Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 38

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 38
VIÐTAL / Soffía Sigurðardóttir Aírétturinn dregur mig til sín - rætt við fjallkónginn Lilju Loftsdóttur í Gnúpverjahreppi »Lilja Loftsdóttir vakti athygli fjölmiðla þegar hún var ráðin fjallkóngur Gnúpverja í einar lengstu leitir sem farnar eru á íslandi. Sumir töldu að fyrst kona gegndi starfinu ætti hún að kallast fjalldrottning. „Fjall- kóngur er ákveðið starfsheiti en mér er alveg sama hvort nafnið fólk notar, það notar það hver eftir sínum smekk," segir Lilja og hlær að umtalinu. „Ég var valin af því að fólk treysti mér til starfans. Það komu fleiri til greina, en sumir þeirra gáfu ekki kost á sér. Ég var ekki strax til í þetta," bætir Lilja við, „þetta er öðru- vísi og meiri ábyrgð en sem óbreyttur leitarmaður. Fjallkóngurinn undirbýr og skipuleggur smölunina, er verkstjóri í leit og rekstri og ber ábyrgð á því að vel takist til. Þetta er heilmikill undirbúningur og ég naut góðs af því að spjalla við nágranna minn og gamlan fjallkóng, Árna ísleifsson í Þjórsárholti, en hjá honum er ég uppalin sem fjallmaður." Draumurinn er að reka sauðfjárbú Liija er fædd á bænum Steinsholti í Gnúpverjahreppi, næst yngst sex systkina sem fæddust á ellefu árum, fyrst fjórir bræður og síð- an tvær systur. Tveir bræðranna búa í Steinsholti, Gunnar Örn Marteinsson í ferðaþjónustu og Sigurður Loftsson með kúabú. Þarna var áður allgott sauðfjárbú, en fé hefur fækkað mikið á und- anförnum árum. „Ég bý núna á Brúnum, einni af nokkrum smá- býlalóðum sem sveitarfélagið leigir út rétt hjá Árnesi, en við eigum húsið okkar sjálf. Þetta er ekki draumastaðurinn, draumurinn er að búa á stærri jörð með sauðfjárbú og nokkra hesta. En jarðir eru dýrar og ég lít á þetta sem byrjun hjá okkur. Við eigum nokkrar kindur og hesta og erum með féð í Steinsholti og á móti hjálpa ég bræðrum mínum í bústörfum og ferðþjónustunni.” Lilja er stuðningsfulltrúi í skólanum í Árnesi og maður hennar, Guðni Árnason, er rafvirki. Þau eiga einn 7 ára son, sem heitir Ágúst. „Guðni er Árbæingur úr Reykjavík, en var mikið í sveit á sumrin og starfaði seinna sem sjómaður. Hann kom hingað í hreppinn til starfa við afleysingahring,” segir Lilja um það hvernig þau hjón kynntust, „og þá var hann nýkominn frá Nýja Sjálandi. Báturinn sem hann var á fyrir norðan var seldur út og Guðni fór með honum og var þar í nokkra mánuði. Hann var með áform um að fara aftur út, en þau breyttust.” Það freistaði Lilju ekki að flytj- ast búferlum hinum megin á hnöttinn. „Það freistar mín ekki að fara úr Gnúpverjahreppi,” segir hún afdráttarlaust. „Hér er tiltölu- lega þéttbýlt en samt nógu dreift til að allir fái að vera í friði og hér í sveit er mikið landslag.” Menn og hestar eru öðruvísi á fjalli Lilja fór fyrst í leitir 15 ára, í stystu leit inn að Dalsá í Gljúfurleit. Það var fimm daga ferð og gist í fjórar nætur. „Ég var búin að hlakka til í mörg ár. Þarna greip mig strax dellan og ég sá að þetta líkaði mér vel. Næsta ár fór ég ekki og var ég mjög svekkt yfir að þurfa að vera heima að mjólka þá. En eftir það lét ég ekkert stoppa mig og hef farið öll ár síðan, nema haustið eftir að Ágúst fæddist, þá var ég með barn á brjósti.” Þessi forföll hefur Lilja bætt upp með því að fara fjórum sinnum í eftirsafn og þar með í tvennar leitir þau árin. „Eftirsafnið er öðruvísi,” segir Lilja, „þá er færra fólk og meiri yfirferð, meira leit en smölun. Þá er ekki farið eins langt og farið öðruvísi yfir landið. Maður skilur landið mildu betur eftir að hafa farið í eftirsafn og ratar betur.” Það er ekki bara að eftirsafn sé öðruvísi en fjallsafn. Lilja hefur Í8 / 4. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.