Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Síða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Síða 17
hvatt hana til áframhaldandi skrifa um skyld efoi. Hún sagðist ekki ætla að gefa sig út fyrir að skrifa eingöngu um ákveðna tegund málefna en hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að skrifa sjálft greinar um þessi efoi. Henni fannst í raun skrýtið hve tregt heilbrigðisstarfs- fólk virðist vera til að skrifa greinar í eigin nafni um jafnmikilvæga og oft á tíðum umdeilda hluti eða aðgerðir. Á það ekki síst við um ljósmæður. Hún velti því fyrir sér hvort þar væri um að kenna ótta við að þurfa að svara fyrir greinar sínar á opinberum vettvangi. „Heilbrigðiskerfið er ekki hafið yfir gagnrýni. Almenningur hlýtur að mega ijalla um eins algengar aðgerðir og epi- duraldeyfingu á opinberum vettvangi ef það er gert á ábyrgan hátt, eins og ég taldi mig vera að gera, án þess að fá á sig ómálefnanlega gagnrýni þar sem farið er út á þá braut að draga úr trúverðugleika fólks og gera lítið úr viðkomandi“ sagði Helga Dís að lok- um. Ritnefnd þakkar henni fyrir góðar móttökur og fyrir að vekja athygli á þessum málum. Glöggt er gests augað, stendur skrifað og eflaust er það svo að heilbrigðisstarfsfólk sér hluti sem því standa nærri oft í öðru ljósi en þeir sem koma að málum úr annari átt. Skrif Helgu Dísar ættu að verða hvati fyrir ljósmæður til að tjá sig, taka afstöðu og ræða fagleg mál á opinberum vettvangi. Aðgengilegu fræðsluefoi um epi- duraldeyfingar er ábótavant og vonandi verður þessi umræða til þess að bætt verði úr því. Viðtalið tók Bergrún Svava Jónsdóttir, Ijósmóðir Eirberg www.eirbergjs "j- Ljósmæður kvaddar Jóhanna Margrét Þorsteinsdóttir, fædd á Syðri Brekkum á Langanesi í Norður Þingeyjasýslu 7. september 1912. Útskrifaðist frá LMSÍ 30. september 1939. Lést 4. október 2005. Valgerður Guðmundsdóttir, fædd í Reykjavík 24. ágúst 1924. Útskrifaðist frá LMSÍ 30. september 1946. Lést 23. september 2005. Guðrún Jóna Dagbjartsdóttir, fædd að Hvestu í Ketildölum í Arnarfirði 8. júlí 1921. Útskrifaðist frá LMSÍ 30. september 1943. Lést 23. ágúst 2005. María Karólína Magnúsdóttir, fædd að Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22. nóvember 1909. Útskrifaðist frá LMSÍ 30. júní 1930. Lést 10. febrúar 2005. Jónína Þórunn Jónsdóttir, fædd að Sleif í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 18. febrúar 1913. Útskrifaðist frá LMSÍ 30. september 1941. Lést 29. janúar 2005. Ragnheiður Magndís Guðrún Finnbogadóttir, fædd á Þiðriksvöllum í Strandasýslu 7. september 1915. Útskrifaðist frá LMSÍ 30. september 1936. Lést 19. desember 2004. Blessuð sé minning þeirra Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 17

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.