Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 50

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 50
LOGFRÆÐI / Ragnhildur Helgadóttir Kynjakvótar og krónureglur - um forgangsreglu jafnréttislaga o.fl. » Kynjakvótar, hlutfall kvenna og karla í valdastöðum og jákvæð mismunun hafa verið mikið rædd undanfarið. I þessari grein er fjallað um þá skyldu sem er talin felast í jafnráttislögunum að ráða undir ákveðnum kringumstæðum umsækjanda af því kyni sem er í minnihluta í viðkom- andi starfsstétt og vikið að því hvort eigi að og megi ganga lengra í lögum heldur en nú er gert. Yfirlit yfir jafnréttislögin Til að gefa heildstæða mynd af lagareglum um jafnréttismál er rétt að byrja á að geta þess að í 65. gr. stjórnarskrárinnar er al- menn jafnræðisregla þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum og njóta mannréttinda. í annarri málsgrein 65. gr. er hnykkt á því að karlar og konur skuli njóta jafns réttar í hvívetna.1 Jafnréttislögin sem nú gilda eru frá ár- inu 2000." Markmið þeirra er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna og jafna þannig stöðu þeirra. I lögunum eru í fyrsta lagi almenn ákvæði sem lögin setja í kafla und- ir heitinu réttindi og skyldur: Um t.d. að konum og körlum hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störff" og um að gera skuli ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfs- og fjölskyldu- skyldur.1' f lögunum er í öðru lagi að finna ýmis bannákvæði: Al- mennt bann við mismunun, hvort heldur er beinni eða óbeinni,v i 1 65. gr. stjórnarskrárinnar segir „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trú- arbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.” i i Þau eru nr. 96/2000 og heita fullu nafni lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. iii 14. gr. bann við mismunun í kjörum, ráðningu og vinnuskilyrðum,vl við hvers kyns mismun- un sem snertir menntun™ og við hefndar- aðgerðum gagnvart starfsmönnum sem krefjast leiðréttingar á grundvelli laganna.viii Fyrir utan 20. gr. jafnréttislaganna, sem snýr að þátttöku í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum hins opinbera, gilda öll ákvæði laganna jafnt um einkaaðila og op- inbera aðila. M.a. vegna reglna um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja stjórnvalds- ákvarðanir (en ákvarðanir um manna- ráðningar teljast til þeirra) sjá flestir og iv 16. gr. v 22. gr. vi 23. og 24. gr. vii 26. gr. viii 25. gr. ix Mál nr. 12/2003. x Mál nr. 14/2003. xi Hrd. 1993 bls. 2230. heyra meira um jafnréttislögin í tengslum við ríki og sveitarfélög heldur en einkaað- ila. En þau gilda semsagt jafnt á þessum sviðum og það eru mörg dæmi um það að kærunefnd jafnréttismála hafi fjallað um meint brot einkaaðila á jafnréttislögum, nú síðast í áliti frá 18. mars 2004.iv Forgangsregla jafnréttislaganna Aðalefni þessarar greinar er forgangsreglan sem talin er felast í jafnréttislögunum. I framhaldi af áliti kærunefndar jafnréttis- mála í tilefni af skipun hæstaréttardómara’1 varð heilmikil umræða um hana, kynjakvóta, svokallaða jákvæða mismunun og fleira. Þessi um- ræða var að mörgu leyti ruglings- leg og þess vegna er ástæða til að tala aðeins nánar um forgangs- regluna. Hér á eftir verður ekki notað hugtakið „jákvæð mismun- un.” Það er vegna þess að það hef- ur ekki ákveðna lögfræðilega merkingu í íslensku. Fólk hefur notað það í þeirri merkingu sem því hentar hverju sinni, en þær merkingar eru nógu ólíkar til þess xii Sem dæmi um þetta má nefna álit kærunefndar jafn- réttismála í máli nr. 2/2004. Þar var talið að gengið hefði verið framhjá hæfari umsækjanda til þess að ráða umsækj- anda af því kyni sem var í minnihluta í starfsstéttinni. Kærunefnd jafnréttismála taldi þetta hafa verið beina mis- munun á grundvelli kynferðis. xiii Sem dæmi um mál sem valt á sönnun, sjá dóm Hæsta- réttar frá 22. janúar 2004 í máli nr. 330/2003, um mál þar ÞEGAR ER MEÐ ÖÐRUIVl ORÐUM KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ KASTA KRÓNU UM HVERN SKULI RÁÐA, ÞÁ Á AÐ RÁÐA UMSÆKJANDA AF ÞVÍ KYNI SEM ER í MINNIHLUTA í STARFSSTÉTTINNI. ÞANNIG AÐ ALLT TAL - SEM KOM M.A. UPP SÍÐASTLIÐIÐ VOR - UM SKYLDU TIL AÐ RÁÐA MINNA HÆFA UMSÆKJENDUR TIL STARFA VEGNA KYNFERÐIS ÞEIRRA ER BYGGT Á ALLT ÖÐRUM VERULEIKA EN ÍSLENSKUM 50 / 4. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.