Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Side 25
lagið henni og þeim Qölmörgu ljós-
mæðrum sem unnið hafa í sjálfboða-
vinnu við síðuna, bestu þakkir fyrir.
Heimafæðingar
Oðru hvoru er leitað til Ljósmæðra-
félagsins eftir ljósmæðrum í heima-
fæðingar. Það er ljóst að eftirspurnin
eftir heimafæðingum er meiri en Áslaug
og Ingigerður anna og því biðjum við
ljósmæður sem taka að sér heima-
fæðingar að gefa sig fram við félagið
svo anna megi eftirspurn verðandi for-
eldra.
Ljósmæðratöskur í eigu félagsins
Stjórn Ljósmæðrafélagsins hefur fest
kaup á tveimur fullbúnum ljósmæðra-
töskum fyrir félagsmenn sina. Til-
gangurinn með kaupum taskanna er að
gera ljósmæðrum auðveldara fyrir að
koma til móts við óskir verðandi for-
eldra um heimafæðingar og eiga þannig
þátt í að fjölga heimafæðingum á Is-
landi, enda hafa áreiðanlegar rann-
sóknir sýnt að heimafæðingar eru
öruggur og góður kostur. Margar ljós-
rnæður vilja gjaman getað tekið að sér
eina og eina heimafæðingu en stofn-
kostnaður í áhöldum og tækjum er dýr
ef ljósmóðirin ætlar ekki að leggja
heimafæðingar fyrir sig almennt.
Töskur í eigu Ljósmæðrafélagsins
sem félagsmenn fá að láni, auðvelda
ljósmæðmm að byrja að stunda heima-
fæðingar og eru því bæði til hagsbóta
fyrir ljósmæðrastéttina og skjólstæð-
inga hennar. Þess má geta að skyldu-
tryggingar sem er annar kostnaður við
heimafæðingar, má kaupa í mánuð í
senn svo ljósmóðir þarf ekki að kaupa
tryggingu allt árið, ætli hún einungis að
aðstoða við staka heimafæðingu. Kostn-
aður við töskurnar er 250.000 kr. og
mun verða sótt um styrk í sjóði félags-
íns tyrir kaupum þeirra.
Úthlutanir styrkja
Sjóðanefnd fundaði í september og
veitti þremur ljósmæðrum styrki:
Guðrún Kormáksdóttir hlaut 45.000
kr. styrk vegna diplómanáms í heilsu-
gæslu.
Ólöf Ásta Ólafsdóttir hlaut 200.000
kr. styrk vegna doktorsritgerðar hennar:
Fæðingarsögur og þekkingarþróun í
Ijósmóðurfræði.
Sigriður Sía Jónsdóttir hlaut 450.000
kr. styrk vegna rannsóknar hennar: Sykur-
sýki á meðgöngu: ástæður og útkoma.
Nefndin vann tillögur að nýjum út-
hlutunarreglum fyrir sjóði Ljósmæðra-
félagsins (Rannsóknarsjóð, Minninga-
sjóð og B-hluta Vísindasjóðs) og verða
þær tillögur bornar undir aðalfúnd í vor.
Umsóknarfrestur til næstu úthlut-
unar úr B-hluta Vísindasjóðs er 1. mars
skv. núgildandi reglum.
Ljósvakningarfundur
í lok október boðaði stjórnin tæplega
þrjátíu ljósmæður til fúndar með það
fyrir augum að ræða vaxtarmöguleika
félagsins. Hópurinn samanstóð af for-
mönnum nefnda og áhugakonum um
félagsstörf, bæði gamalreyndum og lítt
reyndari. Þrátt fyrir aftakaveður og
stuttan fyrirvara, mættu 14 ljósmæður á
fundinn þar sem Ólöf Ásta Ólafsdóttir
stýrði „brain storming" um hlutverk
félagsins og styrkingu og var fúndurinn
hinn uppbyggilegasti. Stjórnin fékk þar
margar góðar ábendingar og hugmyndir
sem þegar er farið að vinna að. Ein slík
hugmynd eru hringborðsumræður um
fyrirfram ákveðin málefni og verður
riðið á vaðið strax í nóvember.
Annar tilgangur fúndarins var að
stofna vísi að því sem kalla mætti ráð-
gjafaráð eða öldungaráð innan Ljós-
mæðrafélagsins þar sem virkja mætti
reynslu og þekkingu gamalreyndra ljós-
mæðra á félagsstörfum innan félagsins.
Þar væru þær reyndari þeim óreyndari
til ráðgjafar og segja má að sérþekking
verði kortlögð til að auðvelda okkur
öllum störfin og koma i veg fyrir að
allir þurfi að finna upp hjólið.
Mönlycke bæklingurinn „Meðganga,
fæðing, ungbarnið,“ er í þýðingu og
verður endurútgefinn í vetur.
Lávarðadeild Ijósmæðra
Lengi hefur verið í deiglunni að skapa
vettvang fyrir elstu ljósmæðumar að
hittast og nú hefur Ljósmæðrafélagið
aðstoðað þær við að stofna til félags-
skapar sem mun auðvelda þessum hópi
að hittast. Fyrirkomulag félagsskapar-
ins er í mótun en meðlimir munu fá
boðsbréf með frekari upplýsingum
innan skamms.
Félagsstörf
Ljósmæðrafélagið auglýsir eftir ljós-
mæðrum sem í dagsins önn hafa örlitla
aukaorku til þess að sinna félags-
störfum. Hvort heldur sem um gamal-
reynda jaxla er að ræða eða þær sem
vilja máta sig í félagsstörf í fyrsta sinni.
Félagið hefur bæði smá og stór verkefni
af margvíslegum toga sem bíða áhuga-
samra Ijósmæðra. Hafið samband við
stjórnarmeðlimi:
Guðlaug Einarsdóttir, formaður
s. 861 6855
formadur@ljosmaedrafelag.is
Unnur Friðriksdóttir, varaformaður
s. 698 5131 hbjornsson@islandia.is
Guðrún Guðmundsdóttir, gjaldkeri
s. 663 7146 gudgudm@hotmail.com
Lilja Jónsdóttir, varagjaldkeri
s. 897 1746 liljajonsd@yahoo.co.uk
Sigríður Þórhallsdóttir, ritari
s. 864 5994 gunn-sig@mi.is
Helga Harðardóttir, vararitari
s. 694 3518 helgahalli@internet.is
Kristbjörg Magnúsdóttir, meðstjórnandi
s. 694 6141 kristbm@isl.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 25