Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 11

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 11
Kvennamennmg á Hróarskeldu? » Hljómsveitirnar, mannfjöldinn og notalega andrúmsloftið á þessum ofboðslega þéttbýla tún- bletti - í eina viku á ári heimsækja Danir draumana sína og bjóða okkur hinum með. Alltumlykjandi er þessi mikla væntumþykja og tillitsemi fyrir náunganum, allt að því stressandi afslappelse og sú hugsun að taka ekki meira en fólk þarf, hvort sem það er í sturtunni, á tjaldstæðinu eða í þvögunni fyrir framan sviðið. Lýsingin hér að ofan á kannski ekki við um alla hátíðargestina, en velflest þeirra þó. Alltaf eru nokkur dæmi um þjófnað og slagsmál, en sárast var þó að heyra um þær þrjár nauðganir sem tilkynntar voru í ár'. Ég verð alltaf jafn undrandi á framkomu fólks fyrstu tvo dagana eða svo eftir að búið er að stinga niður tjaldinu. Fólk er svo nota- legt eitthvað, tilbúið að hjálpa til þegar eitthvað bjátar á og hikar ekki við að bjóða ókunnugum það sem er afgangs og fólk sér ekki frarn á að þurfa að nota. Nokkrir lesendur eru eflaust farin að hugsa eitthvað á þessa leið: „Er það ekki bara allt hassið?” Jú, ef- laust á kannabisnotkun sinn þátt í þessari stemningu, en fleira held ég að komi til. Sveitarómantíkin Fyrst ber að neíha að langflest þeirra sem að hátíðinni koma starfa í sjálfboðavinnu, það eina sem þau fá í staðinn er aðgöngumiðinn. Stór hluti vinnur við gæslu og er ekki laust við að gestir fái á tilfinninguna að þessar „mömmur” í appelsínugulu vestunum séu að „passa” okkur hin og sjá til þess að við eigum sem ánægjulegasta hátíð. Á þessu stóra „heimili” er afskaplega mikið af fallegum hlutum og er sérstaklega mikið lagt upp úr að finna nýstárlegar leiðir við að innrétta. Miðlungsstór mannvirki þar sem hægt er að fá sér sæti og dreypa á öli eða borða nestið sitt, jafnvel leggja sig á milli stríða, eru vítt og breitt um tónleikasvæðið og þetta árið fannst mér takast sérlega vel til við smíðina. Fólk virðist ekkert vera að flýta sér þótt margt sé að gerast sam- tímis á þeirn sex sviðum sem notuð eru undir tónleikahaldið. Þegar svo rignir dembist yfir rnann sveitarómantíkin við að sjá bomsur, stígvél og regnstakka arka yfir drullumallið sem áður var fallegur, grænn túnblettur - þó ekki endilega fallegri en leðjan, bara öðruvísi. Allur ágóði af hátíðinni er gefinn til góðgerðamála og í þetta sinn verður féð notað í heilsugæslu á þeim svæðum í Israel og Palestínu þar sem múrinn umdeildi hefur gert það að verkum að fólk á sums staðar ekki möguleika á læknisþjónustu. Múrinn virð- ist nefnilega hafa verið reistur án tillits til þess hvort hann loki á aðgengi fólks að sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Kvennamenning þrátt fyrir kvennafæð Margt af því sem fyrir augu ber á Hróarskeldu virðist falla ágæt- lega inn í það sem stundum er kallað kvennamenning, menningar- arfur kvenna frá formæðrum sínum. En samt virðast konurnar í minnihluta á flestum sviðum á Hróarskeldu. Af þeim stóra hópi vera/4. tbl. / 2003 / 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.