Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 21
‘MenníngarfcuncCící ofCeCcfí Líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sýnilegt ofbeldi, sem kemur fram í marblettum og öðrum áverkum, en það er aðeins lítill hluti þess ofbeldis sem konur eru í raun beittar. Þetta sýnilega ofbeldi styðst við menn- ingarbundið ofbeldi sem alls staðar birtist og sýnir konur sem ekki eru mikils virði. Kerfisbundið ofbeldi er svo það sem kallast misréttið í samfélaginu, það að konur eiga ekki jafna möguleika og karlar á að komast áfram o.s.frv. "Ég legg mikla áherslu á að við horfum á málin í samhengi en ein- blínum ekki á að eitt sé orsök og annað afleiðing. Við þurfum að sjá þetta í flæði sem heyrir saman. Það er ekki hægt að skilja að ofbeldi sé svona algengt gagnvart konum nema að hugsa um í hvers konar samfélagi við lifum, hver er menning okkar og menningararfur. Hvernig hugsum við um karla og konur, hlutverk þeirra, eðli og eiginleika. Grunnurinn að ofbeldinu er svo breiður, ræturnar svo djúpar. Það of- beldi sem við sjáum er aðeins toppurinn á ísjakanum og það sem er raunverulega skilgreint sem ofbeldi er enn minna. Um þá ákvörðun Heimsráðs kirkna að helga einn áratug því að vinna bug á ofbeldi ("to overcome" á ensku) segir Sólveig Anna: "Ákvörðunin var tekin á ráðstefnu í Harare í Zimbabwe sem haldin var við lok áratugarins Kirkjan styður konur, frá 1988 til 1998, en afrakstur þess áratugar hér á landi var m.a. stofnun Kvennakirkjunnar. í Harare kom fram að ofbeldi karla gegn konum sé vandamál sem konur eiga við að stríða um allan heim og sé svo útbreitt og afleiðingar þess svo alvarlegar að vinna verði markvisst gegn því. Þetta er auðvitað merkileg ákvörðun og sýnir hvað konurnar eru sterkar sem vinna við kvennastarf Lúterska heimssam- bandsins og Heimsráðs kirkna, en í þvf eiga öll aðildar- lönd fulltrúa. Ég vona að framkvæmd þessa áratugar muni takast og hafa sem víðtækust áhrif út í samfélagið. f drögum að skjali um aðgerðir kemur fram að ekki er verið að tala um ofbeldi f þröngri merkingu, heldur er þar viðurkennt að ofbeldið liggi í þeirri kvenfyrirlitningu sem á rætur djúpt í menningu okkar og trúarbrögðum og kemur fram í ýmsum myndum, m.a. í klámi, kynlífstúrisma og mansali." Að lokum nefnir Sólveig Anna undirbúning að rannsókn á ofbeldi gegn konum hér á landi sem hún vinnur að með fólki sem tengist Rannsóknastofu í kvennafræðum. í þeirri rannsókn langar þau að komast í samband við börn kvenna sem hafa leitað til Kvennaathvarfsins og kanna áhrif ofbeldis á heimilinu á börnin. 8. nóvember n.k. verður hún svo með fyrirlestur f Málstofu guðfræði- deildar sem nefnist Til móts við nýja kynlífssiðfræði. Það má því með sanni segja að Sólveig Anna Bóasdóttir sitji ekki auðum höndum. Hún notar tækifærin vel til að koma þekkingu sinni á framfæri. Áratugur kirkjunnar gegn ofbeldi viðurkennir að ofbeldið liggi í þeirri kvenfyrirlitningu sem á rætur djúpt í menningu okkar og trúarbrögðum og kemur fram í ýmsum myndum, m.a. í klámi, kynlífstúrisma og mansali. Vœndi er ofbeldi gegn konum Ályktun frá ráðstefnu Norrænna kvenna gegn ofbeldi Norrænar konur gegn ofbeldi líta á vændi sem ofbeldi gegn konum. Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur haft styrk til þess að beina sjónum frá þolendum ofbeldisins að ofbeldismönnunum með því að hafa árið 1999 gert kaup á kynlífsþjónustu ólögleg. Um 80% af sænsku þjóðinni styðja þessi lög. Þrátt fyrir sam- norræn viðhorf löggjafa um jafnrétti fer fjöldi vændiskvenna vaxandi. Þar að auki eru fleiri út- lendar konur og unglingar seld til réttindalauss Iffs á Norðurlöndunum til að þjóna auknum fjölda kynlífskaupenda. Öll Norðurlöndin hafa lög sem hægt hefði verið að beita til þess að hindra vöxt og viðgang kynlífsiðnaðar og vændis í löndum okkar. Lögin eru almennt ekki notuð. Norrænar konur gegn ofbeldi líta svo á að kom- inn sé tími til þess að Norðurlöndin öll fari að dæmi Svía. Með því að gera kaup á kynlífsþjón- ustu ólögleg er áherslan flutt frá þeim sem fyrir ofbeldinu verða og yfir á ofbeldismennina. Þar með viðurkenna ríkisstjórnir, löggjafarvald og fé- lagsþjónusta ofbeldið gegn konum og hafna þvf að líkamar barna og kvenna séu til sölu □ NctscaperW iii Wlfe beater (noun) 1. tank-style underwear shirts. Origin: based on the stereotype that physically abusive husbands wear that particular style of undershirt. "WIFE BEATER" STÝLEA only $20.00 Jm fllfil llofft fof rin 'WIFE BEATER" STYLEB only $20.00 ■■arvEieBai Menn sem berja konur sínar Þessi mynd er á heimasíðunni www.wife-beaters.com (menn sem berja eiginkonur). Þar er hægt að panta boli með áletruninni undir dunandi söng hljómsveitarinnar Prodigy sem syngur lagið 'Smack my bitch up’. Bolirnir eru til í ýmsum stærðum og gerðum, jafnvel fyrir ungabörn og má sjá mynd af einu slíku í bol. Sérstakur afsláttur er veittur þeim sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi. Á síðunni er getið um úrvals- flokk lemjara með myndum af mönnum eins og Ike Turner, O.J. Simp- son, Mike Tyson, Riddick Bowe (Big Daddy), Rick lames, lames Brown, )ohn Wayne Bobbit, Tommy Lee og Sasha Mitchelle. Grfn.... eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.