Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 7

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 7
Meira pönk, meira rokk, meiriglam, meiri rass, meiri bjór, betri bjór, fria drykki á barnum! Meiri ást, meiri fegurð, meira knús, meira ríð, minna stríð, minna buli, betri ríkisstjórn! Þrengri buxur, berarbringur,yngri stráka, betristráka, meira gloss, meira blíng, bleikt vatn i sund- laugum! Meiri gleði, meiri greddu, fleiri kossa, meiri sleik, fleiri stjörnur, meiri hita, skærari norðurljós! Þegar hlé er gert á æfingunni stikar öll hersingin fram í reykherbergi. Þar á ein- hvers konar viðtal að fara fram. Brúðar- bandið er kornungt. Stelpurnar segja að þær hafi byrjað að spila í desember, bara vegna þess að þær langaði að gera eitthvað skemmtilegt. Fyrsta giggið var svo bókað þremur vikum eftir að bandið var stofnað. „Kidda rokk átti afmæli og bað okkur að spila. Við stukkum bara á það, þó að við vissum að við ættum eftir að gera heilmörg mistök. Enda gerðum við þau, auk þess sem slörið festist í gítarnum og fleira gott. Og Andrea Jóns á svæðinu," segja þær og flissa. „En við vorum bara að skemmta okkur. Það skemmtilegasta sem við gerum er að spila á tónleikum. Það er BARA gam- an.“ Þegar talað er um menntun í tónlistar- fræðum kemur í ljós að stelpurnar hafa flestar einhverja menntun, en engin þeirra spilar á hljóðfærið sem hún lærði á. „Stelp- ur halda oft að þær þurfi doktorsgráðu í því sem þær taka sér fyrir hendur. Strák- arnir eru hins vegar sjálfsöruggari og æða inn í bílskúr og stofna hljómsveit ef þá langar að stofna hljómsveit. Við kunnum lítið en drifum okkur samt í að gera plötu nokkrum mánuðum eftir að við stofnuð- um bandið. Surnir dissa okkur fyrir það, en okkur er bara alveg sama.“ Er Brúðarbandið pönkband? „Við ákváðum aldrei beint að stofna pönkhljómsveit,“ segja þær. „Sum lög eru gargandi pönk, önnur ekki. En svona hugmyndafræði- lega séð er tónlistin okkar pönk, þar sem pönk er bara grasrót. Og við viljum hafa rass í því sem við spilum.“ Rass? „Já, að sýna rassinn, eða gera hlutina með rassinum. Vera með attitjúd, og vera engum háðar.“ Á þessum undarlega tímapunkti viðtalsins kemur Danni Poll- ock inn í reykstofuna. Blaðakona / pönkari fer að skjálfa og titra. Pönkhlutanum af henni þykir Danni ógeðslega kúl. Það er augljóst að stelpurnar í Brúðarbandinu hafa gríðarleg ítök á þessum stað vegna þess að Danni er kominn til þess að spyrja þær hvaða litur eigi að vera á baðherberginu. Stelpurnar gantast við hann og nefna ótrúlegustu afbrigði af bleikum lit. Pönk og Pink eru lík orð. Nið- urstaðan er: Bleikt, bleikt og sítrónugult. Danni hlær innilega að bröndurunum og samþykkir allt sem stelp- urnar leggja til. Svo fer hann. Grúppeyjar og Pétur Blöndal Rétt eftir að Danni er farinn opnast hurðin og hljómsveitardrengur stingur inn höfði. Hann heilsar kindarlegur og fer svo út aft- ur. Stelpurnar segja að þetta sé algengt. Þegar þær sitja allar í reykstofunni koma piltarnir inn, roðna, afsaka sig og bakka út. Samt telja þær nú karlmenn í hópi sinna helstu aðdáenda og segja að fjölmargir grúppeyjar elti þær á röndum. „Það er fast krád sem mætir á tón- leika. Og það er gaman að spila fyrir karl- menn sem eru berir að ofan og kunna þar að auki textana okkar betur en við sjálfar. Það hefur komið fyrir að við gleymum textunum vegna ölvunar og þá horfum við á strákana í salnum hreyfa varirnar.“ Fyrst verið er að tala við alvöru pönk- ara hlýtur að teljast eðlilcgt að spyrja um meinta fíknilyfjanotkun hljómsveitarpía. „Jú, það er rétt. Við erum háðar nikó- tíni, koffeini og súkkulaði,“ viðurkenna brúðirnar. „Svo höfum við þann sið að vera aldrei án vodkapelans þegar við komum fram.“ Þegar talað er urn vodkann fara þær ósjálfrátt að tala um karókí. Það er eins og þær sjái beint samhengi þar á milli. „Við erum rnjög hlynntar karókí,“ segja þær. „Við höfum haldið margar bjóræfmgar á föstudögum sem síðan enda í karókí. En hver fær ekki að velja fyrir sig heldur velja hinar fyrir hana og gera henni þar með grikk.“ „Ég þurfti einu sinni að syngja lengsta og leiðinlegasta lag í heimi,“ segir Eygló. „Það var vont.“ Stelpurnar segja að lögin þeirra séu samin á æfingum. Sum þeirra verða til al- veg óvart. En hvað með textana? Eru þeir sprottnir af persónulegri reynslu? „Já, allir,“ segja þær í kór. „1 bæklingn- um sem fylgir disknum þökkum við meira að segja þeim sem hafa verið okkur innblástur, en það eru einkum ríkisstjórnin, gítarþjófurinn og smjörkúkar landsins. Gítarþjófur- inn var okkur innblástur að Gítarinn brennur. Það var þegar brúð- arkjól Sísíar var stolið eftir tónleika til styrktar félaginu ísland- Palestína og líka báðum gíturunum. Þetta var ægilegt en svo kom einhvcr strákur sem sagðist geta komið okkur á sporið og allt voða dularfullt. Síðan komumst við að því að hann hafði tekið gítarana og kjólinn sjálfur og vildi koma sér í mjúkinn hjá okkur með því að skila þeim aftur! How low can you go?“ Ein af mörgum kröfum Brúðarbandsins er að fá betri ríkisstjórn og textarnir eru suntir hápólitískir. Einn þeirra er viðbrögð við þeim ummælum Péturs Blöndal alþingismanns að fólk geti alveg lifað af 70.000 krónum á mánuði ef það er ekki alltaf að kaupa sér pitsur og fara í bíó. Unnur María Bergsveinsdóttir - bassi Guðbjörg Guðmundsdóttir (Gugga) - hljómborð Sunna Björk Þórarinsdóttir - trommur ÞAÐ ER SAGT AÐ KONUR MEGI EKKI VERA f HVÍTUM í BRÚÐARKJÓL NEMA EINU SINNI Á ÆVINNI, EN VIÐ GEFUM SKÍT í ÞAÐ. FUCK THESYSTEM.EÐA:FUCK YOU I WONT DO AS YOU TELL ME vera / 4. tbl. / 2003 / 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.