Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 43

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 43
tryggðu konum betri aðgang að ræktunar- landi og pólitískum áhrifastöðum en þær sem byggðu á ættrakningu í karllegg. Sam- kvæmt kokkabókum breska heimsveldisins var samfélagsskipan móðurættarsamfélag- anna ein helsta hindrun félags- legra og efnahagslegra „fram- fara". Á þeim rúmlega sjötíu árum sem Malavl var formlega undir breskri nýlendustjórn minnkaði efnahagslegt sjálfstæði kvenna og áhrif þeirra á trúarlegu og pólitísku sviði samfélagsins dvínuðu. Þar áttu einnig hlut að máli þröngsýn viðhorf margra kristinna trúboða sem fordæmdu sem heiðna ýmsa þætti samfélagsins sem stóðu vörð um eða styrktu sjálfstæði og völd kvenna. Sið- ferði kvenna, einkum „óbundinna" kvenna, var eilíft áhyggjuefni fyrir bæði kirkju- og ný- lendufeður. Sinna heimilisstörfum jafnhliða viðskiptum Malavískar konur hafa ekki tekið þessum breytingum á högum sínum baráttulaust heldur neytt ýmissa ráða til að reyna að sporna við þeim eða nýta sér þau tækifæri sem breytt efnahagskerfi og samfélagsskip- an hefur boðið upp á. Það hefur þó verið við ofurafl að etja og hafa takmörkuð tækifæri kvenna til menntunar, ógreiður aðgangur þeirra að auðlindum og ýmsar menningar- legar skorður sem konum eru settar gert það að verkum að þær hafa alla tíð haft mun ógreiðari (eða a.m.k. óbeinni) aðgang að formlegum launa- og peningamarkaði en karlar. Ýmiskonar óformleg smáviðskipti hafa því lengi verið ein helsta leið kvenna til sjálfstæðrar tekjuöflunar í Malaví. Oftast eru viðskipti þeirra smærri í sniðum en viðskipti karla og tengjast gjarnan hefðbundnum störfum þeirra, svo sem eins og matjurta- ræktun og bjórgerð sem gerir þeim kleift að sinna heimilisstörfum samhliða viðskipta- starfseminni. Þegar Malaví varð lýðræðisríki árið 1994 var bæði innanríkis- og milliríkjaverslun að mestu leyti gefin frjáls ( landinu og bæði konur og karlar hópuðust út á lítið reglusettan markaðinn í von um á- batasöm viðskipti. Nú virðist nær hver einasta fullorðin manneskja í Malaví stunda viðskipi af einhverju tagi, enda önnur atvinnutækifæri af skornum skammti og opinber laun langt fyrir neðan framfærslu. Sam- keppnin er hörð og kaupmáttur fá- tækra neytenda takmarkaður. Hagn- aður af slíkum viðskiptum er því í flestum tilfellum afar lítill eða jafnvel enginn. Á þessu eru þó undantekningar og eru konurnar tvær sem rætt er við í þessari grein dæmi um það. Þær tilheyra fámennum hópi kvenna sem á undanförnum árum hafa orðið nokkuð áberandi I malavísku viðskipta- lífi og eru fyrir marga sönnun á þeirri út- breiddu skoðun að ef konur fái tækifæri, svigrúm og fjármagn sýni þær yfirburði sína í verslun og viðskiptum. SAMKVÆMT OPINBERUM TÖLUM ER MEIRA EN HELMINGUR MALAVÍSKRA KVENNA ÓLÆSAR OG FLESTIR FORELDRAR LEGGJA MINNI ÁHERSLU Á MENNTUN DÆTRA SINNA HELDUR EN SONA Lifirekki af laununum sem opinber starfsmaður rætt við Phaless Chizule félagsmálaráðgjafa í Apaflóa Það lifir enginn af launum opinberra starfsmanna í Maiavi segir Phaless Chizule félagsmálaráðgjafi í Apaflóa í Malaví þegar ég spyr hana hvernig hún fari að því að samræma það að vera vöru- innflytjandi og opinber starfsmaður. „Þetta er nauðsyn, ekki valkostur. Opinberir starfsmenn verða að finna viðbótartekjur til að láta enda ná saman. Svo einfalt er það." Phaless er ein af vaxandi hópi malavískra kvenna sem stundar nokkuð sérstaka teg- und innflutnings. Þetta er lítið reglusettur innflutningur sem er stundaður í tiltölulega smáum stíl og kalla mætti „rútuinnflutning" því konurnar flytja vörurnar með áætlunar- rútum frá nágrannalöndunum. Rútuinn- flutningur kvenna hefur reyndar lengi tíðkast í suðurhluta Afríku en var bannaður ásamt flestum öðrum innflutningi til Malaví á þrjátíu ára einræðistíma Kamuzu Banda í landinu. Samfara almennt frjálsari verslunar- háttum undanfarinn áratug hefur rútuinn- flutningur orðið mikilvæg tekjuöflunarleið ákveðins hóps kvenna í landinu. Þegar Phaless byrjaði rútuinnflutninginn fyrir um þremur árum stundaði bara ein önnur kona svoleiðis verslun á Apaflóasvæðinu og sam- keppnin var því lítil. Á þeim tíma var gengi malavíska gjaldmiðilsins miðað við suður- afrísku myntina tiltölulega hagstætt og Phaless segist hafa fengið 60 - 70% hagnað úr fyrstu viðskiptaferðunum. „Áður en ég byrjaði á þessari verslun stundaði ég við- skipti með fisk á Apaflóasvæðinu. Þar eru hins vegar alltof margir að keppa á sama markaðinum svo ég ákvað að freista gæf- unnar og byrja rútuinnflutning. Það var áhættusamt fyrir mig en ef þú stundar við- skipti þá verður þú að þora að taka áhættu og ég datt I lukkupottinn!" Árið 2003 veiktist malavíski gjaldmiðillinn töluvert, sem þýðir að Phaless þarf nú mun hærri viðskiptahöf- vera / 4. tbl. / 2003 / 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.