Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Síða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Síða 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 51 Norðurlandaþing Ijósmœðra 1979 Hér á eftir fara umsagnir nokkurra ljósmæðra um þingið, sem haldið var í Osló, dagana 12.—15. júní í sumar. Myndirnar tóku Ása Marinósdóttir og Margrét Þórhallsdóttir. Kristín I. Tómasdóttir, yfirljósmóðir. Þingið fór hið besta fram og var til fróðleiks, skemmtunar og aukinna kynna ljósmæðra á Norðurlöndunum. Þingið var sett við hátíðlega athöfn í Lovísenborgkirkju í Osló. Voru þar samankomnar flestar eða allar ljósmæður, sem þingið sátu. Var þetta fríður hópur og föngulegur, glaðlegur yfirlitum og skartklæddar margar, því hér sá maður þjóðbúninga Norðurlandanna í allri sinni dýrð. Var það óneitanlega skemmtileg sjón að sjá svo margar Ijós- mæður, komnar um langan veg, klasddar sínum þjóðbúning- um. Norðmenn, Svíar og Finnar eiga margar gerðir þjóð- búninga og fer slíkt eftir héruðum. Eru þeir yfirleitt skrautlegri en okkar. Fáir munu þó fínni, né gull- eða silfurslegnari en sá íslensku, enda fengum við íslenskar ljósmæður mikla athygli er við mættum svo márgar saman í okkar þjóðbúningum og urðu margir til að smella af okkur myndum, bæði á þingstað og götum úti. En þennan fyrsta dag léku veðurguðirnir við ljósmæður. Eftir setninguna var haldið á þingstað, lá staðurinn vel við til þess að hægt væri að nota lest frá náttstað. Þennan fyrsta morgun vorum við þó sóttar í stórum bílum, þar sem fyrst var stansað í kirkju, en milli hennar og þingstaðar er talsverð leið. Flestar bjuggu ljósmæður á Panorama sumarhóteli, sem er rétt hjá Sognsvatni á fögrum útivistarstað í útjaðri Oslóborgar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.