Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 40

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 40
c Hún býr með sambýliskonu sinni, Steinunni H.Blöndal, í risíbúð við Bergstaðastræti og hefur útsýn suður yfir Skerjafjörð og upp á Skólavörðu- holt. Húsið hefur verið í eigu fjölskyld- unnar í áratugi en á jarðhæðinni rak amma hennar og nafna, Guðfríður Lilja Benediktsdóttir, vefnaðarvöru- verslun um árabil. Það var einmitt hún sem kenndi Lilju og bræðrum hennar að tefla en þeir hafa allir lagt skákina fyrir sig. Það gerði faðir þeirra, Grétar Áss Sigurðsson líka en bræðurnir heita Sigurður Áss, Andri Áss og Helgi Áss, en hann er stórmeistari í skák. Mamma hennar, Sigrún Andrewsdóttir, hefur einnig tekið þátt í skáklífinu og er eina konan sem hefur verið formað- ur Taflfélags Reykjavíkur. „Amma var úr Dölunum og á heimili hennar var mik- ið teflt. Hún var betri skákmaður en bræður hennar og tefldi við gesti og gangandi. Ég tefldi oft við hana og líka við móðurafa minn sem var skák- áhugamaður. Ég lærði mannganginn fimm ára gömul og byrjaði að æfa með Taflfélagi Reykjavíkur átta eða níu ára. Oft var ég eina stelpan og það gat ver- ið erfitt. Ég þurfti auðvitað hörku til að vinna strákana og þeim fannst erfitt að tapa fyrir stelpu." Það þótti auðvitað mjög sérstakt þegar Lilja vann íslands- meistaramótið í kvennaflokki 13 ára gömul og í blöðum var talað um að það væri heimsmet. Síðan þá hefur hún unnið öll íslandsmót sem hún hefur tekið þátt í. Þegar hún var 17 ára varð hún í öðru sæti á Norðurlanda- meistaramóti, sem einnig var svæða- mót og gaf rétt tii þátttöku í milii- svæðamóti fyrir heimsmeistarakeppni. Þessi árangur gaf henni einnig alþjóð- legan meistaratitil og er hún eina ís- lenska konan sem hefur unnið þann titil. En hvað finnst Guðfríði Lilju um kvennaskák á íslandi í dag? „Ég finn fyrir miklu meiri stuðningi núna en áður. í gegnum árin hefur kvennaskák- inni alls ekki verið nógu vel sinnt hér á landi. í mörg ár fékk hún mjög tak- markaðan stuðning frá skákhreyfing- unni og það er t.d. algjör hneisa að í 16 ár hafi ekki verið send kvennasveit á Ólympíumót. Skákheimurinn er harður og því ekki von að stúlkur haldi þetta út ef þær fá enga hvatningu. íslending- ar eru mikil skákþjóð og við eigum ó- venju marga stórmeistara. Það er því öfugsnúið að konur séu ekki með og hefur vakið athygli erlendis. „Hvers vegna kemur engin kvennasveit frá ís- landi?" er alltaf spurt á Ólympíumót- um. „Fyrir 16 árum stóðu margar þjóð- ir Evrópu okkur að baki í kvennaskák en sumar eru nú komnar langt fram úr okkur, t.d. Noregur en þar var mark- visst unnið að því að efla kvennaskák með góðum árangri. Ég er þó mun vonbetri núna því mér finnst að skiln- ingur hafi aukist á mikilvægi þess að stelpur tefli til jafns á við stráka og það er sókn í skákinni hjá ungum stelpum í dag. Ungar stúlkur eiga það einfaldlega skilið að fá að kynnast skákinni, annars missa þær af ótrúlega þroskandi og skemmtilegri iðju sem getur fylgt þeim sem gefandi félagi allt lífið. En þær þurfa sterkan stuðning því það getur verið mjög erfitt sál- fræðilega að halda þetta út þar sem þær eru svo fáar og lítil hefð fyrir því að konur tefli. En við skákkonur upp- skerum ríkulega laun erfiðisins og það er sannarlega þess virði! Síðasta og núverandi stjórnir Skáksambands ís- lands hafa sýnt kvennaskákinni meiri skilning en áður og ég er því bjartsýn á framhaldið." Þegar Lilja rifjar upp að- draganda þess að kvennasveitin fór á Ólympíumótið í fyrra ljómar andlit hennar. Hún kom sjálf heim og safnaði peningum hjá fyrirtækjum og stofnun- um og stóð fyrir fjöltefli í Ráðhúsinu þar sem fimmtíu konum úr þjóðlífinu var boðið að tefla við Ólympíusveitina. Henni finnst auðvitað að stelpur eigi ekki að þurfa að safna peningum fyrir keppnum frekar en strákar, sem oft hefur þó verið raunin í íþróttafélögum. En henni var svo mikið í mun að þetta tækist að hún sér ekki eftir tímanum sem fór f það. Óiympíumót eru haldin annað hvert ár og þær stefna að því að fara aftur á næsta ári. í sveitinni eru, auk Lilju: Harpa lngólfsdóttir, sem var íslandsmeistari árið 2000, Aldís Rún Lárusdóttir og Áslaug Kristinsdóttir sem er gamalreynd skákkona og eldri en þær hinar, og nýjasta liðskonan er Anna Björg Þorgrímsdóttir. „Mér finnst mjög gaman að vera byrjuð að tefla aftur og þá skiptir sköpum sú mikla Ég lít á baráttu samkynhneigðra sem hluta af kvenfrelsisbaráttu, baráttunni fyrir því að stokka upp hefðbundnar kynhugmyndir og brjóta upp mynstur ánauðar og óréttis sem byggt hefur verið á rígbundnum hugmyndum um „eðli" kvenna og karla. hvatning sem við fengum við að fara á Ólympíumótið. Það var stórkostlegt að hitta skákkonur ails staðar að úr heim- inum, sitja í þessum stóra sal og tefla við konur frá öllum heimshornum - konur með blæjur frá Mið-Austurlönd- um, afrískar konur í þjóðbúningum o.s.frv, þá sást betur en nokkurn tím- ann að skákin er tungumál sem allir skilja. Kínverjar unnu mótið og eru einmitt gott dæmi um árangur þjóðar sem hefur lagt sérstaka áherslu á að þjálfa konur í skák. Ég vona sannarlega að okkur takist að fara aftur næsta ár og tek fullan þátt í æfingum liðsins. Það er líka mikill styrkur fyrir okkur að hafa mágkonu mína, Lenku Ptacnikovu, konu Helga bróður míns en þau eru nú búsett hér á landi. Hún er í ólympíuliði Tékklands og hefur gjörbreytt íslensku skáklandsiagi með komu sinni. Frá Tékklandi ber hún með sér annars konar skákmenningu og önnur viðhorf, t.d. til skákkvenna og -stúlkna. Hún er okkur íslensku skák- konunum fyrirmynd og við höfum margt af henni að læra. Þetta hjálpar okkur áieiðis í baráttunni." Eins og fram hefur komið varð Guð- fríður Lilja alþjóðlegur meistari 17 ára gömul. Það var árið 1989 en sama ár fór hún sem skiptinemi til Banda- ríkjanna og lagði eftir það minni á- herslu á skákina. Hún hélt sfðan áfram f MR, lauk stúdentsprófi 1992 og um haustið hélt hún aftur til Bandaríkj- annna til háskólanáms. „Dvölin í Bandaríkjunum þegar ég var 17 ára hafði mikil áhrif á mig. Þegar ég kom út fann ég að ég var uppfull af hug- myndum um Bandaríkin sem áttu ekki við nein rök að styðjast. Hér heima þykjast allir vita allt um Bandaríkin og hvernig Bandaríkjamenn eru og ég hafði smitast af því. Margt kom mér því á óvart og ég lærði mikið. Banda- rísku kennararnir hvöttu mig til að koma aftur f háskóla en ég sagði að það kæmi ekki til greina. En þegar ég var orðin stúdent fann ég að það var einmitt það sem mig langaði. Ég komst inn í Harvard háskóla og lauk þaðan BA-prófi f sagnfræði og stjórn- málafræði árið 1996. Árin fjögur í Harvard eru mér ómetanleg, þau breyttu mér og mínu lífi. Ég var mjög heppin, fékk framúrskarandi menntun undir handleiðslu frábærra kennara og kynntist yndislegum samnemendum sem urðu góðir vinir mínir. Ég get ekki sparað lýsingarorðin í þessu sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.