Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 57

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 57
„Móðir mfn tók þátt í verkalýðsbarátt- unni í Vestmannaeyjum á fyrri hluta aldarinnar," segir Þórunn „og þegar hún var á félagsfundum fékk ég oft að fljóta með. Það má segja að ég sé uppalin á fundum." Foreldrar Þórunnar, Guðrún Jónsdóttir og Magnús lónsson, bjuggu í Vestmannaeyjum. Hann var Árnesingur að ætt en hún úr Borgarfirðinum. Þau eignuðust þrjú börn, einn dreng og tvær stúlkur, en sambúð þessa unga fólks varð ekki löng. Guðrún missti bæði mann sinn og son sama sumarið og var nú ein með telpurnar. „Sjómennirnir í Eyjum skutu saman f dálítinn sjóð handa mömmu þegar pabbi dó,"segir Þórunn. „Fyrir þá peninga gat hún keypt sér lftið hús sem hún kallaði Auðsstaði eftir æskuheimili sfnu í Borgarfirði. Óneitanlega virðist það töluverð bjart- sýni af félítilli ekkju að nefna húsið sitt Auðsstaði. En enginn sýndist hafa neitt við það að athuga enda var það fjarri móður minni að gefast upp. Hún fékk sér prjónavél og gerði sér ferð til Reykjavíkur að læra á þetta tæki. Svo prjónaði hún, og saumaði reyndar líka, fyrir almenning og hafði alltaf meira en nóg að gera. Ég man að það var árvisst áhyggjuefni okkar systranna hvort mömmu tækist að Ijúka við að sauma jólakjólana okkar fyrir hátíðina. Viðskiptavinirnir urðu að ganga fyrir. En eftir að móðir mín fór að selja prjónles fengu fleiri einstæðar konur í Eyjum sér prjónavél og báðu svo mömmu að kenna sér. Þær trúðu því að þá hlytu þær að komast af eins og hún. Og alltaf var sjálfsagt að segja öllum til sem báðu um það - ég held að móðir mfn hafi aldrei hugleitt hvort það hefði áhrif á tekjumöguleika hennar sjálfrar enda hafði hún alltaf feykinóg að gera. Guðrún á Auðsstöðum, eins og móðir mín var jafnan kölluð í Vestmanna- eyjum, átti traust fólks. Hún var starf- andi í verkakvennafélaginu þó hún væri ekki verkakona sjálf, oftast ritari því hún hafði mjög fallega rithönd. Hún var líka oft fundarstjóri og vann þessi trúnaðar- störf vel, eins og allt sem hún gerði. Um skeið var hún í barnaverndarnefnd. Ég var nánast smákrakki þegar ég vissi allt um fundarsköp og síðan hefur mér alltaf fundist ótækt að heyra fundum illa stjórnað. Er hún ekki dáin ennþá? Annars settu veikindi og sjúkrahús mikinn svip á bernsku mína. Ég fékk barnaveikina um leið og bróðir minn sem dó úr veikinni, og það munaði víst ekki miklu að ég yrði honum samferða. Páll Kolka, sem þá var læknir í Vest- mannaeyjum, skar mig barkaskurð og mun hafa bjargað lífi mínu. En skurður- inn heppnaðist samt eitthvað ekki eins vel og hann átti að gera og læknirinn sendi mig til Reykjavíkur sjóleiðis, auðvitað margra klukkutíma ferð. Með opinn skurðinn og pípuna í, sem átti svo að hreinsa öðru hvoru. Mamma fór með mig og má furðulegt heita að þetta ferðalag skyldi lánast. En það gerði það sem sagt og mér þatnaði. Ég var samt mikið veik og var með annan fótinn á sjúkrahúsum næstu ár. Einu sinni heyrði ég að starfstúlkurnar voru að tala um mig frammi á gangi sjúkrahússins í Eyjum og segir þá ein þeirra: „Er hún ekki dáin ennþá?" Ég hugsaði með barnslegri hneykslun: Vita þær ekki að mér er að batna?" Henni hefur ekki verið fisjað saman, þessari Eyjastelpu. Og Þórunn helduráfram: „Eitt sumarið var mér komið til hressingardvalar á heilsuhæli sem þá varað Reykjum í Ölfusi. Þar var gott að vera og þetta sumar varð mér lærdómsríkt. Það var eins og þarna hefði valist saman skarp- greint hugsjónafólk. Meðal sjúklinganna á Reykjum voru þau Hlín Ingólfsdóttir og Árni Einarsson. Þau urðu seinna hjón og í forystu um stofnun SÍBS og byggingu Reykjalundar. Gils Guðmundsson rithöfundur var þama einnig, hann var bókavörður á stof- nuninni. Og þarna kynntist ég verkalýðsleiðtoganum og andófsman- ninum Jóni Rafnssyni. Hann kom að Reykjum í heimsókn til einhvers vinafólks síns, en það var ekki viðlátið. Hann fór þá að spjalla við mig, ungling- inn, spurði meðal annars hvað ég væri að lesa. - Leyndardóma Parísarborgar, sagði ég eins og satt var, en sú bók var vinsæl spennusaga, nýlega út komin. Þetta leist lóni ekkert á. - Þú ættir að lesa Sölku Völku, sagði hann. Líklega hef ég tekið eitthvað dræmt undir ábendinguna því |ón rakti fyrir mérallan söguþráðinn í þessu mikla verki, nánast lék Sölku Völku fyrir mig þarna á stof- unni. Og sannarlega hreifst ég. Nýr kafli hófst í lífi mínu með þessari sérkenni- legu bókmenntakynningu eldhugans jóns. Ef til vill hef ég þá farið að gera mér grein fyrir því hvað var léttvægt og hvað var mikilvægt. Þegar ég var tólf ára fluttumst við mæðgurnar til Reykjavíkur. Móðir mín hætti þá félagsmálastörfum. Borga varð marga mónuði fyrir- fram fil að komast inn í íbúð og síðan voru ekki mánaðargreiðslur eins og nú heldur varð að greiða út aftur langt fram í tímann. En ég byrjaði aftur á móti af lífi og sál að vinna fyrir þær hugsjónir sem síðan hafa fylgt mér gegnum lífið. Ég var aðeins þrettán ára þegar ég gekk í félag ungra kommúnista, varð að fá undan- þágu vegna þess hve ung ég var. Við héldum fundi okkar í gamla KR húsinu sem stóð þar sem nú er ráðhúsið. Ég á margar góðar minningar frá þessum árum." Þórunn virðist hverfa aftur í tfmann um stund. Svo heldur hún áfram: „Mamma vildi nú að ég lærði eitthvað nytsamt svo ég gæti nokkurn veginn séð fyrir mér. Og það varð úr að ég byrjaði f saumanámi hjá Herdísi frænku minni en hún rak saumastofu. Þarna var gott að vera, góður félags- skapur en nokkuð oft þurfti ég að fá frí til að vinna sjálfboðavinnu fyrir flokkinn minn. Þetta ár var sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og kommúnista f Reykjavík og mikil vinna og áhugi hjá okkur ungum vinstrimönnum í kringum það. Og svo fór að ég var aðeins þennan eina vetur f saumanáminu. Reykholtsskóli var þá virtur unglingaskóli og þangað tókst mér að komast. Aftur urðu kafla- skil hjá mér. Ekki bara að mér félli skól- inn vel heldur náði ég betri heilsu í Reykholti en ég hafði haft mörg undan- farin ár. í skólanum var gufubað og aðs- taða öll með ágætum. Ég á Reykholts- skóla mikið að þakka. Á þessum árum var algengt að nemendur færu beint úr Reykholtsskóla upp í Kennaraskólann og þá leið fór ég - óskaði eftir inntökuprófi í Kennaraskólann eftireinn vetur í Reykholti. Þetta gekk nú allt vel en menntabraut mín endaði samt í bili eftir einn vetur f Kennaraskólanum þvf nú varð ég ástfangin og fyrr en varði var ég orðin húsmóðir með börn og bú." Húsnæðisbasl á stríðsárunum og braggalíf Þórunn gerir hlé á máli sínu og ég spyr hana ekki hvort hún hafi saknað skólans enda fer hún nú að segja mér frá lífs- baráttu ungs fólks í Reykjavík fyrir og í kringum seinni heimstyrjöldina. „Þetta var í ráðherratíð Eysteins lónssonar og hinnar frægu haftastefnu Framsóknar- flokksins. Heimskreppan var í algleym- ingi. Varla hægt að fá neitt til neins, venjulegar nauðsynjavörur urðu gulls ígildi. Svo kom stríðið ofan á haftastefn- una, siglingar urðu slitróttar og bygg- ingarefni illfáanlegt, stundum var það Eitt af því sem mér er ógleymanlegt frá Peking ráðstefnunni var fundur ísraelskra og palestínskra kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.