Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 64
Alþingisvaktin ■ umsjón: martha árnadóttir
Spjallið að þessu sinni er við þingkonuna, sjálfstæðis-
konuna og bóndann Drífu Hjartardóttur. Þó yfirstand-
andi kjörtímabil sé fysta kjörtímabil Drífu sem kjörins
þingmanns er varla hægt að segja að hún sé nýliði á
þingi. Á kjörtímabilinu 1995 til 1999 kom Drífa alls sjö
sinnum inn á þing sem varaþingmaður og tók þá sæti í
ótal nefndum - „flest öllum nema utanríkisnefnd,"
segir Drífa.
Skapið
„Það er voðalega fátt sem kemur mér í vont
skap nema helst málþóf í þinginu um
ómerkileg málefni." Drífa færst ekki til að
nefna dæmi en kemur því að að þingheim-
ur mætti tala meira um málefni barna og
fjölskyldunnar en gert er.
Þarf að bæta hag bænda
En hvað kom Drífu mest á óvart þegar hún
kom í fyrsta sinn inn á þing? „|a,"segir Drífa
„ég verð nú bara að viðurkenna að það var
hvað þingsalurinn var lítill og öll vinnu-
aðstaða þingmanna léleg þó hún hafi bat-
nað til muna síðan þá. Við buðum Drífu
ráðherraembætti og hún þurfti aðeins að
hugsa sig um áður en hún sagði: „laaá,"
frekar dræmt og að sennilega yrði land-
búnaðarráðuneytið fyrir valinu. „En ég get
ekki sagt þér hvað yrði mitt fyrsta verk þar
á bæ," segir hún og hlær innilega. „En að
öllu gamni slepptu þá myndi ég vilja sjá
hag bænda miklu betri. Það er alltof mikil
fátækt til sveita og vont að horfa upp á að
fólk á erfitt með að koma börnunum sfnum
í skóla og hefur varla til hnffs og skeiðar.
Bændur þurfa að fá mun meira fyrir afurðir
sfnar," segir Drífa.
Heima er best
Við spurðum Drffu um sumarið og fríið frá
þingstörfunum. „Ég er náttúrulega bóndi
og þegar ég er heima á Keldum þá er meira
en nóg að gera. Við erum með á þriðja
hundrað fjár og 30 mjólkandi kýr auk naut-
gripaeldis," segir Drífa með ákafa.
Dekurþjóðin
Drffa var um borð f breiðþotu á leið til
Afríku þegar hryðjuverkaárásin var gerð á
Bandaríkin. Nánar tiltekið var hún á leið til
Burkina Faso á fund alþjóðlegu þing-
mannanefndarinnar. „Burkina Faso er þrið-
ja fátækasta ríki í heimi. Þar eru Iftil sem
engin verðmæti í jörðu og landið mest
eyðimörk. En fólkið er yndislegt, snillingar
við allt handverk, svo fallegt að af ber,
hávaxið og tígulegt í hreyfingum," segir
Drífa með aðdáun í svipnum og heldur
áfram að velta fyrir sér aðstæðum íbúa
Burkina Faso. Hún kemst svo að þeirri
niðurstöðu að á íslandi búi dekurþjóð sem
allt á og lifi ótrúlega áreynslulaust.
Bíóið og bókin
f þotunni horfði Drffa á myndina
Saturdaynight Fever - „yndisleg mynd og
gaman að sjá hana aftur," segir hún.
„Ég er alltaf með nokkrar bækur á nát-
tborðinu, bæði ljóðabækur og sögubækur -
núna er ég nýbúin að lesa bók eftir loanna
Trollope, breskan rithöfund sem skrifar
mjög mannlegar bækur," segir Drífa og ein-
sog hverfur inn í söguna.
Mig hefur hannað...
„í dag, þegar þessi orð eru sögð, er ég á
leið til þingsetningar. Það ertilhlökk-
unarefni að hefja vetrarstarfið með öllu
sem því fylgir. Ég leiði hugann að deginum
í gær þegar ég var viðstödd útgáfu Ijóða-
bókar sem er gefin út í tilefni níutíu ára
afmælis Oddnýjar Kristjánsdóttur. Bókin
ber nafnið Best eru kvöldin. Lítum á eitt
ljóðanna í bókinni," sagði Drífa að lokum.
Mig hefur hannað
Mig hefur hannað þessi þjóð
í þúsund ára bjástri hér
eflt mig við að yrkja Ijóð
og að vinna það sem ber.
Þig að elska endalaust
yndislega landið mitt
vetur, sumar, vor og haust
verð ég alltaf barnið þitt.
Upplýstar á vefnum!
Við höldum áfram að skoða vefsíður þingkvenna. I þetta sinn
lítum við inn hjá Rannveigu Guðmundsdóttur samfylkingarkonu
og sjáum hvað þar er að finna.
Rannveig - falleg og hlýleg
Á forsíðunni býður Rannveig gesti velkomna á vefinn. Hún situr í stól
með hendur undir kinn og virðist afslöppuð eins og reyndum gestgjafa
sæmir. Viðmótið á forsfðunni gerir það að verkum að mann langar að
kíkja f heimsókn til Rannveigar, svo við höldum áfram inn á vefinn.
Liturinn sem blasir við er rauður og minnir óneitanlega á 18 rauðar
rósir Alþýðufiokksins, þótt flestar séu þær fölnaðar og fallnar. Rannveig
er þingmaður Reyknesinga og á vefnum er að finna fallega loftmynd úr
kjördæminu. Æviágrip þingkonunnar er á sínum stað og einnig má
finna ýmsar tengingar á aðra vefi en þær eru ef til vill ekki mjög frum-
legar eða spennandi. Rannveig hvetur fólk til að hafa samband, og láta í
sér heyra ef því liggur eitthvað á hjarta. Ósjálfrátt kemur sagan um Auði
Auðuns, fyrsta kvenráðherrann á íslandi, upp í hugann. Þessi saga segir
frá því að Auður hefði alltaf haft litla vasabók við höndina þegar hún
talaði við fólk sem leitaði til hennar í vandræðum sínum. Segir sagan
að Auður hafi nóterað erindið í vasabókina og síðan átti hún að hafa
sagt þegar hún kvaddi viðkomandi: „Núna er þetta allt saman komið inn
í litlu rauðu bókina mina og þá fer nú að rætast úr hjá
þér." Erindrekar fóru frá Auði fullir trúnaðartrausts og
sagan segir að oftar en ekki hafi ræst úr málum fólks þo
Auður hafi e.t.v. hvergi komið þar nærri. Þetta var nú sma
útúrdúr - en vefurinn hennar Rannveigar er fallegur og
hlýlegur, þar sem ímynd trausts stjórnmálamanns er tekin
framyfir nýjungagirni og glamúr.
Slóðin er www.discovery.mmedia.is/jes