Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 70

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 70
Frásögn um margbodad jafnrétti Bára Magnúsdóttir Þarf húsmóðir að geta talað? I öðru tölublaði VERU1984 voru birtir hæstaréttardómar sem þóttu tíðindum sæta vegna viðhorfa til kvenna sem þar birtust. Hér er annar þeirra. : « mjttffisjrjiu Kona nokkur lenti í bflslysi og varð fyrir tölu- verðum meiðslum. Náði hún sér eftir þau að hluta en að hluta ekki, þvf að mati lækna var um að ræða varanlega örorku sem nam 5%, eða eins og segir í greinargerð: „Byggist varanleg örorka á raddbreytingu sem veldur henni stöðugum óþægindum." Höfðað var skaðabótamál á hendur bíl- stjóranum sem slysinu olli og tryggingarfélagi hans og féll dómur, konunni í hag, sem síðan var áfrýjað til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurð bæjarþings. Lögmaður stefndu hafði m.a. þetta að segja til stuðnings því að um engar bætur skyldi vera að ræða: „Mat á örorku hljóti að verða að byggjast á mati á því hvað starfsorka hafi skerst eða hvort meiðsli séu fallin til þess að skerða starfsorku. Þess vegna sé víst að hér sé ekki um neina örorku að ræða í réttum skilningi Herjum á karla með kossum orðsins, þar sem starfsorka stefnanda |konu- nnar| hafi í engu skerst, né heldur sé þreytan í hálsi stefnanda til þess fallin að skerða starfs- orku hennar. Stefnandi sé húsmóðir á litlu heimili og hæfni hennartil húsmóðurstarfa tengist á engan hátt rödd hennar. Færa megi rök fyrir hinu gagnstæða, að þá gangi slík störf best, þegar húsmóðir tali fæst." í niðurstöðu dómsins eru þessi rök þó hrakin á svofelldan hátt: „Ekki verður fallist á það að stefnandi geti sjálf haldið óþægindum af slysinu í skefjum með því að tala minna og að þá gangi húsmóður- störfin einnig best. Beiting raddarinnar er slíkt grundvallaratriði í húsmóðurstörfum, að fall- ast ber á mat læknis að stefnandi hafi hlotið varanlega örorku vegna þessara óþæginda, en um tímabundna örorku erekki deilt." I okfóber 1994 skrifaði Kolfinna Baldvinsdóttir í VERU um gildi jafnréttis- laganna sem sett voru 1976 fyrir kvennabaróttuna. Hér birtast nokkur brot úr grein hennar en tifillinn vísar til niðurlagsorða hennar, að kannski sé ó þann hótt hægt að vekja þó af þyrnirósarsvefninum. HERJUM Á KARLA MEÐ KOSSUM þvi jafnrcttislögin eru ckki „pappirsins viröi" „Frá því að lögin voru fyrst sett hefur inntak þeirra lítið breyst, þó þau hafi verið endur- skoðuð tvisvar sinnum. Það var ekki fyrr en í seinni endurskoðuninni, árið 1991, sem það var tekið fram að lögin væru sett til verndar konum. Fram að þeim tfma voru þau hlutlaus með tiliiti til kynja. Það þótti þó ójafnrétti að gera öðru kyn- inu hærra undir höfði í sjálfum lögunum, þó það lægi í augum uppi að lögin hefðu aldrei verið sett ef þessi annar helmingur mannkyns væri meðhöndlaður betur en viljalaus verk- færi. Þá þótti einnig ástæða til að taka það fram að það teldist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar eða barnsburðar. (...) lákvæð mismunun er bannorð, ég veit það, en það er einmitt hún sem hefur framfleytt kyn- systrum okkar í nágrannalöndunum og því ekki okkur? f jafnréttislögunum frá 1991 var gefin heimild til þess að veita konum tíma- bundinn forgang en hún hefuraldrei verið nýtt. Flestir fussa og sveia er talið berst að þessari vitleysu. Ójafnrétti í sjálfum jafnréttis- lögunum? Þeir segja að það sé ekki til að efla sjálfsvitund kvenna ef þeim er veitt vinna ein- ungis á þeim forsendum að þær séu kvenkyns. En hefur einhver bent á að það sé ekki til eflingar sjálfsvitundar kvenna að vera neitað um vinnu fyrir það eitt að vera kvenkyns? Stjórnvöld hafa tekið að sér að koma á jafn- rétti, að brjóta niður hefðbundna hlutverka- skiptingu og fljótlegasta aðgerðin til þess er að lögbinda jákvæða mismunun. Það getur enginn sagt að það feli í sér óréttlæti að veita konu frekar en karli starf, ef bæði eru búin sömu hæfileikum og menntun. Er það réttlæti að neita konum um starf, vegna hefðbundins hugarfars sem þjóðfélagið er hlekkjað í og er konum fjötur um fót? Slík aðgerð gæti frekar kallast leiðrétting. |...| Þó að íslendingar hafi fyrstir allra fengið sín jafnréttislög, hefðum við getað verið enn fyrri til. Árið 1948 lagði Hannibal Valdimarsson fram frumvarp um réttindi kvenna. Hann var maður á undan sinni samtíð, það er jafnvel óskiljanlegt hvað olli framúrstefnu hans. Á þessum tíma var ekki talið að ójafnrétti væri til staðar, nema þar sem tölulegar staðreyndir töluðu óhrekjandi máli, á launaseðlinum. Frumvarp hans spannaði m.a.s. víðara svið en núgildandi lög. Hann vildi að konur nytu algers jafnréttis á við karla innan vébanda fjölskyldulífsins og að gera þyrfti ráðstafanir til að auðvelda konunni sem móður þátttöku í atvinnulífinu." |...| 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.