Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 23

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 23
/ ORÐ OG EFNDIR í JAFNRÉTTISMÁLUM Sigrún: Er ekki hæfni kvenna oft metin á annan hátt en hæfni karla? Karlmenn hafa oít ekki skilning á því hvað konur hafa fram að færa og kunna ekki að meta það. Svanfríður: Pólitíkin er enn þá öll á for- sendum karla, það bara er þannig. Kolbrún: í gegnum tíðina hafa karlar feng- ið að njóta kynferðis síns. Þeir hafa komist áfram í krafti þess að þeir eru karlar. Þegar við svo bendum á að konur eigi að fá að komast áfrarn í krafti þess að þær eru kon- ur, þá verður allt vitlaust og spurt: Á ekki að meta hæfnina hér? (hlátur). Þá spyrjum við: Hafa karlar alltaf verið svona miklu hæfari en konur? Svanfríður bendir á að í umræðum um ráðherramál Framsóknarflokksins hafi orðræðan verið öll önnur en ef karl hefði átt í hlut, notuð hafi verið önnur orð og stöðugt rætt um hæfni sem er nánast aldrei minnst á þegar karlar eiga í hlut. Þórunn: Annað sem ég tók eftir og hef aldrei heyrt þegar rætt er um stjórnmála- karla, það er að fólk þurfi að hvíla sig. Hvort þetta sé nú ekki orðið gott? Það er oft sagt við konur, í sveitarstjórnum og á þingi, eftir eitt kjörtímabil: Er þetta nú ekki full gott fyrir þig, væna? Ásta skýtur inn að sagt hafi verið að Davíð Oddsson ætti að fara að hvíla sig, jafnvel áður en hann veiktist. Hinar mót- mæla og telja að það dæmi sé ekki sam- bærilegt. Þórunn heldur áfram: Það er alltaf verið að setja spurninga- merlci við veru kvenna, hvar sem þær eru, í stjórnmálum og í atvinnulífinu, t.d. í stjórnum fyrirtækja. Þar er ein og ein kona á stangli enda eru það karlarnir sem velja. Þeir þekkja engar konur sem þeim dettur í hug að bjóða tækifæri. Margrét: Mér finnst að konur verði að standa sérstakan vörð um eldri konur. Um leið og konur eru komnar á miðjan aldur, eða eitthvað fram yfir það, er oft talið að nú sé þetta orðið gott. Mér finnst ég hafa séð átakanleg dæmi um að öflugum kon- um hafi verið hcnt burtu. Það er hluti af jafnréttisbaráttunni að koma í veg fyrir þetta. Kolbrún: Þetta sem Þórunn var að nefna um hvernig konur hafa fengið að dúlla með, verið gefið eitt kjörtímabil eða fyrir- tæki ákveðið að hafa eina konu í stjórn. Þetta finnst mér sýna að karlmenn hafa MARGRÉT: VIÐ KONUR ÞURFUM AÐ FYLKJA OKKUR SAMAN, ÞVERPÓLITÍSKT, UM AÐ FARIÐ SÉ EFTIR JAFNRÉTTISÁÆTLUNUM OG ÖÐRUM FÖGRUM FYRIRHEITUM. ÞAÐ ÞARF LÍKA AÐ VINNA BETUR AÐ SAMÞÆTTINGUNNI SEM HEFUR GREINILEGA SKILAÐ ÁRANGRI í NÁ- GRANNALÖNDUNUM. OG ÞAÐ ÞARF AÐ GÆTA ÞESS AÐ ÞÆR KON- UR SEM KOMAST TIL VALDA SKELLI EKKI BARA í GÓM OG HVERFI INN I STRÁKAHÓPINN talið að þeir þurfi að skreyta sig með kon- urn en það ristir ekki djúpt. Málefnalega hefur konum ekki verið treyst jafn vel og körlum. Þetta helgast af því að það eru karlarnir sem velja, þeir ráða reglunum og ákveða hver er hæfur og hver ekki. Konur hafa mátt vera með en bara til skrauts. Sigrún: Mér er rosalega illa við þegar sagt er að við séum bara til skrauts, eins og off var sagt hér áður. Sannarlega hafa rnargar konur sýnt það að konur eru í stjórnmál- um af fullri alvöru. Varðandi aldurinn þá eru konur alltaf taldar eldri en þær eru. Ég þekki það, t.d. þegar rætt var um okkur Ál- freð Þorsteinsson sem höfum verið hálf- gerðir tvíburar lengi í borgarstjórnarpóli- tíkinni, hann er alltaf talinn miklu yngri en ég! (hlátur). Síðan er það hin hliðin - þeg- ar konur eru ákafar, vilja stjórna og gera sig gildandi til jafns við félagana. Þá eru þær ógnun, bæði í pólitíkinni og atvinnulífinu. Þær rnega ekki vera of sterkar. Svanfríður: Mig langar að taka þetta að- eins upp sem Ásta segir um að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi lært af mistökum sínum í síðustu kosningum. Teljið þið að stjórn- málaflokkarnir í landinu muni læra af því sem hefur gerst í sumar? Munu þeir geta nýtt sér það sem gerðist til að taka eitt skref áfram? Ásta: Ég tel að rninn flokkur muni gera það. Niðurstöðurnar síðast voru ákvörðun hins almenna flokksmanns, í prófkjörum eða á kjördæmisþingum, það var ekki endilega flokksforystan. Hún ræður hins vegar uppstillingum í embætti o.þ.h. og hefur beitt sér til að jafna stöðuna og við- halda þeirri ímynd sem við náðurn 1999 en varð fyrir áfalli 2003. Eins og ég sagði áðan, tel ég að þetta muni ekki gerast aftur, m.a. vegna þess að það er farið að hitta karlana sjálfa. Ég held að umræðan sem hefur átt sér stað í sumar, um embætti, jafnréttislög o.fl., muni færa okkur fram á veginn. Ef ég fer aðeins til baka langar mig að minna á það sem Katrín Fjeldsted sagði um að konur væru einnota stjórnmálamenn. Ég viðurkenni að ég var vonsvikin þegar ég datt út af þingi því ég ætlaði að halda áfram. En það var eins og köld vatnsgusa framan í mig þegar ég las grein eftir framá- mann í Sjálfstæðisflokknum eftir kosning- ar. Hann harmaði þessa niðurstöðu en sagði síðan: Nú verðum við að fara að líta til ungu kvennanna! (hlátur). Þarna vorurn við, fimm öflugar stjórnmálakonur að detta út af þingi og sú yngsta, Sigríður Ingvarsdóttir, var bara 37 ára og nýkomin af SUS aldrinum!!! Það má sem sagt nota karlana aftur og aftur en ef konur detta út af þingi eru þær ekki gjaldgengar rneir. Margrét: Má ég skjóta einu að varðandi stöðu ykkar í Sjálfstæðisflokknum. Ég er ekki viss um að þið hafið ráðið þessu alveg. Það var eitt sem spilaði inn í, það var að ungu piltarnir áttu fjölmiðlana. Ásta: Það er alveg rétt. Ég hitti Egil Helga- son einmitt daginn eftir kosningar og sagði við hann að nú hlyti hann að vera ánægður því allir skjólstæðingar hans væru mættir inn á þing. Svo taldi ég upp alla ungu mennina sem voru alltaf í þættinum hans.... Hinar taka hraustlega undir þessa fullyrðingu. Sigrún: Þegar við ræðum um þetta, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að skilja eitthvað, vil ég segja að innan Framsóknar- flokksins töldum við okkur búin að skilja að þetta ætti að vera nokkurn veginn jafnt en það vantaði eftirfylgnina. Eitt er að skilja að uppstilling á lista eigi að vera jöfn, hitt er að fylgja því eftir þegar komið er að því að velja í æðri embætti. Og svo þarf að vera/4. tbl. /2003/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.