Vera - 01.08.2004, Qupperneq 3

Vera - 01.08.2004, Qupperneq 3
/ LEIÐARI KSÍ OG LANDSBANKINN fyrir þá ákvörðun að greiða jafn hátt verðlaunafé í úrvals- deild kvenna og úrvaldsdeild karla í knattspyrnu. Með þessari ákvörðun er stigið stórt skerf í jafnréttisátt og leið- rétt margra ára óréttlæti sem íslenskar knattspyrnukonur hafa sætt. ÞÓREY EDDA OG KRISTÍN RÓS (slenskar konur stóðu sig frábærlega á Ólympíuleikunum í Aþenu. Þórey Edda var stórkostleg í stangarstökkinu og Kristín Rós brást ekki í sundinu. Bravó fyrir þeim! IRON JAWED ANGELES OG FARENHEIT 9/11 sem eru frábærar bíómyndir. Sú fyrri er nýkomin á mynd- band og fjallar um baráttu kvenna í Bandaríkjunum fyrir kosningarétti á fyrstu áratugum 20. aldar. Seinni myndin kemur vonandi líka á myndband þvíhana þurfa allir friðar- sinnar að sjá. Báðar myndirnar eru þarfar áminningar um að halda alltaf áfram að berjast fyrir réttlætinu. MENNTAMÁLARÁÐHERRA fyrir að ráða Tinnu Gunnlaugsdóttur sem þjóðleikhús- stjóra, fyrsta kvenna. Svona eiga kvenráðherrarað gera! DÓMSMÁLARÁÐHERRARNIR bæði sá sitjandi og sá sem kom í hans stað við nýlega ráðningu hæstaréttardómara. Til hvers að setja lög og framkvæmdaáætlanir í jafnréttismálum ef þau eru að engu virt þegar karlar þurfa að komast að? Er ekki hlutfall- ið tvær konur á móti sjö körlum í stöðum dómara í hróp- legu ósamræmi við yfirlýstan vilja ríkisstjórnarinnar um að jafna hlutfall kynjanna hvar sem því verður við komið? FRAMSÓKNARFLOKKURINN fyrir að hafa nú lækkað hlutfall kvenna í ríkisstjórn niður í 25%. Flokkurinn hefur staðið sig vel í jafnréttismálum og átti um tíma fjórar konur í ríkisstjórn, meira en aðrir flokk- ar hafa nokkurn tíma átt. En nú er Framsóknarflokkurinn að renna laglega niður brekkuna og þarf að fara að gæta að sér. FRÉTTASTOFA STÖÐVAR TVÖ fyrir að reka fjórar konur þegar draga þurfti saman seglin á sl. ári. Nú er orðið Ijóst að brottreksturinn var brot á jafn- réttislögum og fróðlegt verður að fýlgjast með því hvort úrskurður kærunefndar nú verður tekinn gildur frekar en í öll hin skiptin. Stjórnmálamenn og dætur þeirra Hversu oft heyrum við ekki stjórnmálamenn segja frá því á hátíðlegum stundum að þeir eigi dætur og vilji vinna að því að þær fái sömu tækifæri í framtíð- inni og bræður þeirra eða jafnaldrar af karlkyni. Þetta virkar yfírleitt vel því allir skilja föðurástina og áheyrendur meyrna í hjarta sínu yfir stjórnmála- manni sem gefur slíkar yfirlýsingar. Við höfum hins vegar orðið þess vör í óvenju miklum mæli undan- farið að jafnréttishugsjónin hefur gleymst hjá þeim mönnum sem ráða vali í æðri stöður. Þar var reynd- ar ekki um þeirra eigin dætur að ræða - kannski það sé skýringin. Við fjöllum um orð og efndir í jafnréttismálum í þessu blaði og fáum að heyra að misræmi þar á milli er ekki einungis algengt hér á landi. Sænska fræði- konan Malin Rönnblom hefur rannsakað það í sínu heimalandi og á vettvangi Evrópusambandsins og kemst að því að þegar það hentar ekki körlum að fara eftir jafnréttisyfirlýsingunum þá er það bara ekki gert. Undanfarna áratugi hefur vissulega margt áunnist í jafnréttismálum og var þess nýlega minnst að 30 ár eru síðan Norðurlöndin tóku upp samstarf sín á milli í jafnréttismálum. Hér á landi má nefna mörg dæmi um árangur, t.d. fjölda kvenna á Alþingi en árið 1982 höfðu aldrei set- ið fleiri en þrjár konur á þingi í einu og fram til árs- ins 1999 var aldrei meira en ein kona í ríkisstjórn. Þó það hafi lagast og á tímabili hafi þær orðið fjórar er eins og nú sé kvótinn fastur við þrjár konur í ríkis- stjórn, eða 25%. Það er mun minna en á Norður- löndunum þar sem hlutur kvenna í ríkisstjórn hefur oft orðið 50%. I Noregi hafa allir stjórnmálaflokkar sett sér kynjakvóta og þar hefur hlutur kvenna í rík- isstjórn ekki farið undir 40% síðan árið 1990. Stjórnmálaflokkar hér á landi hafi líka sett sér jafn- réttismarkmið en illa hefur gengið að fara eftir þeim að undanförnu, m.a. vegna þess að ungir menn hafa þurft að komast að. Þá er eins og jafnréttismarkmið- in séu sett til hliðar og ráðamenn gleymi því að þeir eiga dætur. Hvað gera þeir þegar dætur þeirra fara að herma upp á þá loforðin um jafnréttisþjóðfélag framtíðarinnar? Munu þeir þá bara vinna að því að þær komist þangað sem hugur þeirra stefnir eða munu fögru orðin sem gera okkur meyr á hátíðar- stundum líka gilda um dætur okkar hinna? vera / 4. tbl. / 2003 / 3

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.