Vera - 01.08.2004, Side 24

Vera - 01.08.2004, Side 24
taka mark á því ef flokkurinn hefur valið konur til æðstu embætta, eins og t.d. Siv. Við verðum auðvitað magnvana þegar ekki er heldur tekið mark á því. Hvað getum við þá gert? Svanfríður: Er staðan sem sé sú að regl- urnar gilda ekki ef þær bitna á körlunum? Sigrún: Einmitt. Á ákveðnu stigi gilda þær bara ekki lengur. Varðandi uppgang ungra karlmanna í Sjálfstæðisflokknum vil ég segja að það sama gerðist innan Framsókn- arflokksins. Það varð frægt þegar ég leyfði mér að tala um strákhvolpa á fundinum okkar um daginn, en fyrir þremur árum unnu ungu mennirnir okkar skipulega að framgangi sínum í Reykjavík. Fólk virtist bara ekki skilja það þá. Nokkurskonar hall- arbylting var gerð þegar kjördæminu var skipt í tvennt. Þórunn: Ég er alveg sammála ykkur að í flestum flokkum er orðið viðtekið að stilla jafnt á lista o.s.frv. Það er bara ekki nóg ef toppstykkið klikkar síðan og þessu er ekki fylgt eftir. Þess vegna er það á ábyrgð for- ystu stjórnmálaflokkanna að framfylgja jafnréttisyfirlýsingunum. Það hefur tekist, t.d. á Norðurlöndum og í Bretlandi og kemur fram í ráðherravalinu. Forystu- mennirnir ákveða þar að stilla konum upp. Hinn pólitíski vilji verður að ná alveg til enda. Svo bara eitt orð út af drengjadekrinu, sem ég vil kalla. Það er mjög víða í samfé- laginu, í fjölmiðlum og í pólitík. Hluti af því er að mæla þá eftir öðrum kvörðum en okkur og það er af því að þeir eru normið. Við þurfum alltaf einhvern veginn að ná upp í það. Þetta er bara feðraveldið í hnot- skurn. Kolbrún: Mig langar að halda áfram með þetta um flokksforystuna af því þið hafið bent á að oft sé stillt upp að undangengn- um prófkjörum. Ég vil segja: Flokksforysta sem verður þess áskynja að kerfi flokksins vinnur gegn jafnréttissjónarmiðum, hún verður auðvitað að grípa í taumana. Hún á að setja sér jafnréttisreglur og vinna eftir þeim til þess að niðurstaða í prófkjörum sé ekki á skjön við þá stefnu sem forystan þykist vilja fylgja. Það er mikilvægt fyrir alla stjórnmálaflokka að búa sér til jafn- réttisstefnu, meira að segja í mínum flokki sem þó hefur kvenfrelsi sem eina af þrem- ur meginstoðum sínum. Forysta íslensku stjórnmálaflokkanna fimm er hins vegar mjög karllæg - allir formenn flokka eru karlar, af fimm varaformönnum eru þrír karlar, þingflokksformenn eru karlar nerna í einum flokki og varaformenn þingflokk- anna eru meira að segja líka að meirihluta karlar. Þegar við horfum á þessa mynd sjá- um við að hún viðheldur kynjamisréttinu. Það skiptir auðvitað máli að breyta kynja- hlutföllum í forystunni. Við verðum alltaf að vera á þessari vakt. Sigrún: Finnst ykkur ekki dapurt að við skulum sitja hér, árið 2004, og vera að ræða þetta? Þegar ég var að byrja í pólitík á átt- unda áratugnum var alltaf verið að tala uin jafnréttismál. Við urðum svo nokkuð ánægðar og héldunr að þetta væri komið í höfn. Nú er eins og við séum lent á sama punkti aftur. Elísabet: Það kom nú einmitt fram hjá for- manni Framsóknarflokksins að af því að flokkurinn hefði staðið sig vel í jafnréttis- málum hefði hann efni á að stíga til baka. Hvað finnst ykkur um það sjónarmið? Sigrún: Mér kom sú yfirlýsing auðvitað mjög á óvart. Ég er sammála formanninum að því leyti að hafa verið ánægð með fram- göngu flokksins í jafnréttismálum og á þrjátíu ára ferli í pólitík fann ég nánast aldrei fyrir hindrunum vegna kyns. Hins SIGRÚN: SAMA MÁ SEGJA UM 500 MANNA FLOKKSÞING SEM KAUS M.A. SIV SEM RITARA FLOKKSINS. ÞAÐ HAFA VERIÐ ÓSKRÁÐ LÖG ( FRAMSÓKNARFLOKKNUM AÐ FÓLK ( ÞESSUM TOPPSTÖÐUM GENGI FYRIR VIÐ VAL í RÁÐHERRASTÓLA. ÞAÐ VAR SVO MARGT SEM KOM SAMAN ÞARNA OG MARGAR REGL- UR BROTNAR SEM URÐU ÞESS VALDANDI AÐ REIÐIN VARÐ SVONA MIKIL vegar er það fráleitt að flokkurinn eigi þess vegna inneign sem unnt er taka út núna. Flokkurinn náði árangi og auðvitað á hann að halda sig á þeirri braut. En mig langar að kasta öðru hér fram. Höfunr við kannað hvort kvenráðherrar hafi verið duglegar við að skipa konur í ráð og nefndir? Það felast heilmikil völd í því að sitja í slíku. Mér þætti fróðlegt að gerð yrði úttekt á því. Margrét: Það er einmitt mikilvægt að við skoðum hvaða vopnum við getum beitt í baráttunni. Ég hef alltaf verið talsmaður þess að setja eigi lög og reglur þannig að þau geti hjálpað okkur að finna leiðirnar og við getum sótt styrk til þeirra. Við kon- ur þurfum að fylkja okkur saman, þverpólitískt, um að farið sé eftir jafnréttis- áætlunum og öðrum fögrum fyrirheitum. Það þarf líka að vinna betur að samþætt- ingunni sem hefur greinilega skilað árangri í nágrannalöndunum. Og það þarf að gæta þess að þær konur sem komast til valda skelli ekki bara í góm og hverfi inn í stráka- hópinn. Um þetta spinnast fjörugar umræður og bent er á kynslóðamuninn, þar sem ungar konur trúa ekki öðru en að þeim séu allir vegir færir þangað til þær reka sig á. Einnig er rætt um klisjuna um hæfasta einstak- linginn og spurt hvort konur eigi ekki að koma sér upp samhæfðu svari við þeirri spurningu. Einnig er bent á að alltaf séu búin til ný viðmið - um leið og konur hafi náð einum áfanga sé búinn til nýr. Kolbrún: í sambandi við það sem Sigrún sagði áðan um val kvenráðherra í ráð og nefndir, langar mig að benda á að aðeins í einu ráðuneyti eru konur komnar í meiri- hluta í yfirstjórninni - það er í umhverfis- ráðuneyti Sivjar Friðleifsdóttur. Þar er vís- bending urn að konur leitist við að jafna hlut kvenna þegar þær hafa aðstöðu til þess. Þórunn: Sem betur fer telja ungar konur á Islandi að þeim séu allir vegir færir. Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt komnar langt, í samanburði við ýmis önnur lönd. En það er eitt sem stend- ur óhagganlegt og það er fjölskylduábyrgð- in sem enn þá er meira á herðum kvenna. Margar konur hafa reyndar frestað barn- eignum og finna ekki fyrir þessu fyrr en seinna. Svo er annað sem ég vil benda á og það er að við konur eigum að vera duglegri við að „hanga í gufunni” eins og karlar gera 24 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.