Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 24
Mynd: Gréta Skoðum til dæmis hvað gerist á nektarstöðunum. Hluti af því sem nektardansarar þurfa að gera, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, er hin svokallaði kjöltudans. Meðan á kjöltudansi stendur er algengt að menn stingi fingri upp í leggöng eða endaþarm stúlknanna. Eða þá að konurnar eiga að þrýsta sér upp að karlinum og nudda sér upp við lim hans. Ég vil því skilgreina það sem vændi þegar konan verður að snerta karlinn eða láta hann snerta sig hvernig sem honum lystir, jafnvel þótt karlinn sé fullklæddur og konan sé í ein- hverjum spjörum líka. Jafnvel þar sem konur dansa fyrir framan hóp af körlum, þar sem þær koma upp að borðum og dansa og karlinn stingur fingri inn undir nærbux- urnar hjá þeim, eða hvar sem þeim sýnist. Hér er deilt um skil- greiningar er þetta vændi eða eitt- hvað allt annað? Það að draga mörkin við samræði af einhverju tagi er afneitun á því að allt hitt sé líka kyn- ferðisleg misnotkun á konum. Eitt af því sem hefur verið að gerast hér á íslandi er einhverskonar almenn kynlífsvæðing í samfélaginu. Er það eitthvað sem þið eruð að sjá út um allan heim eða er þetta séríslenskt fyrirbæri? iðnaðinn í löndum eins og Víetnam, Tailandi og á Filippseyjum. Eftir að herinn hvarf á brott eða minnkaði umsvif sín tóku viðskiptajöfrar við sem bæði umbera og styðja kynlífstengda ferðaþjónustu. Hvað er til ráða? Eins og ég sagði þá held ég að lögleiðing vændis og kynlífsþjónustu sé ekki lausnin. Slíkt er ákveðin yfirlýs- ing sem ýtir undir þær hugmyndir að það sé allt í lagi að gera kvenlíkamann að markaðsvöru. Eitt af því jákvæða sem við höfum verið að horfa til eru þessi nýju lög sem voru sett í Svíþjóð 1999. Þau eru meðal annars yfirlýsing um það að vændi standi í veginum fyrir því að jafnrétti kynjanna nái fram að ganga. Við þurfum að skoða sérstaklega hlutverk "neytandans", hlutverk þeirra karla sem kaupa kynlífsþjónustu, og við verðum að krefjast þess af löggjafanum að gerðar verði lagalegar ráðstafanir gegn körlum sem kaupa vændi. Því hér gilda lögmál markaðarins, þú getur ekki boðið upp á þjónustu nema að eftirspurn sé eftir henni. Það að vera milliliður í kynlífs- þjónustu eiga að sjálfsögðu aldrei að geta orðið virt og viðurkennd viðskipti. En fólk er tregt til þess að taka á kaup- endum vændis, það eru eigin- mennirnir, bræðurnir, feðurnir, synirnir. Þeir einfaldlega standa konum, og að sjálfsögðu körlum líka, of nærri. Við verðum stöðugt vitni að því á alþjóð- legum ráðstefnum að jafnvel mennirnir frá mannrétt- indasamtökunum, eiga ekki í neinum vandræðum með að sækja vændishús. Þeir bera ekki kennsl á mannrétt- indabrot nema það séu pyntingar skipulagðar af ríkinu. Þeir sjá ekki hvernig konur eru neyddar, þvingaðar og tældar út í vændi. Hvað um þá röksemd að sumar konur fari út í vændi af fúsum og frjálsum vilja? Við verðum stöðugt vitni að því á alþjóðlegum ráðstefnum að jafnvel mennirnir frá mannrétt- indasamtökunum, eiga ekki í neinum vandræðum með að sækja vændishús. Almenn kynlífsvæðing samfélagsins og menningarinnar á öllum sviðum er mjög gott hugtak sem lýsir ástand- inu vel. Kynlíf og kynlífstengt efni er notað til að selja nánast hvað sem er. En það er ekki bara kynlíf heldur kvenlíkamar, og í auknum mæli líkamar barna, sem eru notaðir. Konurnar í auglýsingunum eru nefnilega stöðugt að yngjast. Svo er það auðvitað klámiðnað- urinn og netið. Stærsti efnisflokkurinn á netinu í dag er kynferðislegt efni. Þar sérðu allskonar kynlífsauglýs- ingar en þú sérð líka karlmenn skiptast á handhægum upplýsingum um það hvert sé best að fara til að "fá drátt". Hvaða klúbba sé best að sækja, hvar megi fá bestu eða ódýrustu kynlífsþjónustuna og hvaða hótel eða flugfélög taki þátt í kynlífsiðnaðinum. Bandaríkin bera ábyrgð á því að hafa skapað kynlífsiðnaðinn víða í heiminum. Þau svæði sem áðurvoru bandarískar her- stöðvareru núna mekka kynlífstengdrar ferðaþjónustu. Bandaríski herinn bókstaflega byggði upp kynlífs- Það er alveg rétt. En það er munur á því að segja að sumar konur stundi vændi af fúsum og frjálsum vilja og því að ríkið eigi þar með að lögleiða það. Við erum á móti því að konunum sé refsað en við viljum ekki þar með styðja kerfi vændis- og kynlífsþjónustu. Ríkið á ekki að græða á vændi. Við vitum að sumar konur stunda vændi vegna þess að þær þurfa á því að halda eða velja það jafnvel. En það er fáránleg röksemda- færsla. Fullt af fólki tekur mjög hættuleg eiturlyf, heróín o.þ.h. en á ríkið að lögleiða heróín vegna þess að fólk tekur það af fúsum og frjálsum vilja? Eða í þrið- jaheimslöndum þar sem algengt er að fólk selji innyfli og líkamsparta vegna þess að það er fátækt og þarf á peningum að halda. Þýðir það að ríkið eigi að lögleiða kaup og sölu á líffærum? Val einstaklings er einmitt það, val einstaklings. En það á ekki að nota það sem röksemd til að lögleiða vændi. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.