Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 31
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Kjötbœr Kristínar Kristín segist ekkert hrædd um að viðurnefnið Fréttablaðsskáldið fest- ist við sig, en flissar þegar sá möguleiki er nefndur. Hún segir að keppnin hafi einfaldlega vakið áhuga sinn og þess vegna hafi hún ákveðið að taka þátt en síðan sneri hún sér að öðrum verkefnum. Út- gáfusamningur var í verðlaun, sennilega draumur allra ungskálda, en þá þegar hafði Kristín handsalað útgáfúsamninginn við Bjart og gat því ekki nýtt verðlaunin. Hún segir að sá samningur hafi komið upp í hendurnar á sér alveg óvænt. „Handritið mitt rataði til Bjarts eftir einhverjum krókaleiðum. Þó að bókin sé ekki löng, þá hef ég unnið að henni í þrjú ár og mikið jafn- hliða náminu í Listaháskólanum. Kennarinn minn sýndi Sjón hand- ritið. Síðan hafði Snæbjörn í Bjarti samband.” Þetta er ekki í fýrsta sinn sem skáldskapur Kristínar kemur út á bók. Hún birti ljóð í bókinni Ljóð ungra skálda fyrir nokkrum árum og hefur töluvert lesið upp ásamt öðrum ungskáldum, m.a. þeim sem mynda félagsskapinn Nýhil. Kristín segist hafa gaman af því að lesa upp, þó að undirtektir séu misjafnar eins og gengur. „í fyrrasumar fórum við nokkur saman út á land að lesa upp. Það var fullt hús á Seyðisfírði og á ísafirði, en á Sauðárkróki var Geir- laugur Magnússon eini áheyrandinn. En það var bara gaman að lesa fyrir hann,” segir Kristín og hlær. „Síðan lásum við stundum fyrir tvo og á einum stað mætti enginn. En þá lásum við bara hvert fyrir ann- að.” Þeir sem fylgst hafa með ljóðagerð Kristínar og jafnvel upplestri, vita sennilega ekki allir að hún er líka myndlistarkona, og hún hóf ung að sinna þeirri köllun. Henni finnst fínt að blanda saman þess- um tveimur listgreinum. Tossi og skrópagemlingur Þegar Kristín var að byrja að skrifa og lesa ljóð - þegar hún var gelgja eins og hún segir sjálf, þá lá hún ekki í þjóðskáldunum heldur leitaði hún strax í skáld samtímans. „Ég las Sjón, Diddu, Kristínu Ómars, Dag og Bukovski. Það var svolítil opinberun fyrir mig. Ég hlustaði líka töluvert á tónlist, t.a.m. Megas og Sonic Youth, og pældi mikið í textunum. Ég held að það sé oft partur af gelgjuárunum að fá útrás gegnum skriftir. Ég skrifaði manískt, án þess að vanda mig mikið við það sem ég var að gera, sennilega til þess að losa einhvern bældan sársauka. Þetta voru þjálf- unar- og mótunarár. Gæðin voru hins vegar ekki mikil, svona til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.