Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 35

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 35
Þórhildur Einarsdóttir / FJÁRMÁL Lægri vextir - kærkomin kjarabót » íslenski fjármálamarkaðurinn hefurtekið stakkaskiptum síðustu ár sem ekki er séð fyrir endann á. Segja má að viss tímamót hafi orðið nú í lok ágúst þegar KB banki reið á vaðið og hóf samkeppni við íbúðalánasjóð með því að bjóða íbúðalán á töluvert lægri vöxtum en þekktist hjá innlendum lánastofnunum. í kjölfarið hófst mikið kapphlaup á milli bankanna um þessi lán og loks slógust lífeyris- sjóðirnir og ekki síst íbúðalánasjóður sjálfur í hópinn og hafa allir þessir aðilar nú lækkað vexti á lánum sínum. Bylting í bönkunum - aukin samkeppni Með auknu frjálsræði á fjármagnsmarkaði, einkavæðingu og harðnandi samkeppni hefur fjármögnunarleiðum ein- staklinga til fasteignakaupa fjölgað. Hefur samkeppnin verið mjög mikil síðustu vikurnar þegar bankarnir blésu til samkeppni við íbúðalánasjóð. Þá hafa lífeyrissjóðir einnig verið mjög öflugir í útlánum til sinna sjóðfélaga gegn veði í íbúðahúsnæði og hafa þeir að sama skapi lækkað vexti. Fjármögnunarleiðum fjölgar Lántakendum standa nú ýmsir lánamöguleikar til boða gegn því að leggja fram veð í íbúðahúsnæði og þar af leið- andi er nauðsynlegt fyrir hvern og einn að setjast niður og kynna sér vel þá möguleika sem eru í boði. Það má flokka þau lán sem valið stendur um í þrjá flokka: • íbúðalán í íslenskum krónum, verðtryggð og með föst- um vöxtum. • (búðalán í islenskum krónum, óverðtryggð og með breytilegum vöxtum. • íbúðalán í erlendum myntum (myntkarfa) breytilegir vextir. Aukinn sveigjanleiki Ibúðalán bankanna eru um margt sveigjanlegri en þau lán sem Ibúðalánasjóður veitir. Það sem þau hafa fram yfir lán íbúðalánasjóðs er að ekki eru sett skilyrði um að þau séu einungis til íbúðakaupa. Lán bankanna er því hægt að nota til að endurfjármagna óhagstæðari lán, svo sem yfir- drátt sem nú er með um 14% til tæplega 17% vöxtum. Að auki hafa íbúðalán bankanna það umfram að engin há- marksfjárhæð er á þeim önnur en að lánsfjárhæðin tak- markast af greiðslugetu lántaka og því að lánað er fyrir 80% af mati fasteignar, meðan íbúðalánasjóður er með veðhlutfallið 65- 70% og lánar að hámarki 9,2 - 9,7 milljón- ir. Ekkert hámark er hins vegar hjá bönkunum. Endurfjármögnun ekki ókeypis Þeir sem lána eru sem fyrr (búðalánasjóður, viðskiptabank- arnir og lifeyrissjóðir og bjóða þeir allir svipuð kjör þó svo stigsmunur sé á hverju láni fyrir sig. Þá fellur til ýmiss kostnaður þegar ný lán eru tekin og þegar eldri lán eru greidd upp. Kostnaður við nýtt lán nemur u.þ.b. 2,5% af heildarfjárhæð lánsins. Þá getur komið til þess að greiða þurfi kostnað við uppgreiðslu eldri og óhagkvæmari lána og er hann hæstur 2% en í sumum tilfellum er enginn uppgreiðslukostnaður. Þá bjóða bankarnir viðskiptavin- um sínum lægri þóknanir ef verið er að greiða upp óhag- stæðari lán í sama banka og nýja lánið ertekið. Skynsamlegt að skoða það sem stendur til boða Vextir hafa lækkað mikið síðustu árin auk þess sem stöð- ugleiki í ytra umhverfi hefur gert hagstjórn heimilanna auðveldari. Vextir eru þó enn nokkru hærri en eru í ná- grannalöndum okkar. Hins vegar er ekki ólíklegt að ífram- tíðinni muni vextir lækka enn frekar. Þetta nýja útspil bankanna getur þýtt töluverða lækk- un á greiðslubyrði, einkum hjá þeim sem eru með mikið af óhagstæðum lánum. Það er því skynsamlegt fyrir hvern og einn að skoða þá möguleika sem í boði eru, einnig að notfæra sér þá ráðgjöf sem er í boði til að vega og meta hvort fyrirhöfnin og kostnaður við endurfjármögnun borgi sig. vera / 4. tbl. / 2003 / 3!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.