Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 32

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 32
AÐALVIÐTAL / byrja með. Það var ekki íyrr en um tví- tugt sem ég fór að hugsa um að gefa út.” Kristín talar áfram um æsku sína, þó að vart sé hún komin af æskuskeiði enn. Hún segist hafa flosnað upp úr skóla í seinasta bekk grunnskóla vegna þess að hún hafi verið skelfilegur tossi og skrópagemlingur. „Mér þótti skelfilega leiðinlegt í skóla en mér þótti ofsalega gaman að skrifa og teikna. Og vegna þess að ég átti svo góða að þá er ég fordekruð að því leyti að ég fékk bara að vera heima og gera það sem ég var góð í meðan aðrir krakkar voru í skólanum. Og ég skrifaði og teiknaði eins og brjálæðingur.” Kristín er alveg með það á hreinu að stuðningur fjölskyldunnar hafi skipt öllu máli. „Maður verður að fá að gera það sem maður getur, það er tilgangs- laust að sóa tímanum í það sem manni er ómögulegt að gera. Og það hefur alltaf verið eðlilegt fyrir mér, en ég veit að það eru margir sem fá ekki þann stuðning sem þeir vilja. í skólanum átti ég við vanda að stríða. Ef foreldrar mín- ir, þau Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf- undur og Eiríkur Guðjónsson, hefðu gert til mín óraunhæfar kröfur og ekki kunnað að meta það sem ég gat gert vel þá hefði ég ekki komist langt. Þá sæti ég sjálfsagt bara hér og svekkti mig á því að vera ekki í lögfræði. Mig langaði að sérhæfa mig þar sem ég var alltaf viss um hvað ég vildi gera. Mig langði alltaf bara til að skrifa og gera myndlist, það var ekkert annað sem kom til greina. Ég veit ekki hvort menntakerfið á fslandi hefur skánað núna, en á þessum tíma fannst mér ekki margt spennandi í boði, þar sem ég gat ekki sérhæft mig nægilega mikið. Þá var einungis hægt að fara á myndlistar- brautir í menntaskólum þar sem samt var lögð áhersla á raungreinar og slíkt, og ég fann mig aldrei í því kerfi.” Kristín fluttist því til Svíþjóðar þegar hún var sautján ára, þangað sem hún gat fengið að æfa sig í módelteikningu í stað þess að skrópa í stærðfræði, eins og hún orðar það sjálf. „Fyrst var ég í lýð- háskóla í Smálöndum í Svíþjóð þar sem ég lærði klassískar undirstöður myndlistarinnar, módelteikningu og grafík, en síðan fór ég til Danmerkur þar sem kerfið var frjáls- legra og meira í anda nútímalistarinnar. f Danmörku var ég í tveimur skólum sem eru nokkurs konar fornám fyrir danska krakka sem velja að fara þessa leið. Þeir geta farið í listfornám í staðinn fyrir menntaskóla og stikla þá á milli listaskóla þar til þeir hafa öðlast nægilegan grunn fyrir akademíuna.” Kristín bjó ekki hjá ættingjum, heldur á heimavistarskóla í Danmörku og Svíþjóð. Var ekkert stórt skref fyrir svo unga stúlku að vera ein í útlöndum? „Nei, þvert á móti,” segir Kristín. „Það var mjög hollt að þurfa að standa á eig- in fótum og finna sjálfa sig. Ég held að á þessum aldri sé mjög gott að fá að kom- ast í burtu frá bakgrunni sínum og fá að vera algerlega og akkúrat sá sem maður er í dag. Það er hollt að vera einn á þess- um tíma og vera uppgötvaður upp á nýtt af fólkinu í kringum sig. Ég var injög heppin að fá að gera það sem ég vildi gera.” Kristín segist ekki hafa verið alveg eins manísk við skriftir þau þrjú ár sem hún bjó í útlöndum. Engu að síður skrifaði hún alltaf meðfram, en hélt því út af fyr- ir sig. Á þessurn árum var myndlistin aðalmálið, og það sem hún lagði fyrst og fremst rækt við. Unglingurinn og eldhúshnífarnir Að loknu nauðsynlegu undirbúnings- námi sótti Kristín um í listaháskólum bæði í Danmörku og á íslandi og hún komst inn hér heima. Hún segir að þeg- ar hún kom heim aftur til þess að fara í Listaháskólann, hafi það verið eins og að byrja upp á nýtt í annað sinn. „Það var voðalega gott að vera komin inn í Listaháskóla Islands. Úti í Dan- mörku var ég í félagsskap með hæfu fólki sem hafði verið að reyna að komast inn í skóla árum saman, en ekkert gekk. Þar eru miklu færri sem fá aðgang að þessari menntun og það er mikil frústrasjón hjá ungu listafólki sem er að reyna að koma sér inn í akademíu. Reyndar myndast þá allskyns sjálfstæð neðanjarðargallerí og ntjög spennandi starfsemi sem blómstrar utan akademí- unnar, sem nokkurskonar andsvar. Engu að síður er það mikill léttir að geta einbeitt sér að myndlistinni og þurfa ekki að vinna í sjoppu meðfram henni. Að fá að tala við kennara og nemendur og komast inn í hóp fólks sem hefur svipuð hugðarefni og ég sjálf. Að fá leiðsögn og aðstöðu er mjög dýrmætt.” Þegar Kristín er beðin að lýsa mynd- listinni sinni, þá vefst henni tunga um tönn. Eins og liggur í hlutarins eðli, þá vill hún fremur sýna mér hana heldur en segja frá henni. „Ég á erfitt með að lýsa myndlist. En ég nota blandaða tækni, vinn mikið með texta og teikningar, og út af því spretta síðan skúlptúrar og innsetningar. Ég hef t.a.m. gert mörg verk sem tengjast persónunum í Kjötbænum. Þráðurinn er mikið huglægs eðlis.” Hún sýnir mér verk sem einmitt er tengt hinum nýútkomna Kjötbæ. Þetta eru stillur úr vídeói um stúlku sem hefur smíðað sér MÉR ÞÓTTI SKELFILEGA LEIÐINLEGT í SKÓLA EN MÉR ÞÓTTI OFSALEGA GAMAN AÐ SKRIFA OG TEIKNA. OG VEGNA ÞESS AÐ ÉG ÁTTI SVO GÓÐA AÐ ÞÁ ER ÉG FORDEKRUÐ AÐ ÞVÍ LEYTI AÐ ÉG FÉKK BARA AÐ VERA HEIMA OG GERA ÞAÐ SEM ÉG VAR GÓÐ í MEÐAN AÐRIR KRAKKAR VORU í SKÓLANUM 32 / 4. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.