Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Side 20

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Side 20
(Frith, 1996). Þá reynir á hæfni ljós- móður til að styðja konuna og hjálpa henni við að takast á við vonbrigði sín. Mænurótardeyfing dregur úr getu konunnar til að hreyfa sig. Fyrir 10 árum voru konur svo deyfðar að þær gátu ekki lyft fæti hjálparlaust, hvað þá farið fram úr rúrni. Nú hafa skammtar deyfilyfja minnkað þannig að konur ættu að geta hreyft sig meira. En því miður þá truflar ýmislegt sem fylgir deyfingunni hreyfifærni konunnar enda er hún með vökva í æð, blóðþrýst- ingsmæli, stundum þvaglegg og fær oft syntocínondreypi og þarf þá að vera í síriti. Skert hreyfigeta getur þannig seinkað framgangi fæðingar. Ljós- mæður ættu því ávallt að hvetja konuna til hreyfingar þrátt fyrir að það geti oft á tiðum verið flókið. í kjölfar mænurótardeyfingar geta konur misst tilfinningu fyrir þvagþörf, þvagteppa verður í 15-35% tilvika. Almenn líðan getur breyst, sumum konum verður óglatt, þær kasta upp, fá skjálfta, doða, finna fyrir kláða og hiti er algengur, í 15-17% tilvika allt að 38°C. Ef konan liggur flöt og deyfingin nær að fara upp fyrir lungu finnur konan fyrir andþyngslum. Heimild frá árinu 2003 hrekur það sem áður var haldið, að nýir bakverkir gætu myndast eftir mænurótardeyfingu. í tengslum við það er þó vert að taka ffam að lega konu með deyfingu skiptir rniklu máli, þannig að ekki myndist verkir í baki eftir á (Enken, Keirse, Renfrew og Neilson, 1995; King, 1997;Telfer, 1997; Townley, 2000; Thorp og Breedlove, 1996; Wagner, 2000; Page, 2000; Eltzchig, Lieberman og Camann, 2003). Vegna aukinnar hættu á ónógum snúningi á kolli barnsins þegar deyf- ingin er til staðar er talið að 3° og 4° rifum fjölgi (Ponkey, Cohen, Heffner og Lieberman, 2003). Sjaldgæft er að taugaskaðar verði í kjölfar mænurótardeyfingar en þegar þeir verða, verða þeir oft alvarlegir. Vert er þó að minnast þess að sumir skaðar eru heimfærðir á deyfinguna sem eiga rætur að rekja til fæðingar- innar sjálfrar og öfugt. Loo, Dahlgren og Irestedt (2000) tóku saman allar enskar greinar um taugaskaða frá árun- um 1966 til 1998 sent birst höfðu á upplýsingavefnum Medline. Þeir álykta að tíðni taugaskaða eftir mænurótar- deyfingu væri 2-12 á hverjar 10.000 konur. Algengust reyndist truflun á taugakerfi (neuropathy) eða 80,9%. Howell (2000) segir í grein sinni, þar sem hann tekur saman 11 rannsóknir, að það sé áhyggjumál hversu litlar upp- lýsingar séu til um langtímaáhrif á konuna í þessum rannsóknum. Athug- anir hafi leitt í ljós höfuðverk, vanda- mál tengd þvagblöðru, dofa og tilfinn- ingaleysi. Nauðsynlegt sé að gera fleiri rannsóknir hvað þetta varðar. Greinar- höfundur tekur undir þetta og vonast til að hafist verði handa sem fyrst að rann- saka áhrif deyfingarinnar hér á landi. Áhrif mænurótardeyfingar á barnið Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum mænurótardeyfingar á barnið. Sumir fræðimenn telja að lágmarks- magn deyfilyfja sem sett er í mænu- rótarlegginn fari yfir fylgjuna til barns- ins sökum þess að lyfið bindist plasma- próteinum móður en þau hafa lítil tengsl við plasmaprótein barnsins (Gilbert og Harmon, 1993). Þessu er King (1997) ósammála. Hann telur deyfilyfið fara beint út í blóð móður, um fylgjuna og hafi bein áhrif á hjarta fóstursins með þvi að draga úr leiðni þess, sömu áhrif er að finna hjá full- orðnum sem fá lyfið lídókaín. Lækkaður blóðþrýstingur móður (niður fyrir blóðþrýsting á meðgöngu) í kjölfar deyfingarinnar hefur áhrif á barnið, sökum þess að flæði súrefnis- riks blóðs til fylgju er hægara en ef blóðþrýstingurinn væri eðlilegur. Æðar í fylgjunni eru ólíkar æðum móðurinnar, þær hafa lágmarksfærni til að dragast saman og slaka á þegar blóðþrýstingur breytist og eru þvi háðar nægu rnagni og flæði. Því gerist það þegar blóð- þrýstingur móður lækkar, þá getur sést streita í hjartsláttarriti barnsins (King, 1997; Telfer, 1997). Þegar líkamshiti móður hækkar við mænurótardeyfingu, þá er oft farið að rannsaka móður og barn. Stundum er barnið sett á sýklalyf, til öryggis. Þetta krefst þess oft að barnið sé tekið frá móður og flutt á vökudeild, blóðprufur teknar og það fái sýklalyf i æð. Oftast er þarna verið að taka barnið að óþörfu ffá móðurinni og trufla þannig fyrstu tengsl móður og bams, sömuleiðis er verið að meðhöndla bamið með sýklalyfjum sem oft eru óþörf (Eltzhig, Lieberman og Camann, 2003; King, 1997). Þar sem tíðni áhaldafæðinga og mögulega keisaraskurða eykst við mænurótardeyfingu, er vert að skoða áhrif þess á barnið. Tökum sem dæmi fæðingu með sogklukku. Þar era áhrifin helst súrefnisskortur, færri Apgarstig, staðbundin bjúgsöfnun undir húð á höfði (caput succedaneum), væg gula og að síðustu getur barnið fengið blóð- söfnun á höfði (cephalhaematoma), einnig getur orðið blæðing í „retina“ auga (Telfer, 1997). Þessar aukaverk- anir verða að teljast miklar fyrir þann sem er rétt að liefja lífið. Áhrif mænurótardeyfingar á brjóstagjöf og tengslamyndun Þegar minnst er á tengslamyndun er áhugavert að skoða áhrif hormóna á þennan þátt, en Robertson (1997) fjallar einmitt um það í bók sinni, The Midwife Companion. Hún segir að á öðru stigi fæðingar sé endorfínmagn mikið sem komi sér vel í rembingnum. Eftir að barnið er fætt dregur úr áhrifum sóttarinnar og konan finnur fyrir alsælu vegna mikils magns endorfíns. Konan er í sjöunda himni, finnst hún hafa unnið afrek og er jákvæð og tilbúin að taka á móti barni sínu. Bamið er einnig tilbúið að kynnast móður, er vakandi, horfir, heyrir og finnur. Þetta er mikil- vægt fyrir tengslamyndun móður og barns, móðirin er áhugasöm um að bjóða barnið velkomið, hugsa um það og vernda það. Mikið endorflnmagn er til staðar ef framleiðsla þess hefur verið örvuð í fæðingunni sem viðbrögð við hríðum. Því kemst Robertson að þeirri niðurstöðu að upplifun af fæðingunni og verkjum sem henni fylgja sé ntikil- væg fyrir tengslamyndun móður og barns sem aftur hjálpi til við árangurs- ríka brjóstagjöf. Fræðsla um mænurótardeyfingu Flestum fræðimönnum ber saman um að æskilegast sé að fræðsla um deyfilyf í fæðingu, þ.á.m. mænurótardeyfingu, fari fram í mæðravernd. Því talið er að konur eigi erfiðara með að meta upp- lýsingar og taka ákvörðun um verkja- meðferð þegar í fæðinguna er komið. I mæðravemdinni eru barnshafandi konur studdar í að nota sem minnst af lyijum á meðgöngu til að vernda barnið. I eðlilegu framhaldi ætti að fræða konur um ráð án ly§a í fæðingu. Fræðslan verður að hafa það að markmiði að konan geti tekið upplýsta ákvörðun um verkjameðferð í fæðingu. Upplýst ákvörðun er aðferð þar sem konan sam- þykkir, biður um eða neitar ákveðinm meðferð á grundvelli upplýsinga sem hún hefur fengið frá heilbrigðisstarfs- fólki (Mann og Albers, 1997). Mann og Albers (1997) ráðleggja ljósmæðrum í mæðravernd að ræða vel við konuna 20 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.