Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 51

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 51
að hugtakið hjálpar hugsuninni lítið. Horf- um þess í stað á reglur jafnréttislaganna beint. Það er ekkert ákvæði um forgang ann- ars hvors kynsins til starfa í jafnréttislög- unum. Árið 1993 byggði hins vegar Hæsti- réttur á því við skýringu þágildandi jafn- réttislaga - sem höfðu ekki heldur að geyma slíkt ákvæði - að þau yrðu þýðing- arlítil nema meginreglur þeirra, sem eru mjög svipaðar og oft samhljóða meginregl- unurn í núgildandi jafnréttislögum, yrðu „skýrðar svo við núverandi aðstæður að konu skuli veita starf, ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin, að því er varðar menntun og annað, sem máli skiptir, og karlmaður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur.”’1' Forgangsreglan sem hefur, m.a. á grundvelli þessa dóms, verið tal- in felast í jafnréttislögunum felur því einungis í sér að það á að ráða umsækjanda af því kyni sem er í minnihluta í starfsgrein ef um- sækjendur af sitt hvoru kyni eru jafnhæfir. Þegar er með öðrum orðurn komið að því að kasta krónu um hvern skuli ráða, þá á að ráða umsækjanda af því kyni sem er í minnihluta í starfsstéttinni. Þannig að allt tal - sem kom m.a. upp síðastliðið vor - um skyldu til að ráða minna hæfa umsækjendur til starfa vegna kynferðis þeirra er byggt á allt öðr- um veruleika en íslenskum.xii Hér er meginregla í stjórnsýslunni að hinu opinbera er skylt að ráða hæfasta um- sækjandann og væntanlega vilja einkaaðil- ar gera það líka. En þegar umsækjendur hjá hinu opinbera eru jafnhæfir eftir að búið er að taka tillit til lögbundinna sjónarmiða, þ.e.a.s. þeirra sjónarmiða sem lög gera ráð fyrir að ráði við töku slíkra ákvarðana, og annarra sjónarmiða sem er málefnalegt að líta til, þá verður forgangsreglan virk og leiðir til þess að það á að ráða þann sem er af því kyni sem er í minnihluta í starfs- greininni - óháð því hvort það er karl eða kona. Það er annað mál og tæknilegra, að vegna þess að forgangsreglan er svona krónuregla, þá snúast mál þar sem reynir á hana eða ætti að reyna á hana oft fýrst og fremst um sönnun og - þegar um er að ræða opinbera starfsmenn - hvort þeir sem ráða í störf hafi aflað nægilegra upplýsinga til að geta tekið ákvörðun.”1 Á sínum tíma hélt ráðherrann, sem hafði veitt stöðuna sem dómurinn frá 1993 snerist um, því fram að þarna væri Hæsti- réttur að ganga lengra heldur en þingið hefði nokkurn tímann viljað gera með því að innleiða jákvæða mismunun.xiv Fleiri tóku í sama streng.” Eins og áður er rakið ÉG ER ÞEIRRAR SKOÐUNAR AÐ JAFNRÉTTISSINNAR VERÐI AÐ VERA MEÐVITAÐIR UM ÞAÐ AÐ AÐRAR OG ALMENNARI REGLUR, TIL AÐ MYNDA UM NIÐURGREIDDAN LEIKSKÓLA OG UM LÍN, HAFA GRÍÐARLEG ÁHRIF Á STÖÐU KVENNA í SAMFÉLAGINU, LÍKLEGA MEIRI HELDUR EN FORGANGS- REGLAN GETUR MÖGULEGA HAFT sem var talið að ekki hefði verið aflað nægilegra upplýsinga til að unnt væri að taka ákvörðun, má nefna álit umboðs- manns í tilefni af kvörtun nr. 3882/2003 o.fl. xi\ Sverrir Hermannsson í Mbl. 4. desember 1993. xv Sjá t.d. Hrafnhildur Stefánsdóttir, Stjórnunarréttur vinnuveitanda og jafnréttislögin - Dómur Hæstaréttar 1993, 2230. Úlfljótur 1. tbl. 1995. xvi 27. gr. jafnréttislaga. er óheppilegt að nota orðalagið jákvæð mismunun og það er spurning hvað slíkur merkimiði skiptir miklu máli. Lykilatriðið er að efni forgangsreglunnar í íslensku jafnréttislögunum er ekkert óskaplega rót- tækt. Hún er ekki alger forgangsregla held- ur skilyrt forgangsregla, á þann hátt að hún verður ekki virk nema umsækjendur séu a.m.k. jafnhæfir. Þannig er hún eiginlega lágmarks viðurkenning á því að það er okkur öllum í hag að raddir allra heyrist, það sé jafnrétti. Sú hugmynd birtist víðar, t.d. í því að það er bannað að afsala sér réttindum skv. jafnréttislögunum.™ Hvað varðar spurninguna um það hvort reglan gangi lengra en þingið hafi viljað, þá var öllum vafa urn vilja þingsins eytt þegar xvii Álit kærunefndar jafnréttismála í málum nr. 14/2003 og 2/2004 eru dæmi um þetta. xviii Sjá álit stjórnarskrárnefndar, Alþt. A 1994-5, bls. 3883. Þar sagði „...telur nefndin að það gæti verið réttlætanlegt að gera ákveðnum hópum hærra undir höfði en öðrum með það að markmiði að rétta skertan hlut þeirra. Er nú þegar dæmi um slíkt í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Nefndin álítur að í jafnræðisreglunni felist það samþykkti ný jafnréttislög árið 2000 með óbreyttum meginreglum án þess að klippa á þessa túlkun. Það er mikilvægt að í lögum sé slík for- gangsregla, m.a. af því að tilvist hennar undirstrikar að það á að vinna markvisst að jafnrétti. Hins vegar má ekki ofmeta praktísk áhrif hennar. Að hluta til er það vegna þess að reglan er svo væg að sönnun- arstaðan er aðalspurningin. Það er sjald- gæft að upp komi mál þar sem fólk er raunverulega talið jafnhæft - hitt er al- gengara að það sé vitnað í þessa reglu þeg- ar umsækjendur, sem þeir sem endurskoða ákvörðun telja minna hæfa, hafa af einhverjum ástæðum verið valdir umfram aðra.xvii Að hluta til er það svo vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að jafnréttissinnar verði að vera meðvitaðir um það að aðr- ar og almennari reglur, til að mynda um niðurgreiddan leik- skóla og um LÍN, hafa gríðarleg á- hrif á stöðu kvenna í samfélaginu, líklega meiri heldur en forgangs- reglan getur mögulega haft. Mætti og ætti að ganga lengra? Meginreglan í jafnréttislögunum er sú að hvers kyns mismunun eft- ir kynferði sé óheimil. í 22. gr. þeirra, þar sem þessa meginreglu er að finna, er einnig tekið fram að sérstak- ar tímabundnar aðgerðir sem eru ætlaðar til að bæta stöðu kvenna eða karla til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna, gangi ekki gegn lögunum. Þar segir líka að aðgerðir til að auka möguleika kvenna eða karla sérstaklega til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu gangi ekki gegn lögunum, né heldur það að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar og barnsburðar. Þannig er ljóst að kynjakvótar og algerar forgangs- reglur - það að veita öðru kyninu forrétt- indi til að ná raunverulegu jafnrétti - myndu á grundvelli 22. gr. ekki stangast á við jafnréttislögin. Stjórnarskrárnefnd hélt því sömuleiðis opnu þegar jafnræðisreglan var tekin í stjórnarskrána að slíkar aðgerð- þessi heimild ef beiting hennar byggist á málefnalegum forsendum.” xix Eins og Dóra Sif Tynes benti á í erindi á Bifröst 3. júní 2004, þá hafa Evrópudómstóllinn og EFTA-dómstóllinn glímt við þá spurningu hversu langt megi ganga í því að setja forgangsreglur um ráðningar í störf áður en gengið sé gegn reglum Evrópu- og EES-réttar. Sjá dóm EFTA-dóm- stólsins frá 24. janúar 2003 í máli E-l/02 og dóma Evrópu- vera / 4. tbl. / 2003 / 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.