Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 63

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 63
Sem stigamaður varð Phoolan Devi hetja milljóna Indverja af lægstu stéttum. Með rauðan klút og riffil ó bakinu var hún tákn stéttabaráttu og óréttlætis gegn konum. Ótrúlegt lífshlaup Phoolan Devi, sem fæddist inn í fjölskyldu af lægst settu stétt í Uttar Pradesh, var seld f hjónaband ell- efu ára gömul. Hún flúði ofbeldisfullan eiginmann- inn og sneri heim í þorpið. Tvítug að aldri gekk hún til liðs við útlagahóp og hrelldu þau Madhya Pradesh f fjögur ár. Ástmaður hennar var drepinn af hástéttarmönnum frá þorpinu Behmai sem rændu henni, höfðu f haldi f þrjár vikur og nauðguðu henni margoft. Hún náði að flýja frá þeim, stofnaði eigin þófaflokk og einu og hálfu ári síðar, f feþrúar 1981, sneri hún aftur í þorpið og drap, eða lét drepa 22 menn. Sjálf vildi hún aldrei viðurkenna að hún hefði myrt nokkurn mann. Sem stigamaður varð Phoolan Devi hetja milljóna Indverja af lægstu stéttum. Með rauðan klút og riffil á bakinu var hún tákn stéttabar- áttu og óréttlætis gegn konum. 'Saga hennar var saga uppreisnar og vel heppnaðrar andspyrnu gegn kúgun og arðráni', sagði forseti Indlands, KR Nara- yanan, sem sjálfur er af lægstu stétt. Hún stóð gegn fordómunum sem samfélagið notar gegn konum; fá- tæktinni og útskúfuninni. Hún reis úr öskustónni til þings á eigin verðleikum. Morðið var heigulslegur skepnuskapur', bætti hann við. Phoolan Devi gaf sig fram við yfirvöld 1983 og sat í fangelsi í ellefu ár en þá var hún náðuð. Devi gekk þá í Samajwadi (sósf- alista) stjórnmálaflokk sem hefur talsverð ítök í norður Indlandi. Hún var kosin á þing 1996. Phoolan Devi sat f neðri deild indverska þingsins, Lok Sabha. Kjör hennar til þingmennsku var umdeilt, bæði vegna fortfðar hennar og þess að hún var hvorki læs né skrifandi. Ýmsar kenningar á lofti Samajwadi flokkurinn segir að morðið sé pólitískt samsæri og bendir á að öryggisvarsla um Devi hefði nýlega verið skorin niður og það hefði gefið morð- ingjunum færi á henni. Flokkurinn er stærstur í stjórnarandstöðu f Uttar Pradesh þar sem hinn ráð- andi Hindúa flokkur sér fram á erfiðar kosningar. Grunur leikur á að Phoolan Devi hafi ætlað að yfir- gefa flokkinn eða hann viljað losna við hana til að hreinsa fmynd sfna. Sá kvittur hefur komist á kreik að meðlimir fjölskyldu hennar hefðu ástæðu til að vilja hana feiga. Umed Singh, eiginmaðurinn eftirlif- andi, á að hafa viljað skilnað. Devi efnaðist mjög á ævisögu sinni og kvikmyndaréttinum að 'Ræningja- drottningunni'. Ekki er ljóst hvort hún var löglega skilin við fyrsta eiginmann sinn af þremur og því erfðamálin nokkuð flókin. Aðrar halda þvf fram að fortíð Phoolan Devi hafi orðið henni að fjörtjóni og að ættingjar karlanna sem hún drap hafi komið fram hefndum. Maður í haldi lögreglu fyrir morðið Sher Singh Rana, háskólastúdent, hefur játað að hafa skotið Devi til bana. Hann segist hafa drepið hana sem hefnd fyrir morðið á þeim 22 mönnum sem hún hefur verið ásökuð um að hafa drepið fyrir tveimur áratugum. Með því að drepa Phoolan Devi segist hann einnig hafa vonast til að ná fótfestu í pólitísku landslagi heimahéraðs síns. Hann segist hafa, ásamt Ravinder atvinnulausum frænda sínum, skotið sex kúlum í lfkama Phoolan. Hinsvegar hefur Rana orðið margsaga um flest atriði og voru nokkrir menn handteknir taldir hafa tekið þátt f undirbún- ingi og framkvæmd ódæðisins. Sher Singh Rana bíður dóms. Kvikmyndin Phoolan Devi líkaði ekki við þá mynd sem 'Ræn- ingjadrottningin' gaf af henni og sagðist ekki kæra sig um að fólk áliti að hún hefði alltaf verið hálf- grenjandi. Henni tókst að láta banna sýningar á myndinni í Indlandi. Myndin fæst á myndbandaleig- um en er ekki fyrir viðkvæmar (nauðganir og dráp). Ræningjadrottningin (Bandit Queen) Gerð 1994 Leikstjóri: Shekhar Kapur Tónlist: Nusrat Fateh Ali Khan Aðalhlutverk: Seema Biswas og Nirmal Pandey Heimildir: timesofindia.com mbl.is giiardian.co.uk panindia.com tfieatlantic.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.