MFÍK oft verið.
Við erum ekki hluti af hvítum og rfkum mannúðar-busi-
ness. Við vorum á móti Persaflóastríði. Við tókum
afstöðu gegn loftárásum á Serbíu. Nú erum við á móti
árás á Afganistan.
Við erum stoltar af því að hafa alltaf staðið með þeim
fátæku og valdalausu í þessum heimi. Þeim fjölmörgu
sem tekið hafa þátt f starfi samtakanna á liðnum árum
sendi ég friðarkveðjur. Um leið býð ég velkomna til liðs
við okkur alla sem vilja leggja sitt af mörkum til að
stuðla að friði. Mannréttindi og friður er fyrir alla, alls
staðar, en ekki bara fyrir suma, sums staðar. Sameinum
krafta okkar svo alda friðar verði öllu yfirsterkari.
Upplýsingar um félagið er að finna á heimasíðu MFÍK:
http://www.ismennt.is/vefir/mfik