Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 30

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 30
Leila bosnísk stúlfca fietjusaga konu sem lifði af fielvíti á jörð Flest viljum við ekki vita af því sem gerð- ist í Bosníustríðinu árin 1992 til 1996. Staðreyndirnar eru svo skelfilegar og nú er stríðið búið. En þau sem vilja setja sig í spor þeirra kvenna sem þurftu að upplifa mesta helvíti sem hægt er að hugsa sér og fá að vita fivernig þær komust í gegnum það, ættu að lesa bókina Leilu sem For- lagið gefur út i fjarskalega góðri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. í sögu Leilu fáum við að kynnast mestu mannvonsku sem hægt er að hugsa sér þegar hermenn mana hvern annan upp í að misþyrma konum kynferðislega og nota eigin getnaðarlim sem það skaðlega vopn sem konur hafa engar varnir gegn. Það er varla hægt að hugsa sér sterkari birtingarmynd hins varnarlausa gagnvart þeim sem valdið hefur heldur en konurnar sem hrúgað var saman í nauðgunarbúðir þar sem mannleg niðurlæging átti sér engin takmörk. En í lífi Leilu eru líka karlmenn sem sýna á sér góðar hliðar, næstum andstæðuna við grimmd hinna. Samt eru þeir líka serbneskir hermenn en þeir ákveða að halda hlífiskildi yfir þessari grönnu, múslimsku stúlku og hlú að henni sem best þeir geta. Örlagasaga Leilu er saga þúsunda fórnarlamba stríðsins í fyrrum lúgóslavíu, óskaplega dýrmæt heimild um svartasta blett í sögu Evrópu síðustu áratuga. Það er ótrúlegt hvað höfundurinn, þýska blaðakonan Alexandra Cavelius, nær góðu sambandi við Leilu og hvað Leilu tekst vel að lýsa þeim sálrænu þjáningum sem hún gekk í gegnum. Bókin er þannig mjög merkileg heim- ild um áhrif sálrænna áfalla á tilfinningalíf manneskj- unnar. Spenna strfðstfmans verður líka einstaklega lif- andi með því að brotum úr dagbók móður Leilu er fléttað inn í frásögnina. Þessi bók er nauðsynleg lesn- ing fyrir allar manneskjur sem vilja fá innsýn í þann viðbjóð sem stríð getur leitt af sér. Sú vitneskja hlýtur að gera okkur að meiri friðarsinnum og andstæðing- um stríðsátaka hvar sem er í heiminum. EÞ Fleiri bœkur um konur og alkóhólisma í þemaefni síðasta blaðs um konur og alkó- hólisma var farið rangt með nafn Sölvínu Konráðs og hún sögð Konráðsdóttir. Er hér með beðist velvirðingar á því og einnig birtur bókalisti frá Sölvínu um konur og alkóhól- isma. Fíkniefni og forvarnir Handbók fyrir heimili og skóla. Ritstj. Árni Einarsson og Guðni R. Björnsson. (2000 Fræðslumiðstöð í fíknivörnum). Turnabout |ean Kirkpatrick. (1990 (4th.ed) Library of Congress Cataloging-in-Publication Data). Goodbye Hangovers Hello Life lean Kirkpatrick. (1986 Library of Cataloging-in-Publication Data). On the Road to Self Recovery |ean Kirkpatrick. (1990 Women for Sobriety). My Daughter's Life and Death Struggle with Alcoholism Georg McGovern. Terry. (1997 A Plume Book). A Biography of Mrs. Marty Mann Sally & David Brown. (2000 Hazelden). Rational Recovery - The New Cure for Subtance Addiction Trimpey. (1996 A Pocket Books). When Bad Things Happen to Good People Kushner. (1981 Avon Books). Alcohol and the Addictive Brain Blum (1991 The Free Press). A Woman's Way through the Twelve Steps Stephanie S. Covington. (1994 Hazelden). Recovery: A Guide for Children of Alcoholics Gravitz & Bowden. (1985 Fireside Pub. Books). Children of the Healer - The Story of Dr. Bob's Kids Windows. (1992 Parkside Pub. Corporation). 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.