Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 13

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 13
/ KYNNING STÍLL í nýju húsnæði » Kvenfataverslunin STÍLL hefur öðlast fastan sess í hugum margra kvenna sem hafa fundið þar föt sem hæfa þeirra stíl. Eigandi verslunarinnar, Guðný Kristín Erlingsdóttir vill reka verslun sína við Laugaveginn því henni finnst það svæði hafa annan og meiri sjarma en stórar verslunarmiðstöðvar. Verslunin STÍLL flutti nýlega í nýtt húsnæði að Laugavegi 58, þar sem verslunin Drangey var til húsa um árabil. ST(LL er tæplega 20 ára gömul kvenfataverslun en Guðný eignaðist hana árið 2000. Hún hafði þá kynnst verslunarrekstri vel sem fjármálastjóri. „Eftir að ég lauk námi í viðskiptafræðum við Hí 1988 hef ég unnið sem fjármálastjóri ( fyrirtækjum tengdum verslunarrekstri. Mér fannst ég því þekkja þennan heim vel þegar ég ákvað að hella mér út í eigin rekstur," segir Guðný og bætir við að Laugavegurinn hafi lengi verið sinn starfsvettvangur og þar vilji hún áfram starfa. „Það er mikið af góðum kvenfataverslunum við Laugaveginn og þær styðja hver aðra. Borgaryfirvöld mættu hins vegar sýna verslunarrekstri í miðbænum meiri stuðning. Það er svo mikilvægt að hér sé blómleg verslun. Þetta hefur gengið í bylgjum en mér finnst vera uppgangur á Laugaveginum núna. Sífellt fleira fólk hefur lært að meta kosti þess að ganga um svæðið. Fólk verður að læra að leggja bílunum í hliðargötur og ganga. Það geta ekki allir fengið bílastæði beint fyrir utan áfangastað sinn." Vandaður þýskur fatnaður Guðný segir að frá upphafi hafi STÍLL flutt inn og selt buxur frá þýska fyrirtækinu BRAX, jafnt galla- og flauelsbuxur sem fínar svartar buxur. Annað þýskt merki sem verslunin hefur haft frá upphafi er BLACKY DRESS, Berlin. „Þetta merki hefur kvenlegar línur en númerin eru þýsk og henta íslenskum konum vel. Þetta er alhliða fatnaður eins og dragtir, blússur, pils og kjólar og nú erum við með talsvert af rúskinnsfatnaði frá þeim. Jean paul er annað merki, frönsk hönnun með sportlegri línu, svakallaður götufatnaður og er einnig mjög vinsæll. Við flytjum inn yfirhafnir frá hollenska fyrirtækinu DAMO og erum með úrval af tweed kápum fyrir veturinn og einnig fallegar slár, eða ponsjó. Nýlega tókum við svo við umboði fyrir HUGO frá Hugo Boss en í þeirri línu er alls kyns kvenfatnaður, allt frá vettlingum upp í dragtir og kápur. Einnig má nefna að við seljum skó, veski, belti og fatnað frá danska fyrirtækinu Philosophy Blues Original. Harmonikkuleikur á góðum sumardegi Guðný segir að mikið af föstum viðskiptavinum komi reglulega í búðina og stöðugt bætist nýir við. „Það er algengt að konur vilji halda sig við sama framleiðanda þegar þær hafa fundið föt sem þeim finnst passa við sinn karakter," segir Guðný og bætir við að á sumrin sé oft fjör í búðinni, eins og á Laugaveginum almennt. „Ég er að læra á harmonikku og við spilum oft fjögur saman, tvær konur og tveir karlar. Það laðar að þegar eitthvað er um að vera og fólki finnst gaman að koma í bæinn og fylgjast með lífinu," segir Guðný að lokum. vera / 4. tbl. / 2003 / 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.