Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Page 19

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Page 19
Brjóstagjöf og áhrif hennar á lífslíkur / ungbarna á Islandi 19 10-19251 inngangur Undanfarin ár hefur ungbarnadauði hér á landi verið lægri en nokkur staðar annars staðar í heiminum og ísland skipar sér á bekk með örfáum þjóðum þar sem færri en 5 af hverjum 1.000 lif- andi fæddum börnum deyja fyrir eins árs aldur. Um miðbik 19. aldar var aft- ur á móti leitun að samfélögum þar sem ungbarnadauði var meiri en hér. Dánar- tíðni ungbarna á landsvísu fór sjaldnast undir 250 af 1.000 fæddum og sum ár var hún talsvert hærri. Aðeins um helm- 'ngur allra barna gat vænst þess að lifa tíu ára afmælisdaginn sinn. Mynd 1 sýnir að um miðja 19. öld var ungbamadauði hér á landi nær helmingi meiri en annars staðar á Norð- urlöndum. Af Evrópulöndum var ung- harnadauði trúlega minnstur í Noregi, aðeins um 100 af hverjum 1.000 fædd- um börnum dóu þar á fyrsta ári. í Englandi og í Danmörku var ungbarna- dauði talsvert meiri en í Noregi. Hér var ungbarnadauði aftur á móti áþekkur því sem gerðist á ýmsum þýskumælandi svæðum í Mið-Evrópu, einkum í Bæj- aralandi. Likt og hér á landi hefur mik- '11 ungbarnadauði í Bæjaralandi verið ’akinn til óheilsusamlegra barnaeldis- hátta en þar voru börn ýmist alls ekki lögð á brjóst eða brjóstagjöf var mjög Ólöf Garðarsdóttir Hagstofa Islands, Mannfjöldadeild Ph. D. í sagnfræði frá Háskólanum í Umeá, 2002 * Ritrýnd grein skammvinn.2 Ungbarnadauði á íslandi tók að minnka í kringum 1870 og var aðeins örfáum áratugum síðar orðinn minni en víðast hvar annars staðar í heiminum. Um 1920 var ungbarna- dauði hér jafnlítill og í Noregi, um 50 af 1.000. Það gefúr auga leið að að baki þess- arar miklu lækkunar dánartíðni liggja margháttaðar og flóknar skýringar. Það er líka ljóst að þeim árangri sem nú hef- ur verið náð í baráttunni við ungbarna- dauða verður ekki náð nema í ríkum löndum þar sem allir þjóðfélagshópar hafa greiðan aðgang að hátækniheil- brigðisþjónustu. Þó er rétt að ítreka að hátt tæknistig og velmegun eru alls ekki einu forsendur fyrir bættum lífslíkum lítilla barna og undanfarin rúm 100 ár hafa stærstu sigrar í baráttunni við ung- barnadauða verið unnir með fremur kostnaðarlitlum aðgerðum. Allmargar rannsóknir i fátækum rikjum nútímans sem og rannsóknir á orsökum bættra lífslíkna í vestrænum samfélögum á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. hafa leitt í ljós að bættar lífslíkur bama megi öðru fremur rekja til réttinda og menntunar kvenna sem og grunnheilbrigðisþjónustu með öfl- ugt mæðra- og ungbarnaeftirlit þar sem mæður em fræddar um atriði eins og brjóstagjöf og bólusetningar.3 I þessari grein verður sjónum fýrst og fremst beint að barnaeldisháttum á íslandi á öðrum og þriðja áratug 20. aldar en sem fyrr segir vom lífslíkur ungbarna hér á landi þá með þeim bestu sem þekktust. Hversu umfangsmikil var brjóstagjöf þegar hér var komið sögu og hversu mikil áhrif hafði hún á lífslikur barna? Ég mun einnig velta fyrir mér þætti ljósmæðrastéttarinnar í lækkun ungbarnadauða í einstökum ljósmæðrahéruðum. Hversu langan tíma tók að breyta rótgrónum hefðum? Og hvernig var samspili einstaklinga, þ.e. ljósmæðra og mæðra háttað? I næsta hluta greinarinnar er rann- sóknaryfirlit þar sem gerð er grein fýr- ir helstu áhrifaþáttum ungbarnadauða. í hluta sem nefnist Herferð gegn ung- barnadauða - Slcýrslugerð um heilsufar á fyrri hluta 20. aldar verður fjallað um heimildir um brjóstagjöf við upphaf 20. aldar og síðar fjallað stuttlega um nið- urstöður rannsókna minna á lækkun dánartíðni meðal ungbarna á síðari hluta 19. aldar. Þá verður fjallað um umfang brjóstagjafar í þremur lands- hlutum á fyrstu áratugum 20. aldar og í lokakafla um áhrif brjóstagjafar og ann- arra þátta á lífslíkur.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.