Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Page 32

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Page 32
Lífsréttur fósturs Inngangur Fyrir algjöra rœlni rakst ég á dögunum á mjög harðskeytta grein sem bar heitið Lífsréttur fósturs eftir Evu S. Einars- dóttur sem birtist í I.tbl. 82. árg. Ljós- mœðrablaðsins í maí 2004. í hreinskilni sagt vakti það furðu mína að Eva vœri titluð Ijósmóðir og taldi mig eiga fátt annað eftir en að lesa slíkt afhroð eftir manneskju sem alið hefur manninn á upplýstu landi eins oglslandi oggegnir svo þýðingarmiklu starfi. Eg hef fullan hug á að taka upp hanskann fyrir kynsystur mínar sem eiga þá erfiðu lífsreynslu að baki sem fóstureyðing er. Til hœgðarauka jýrirþá sem ekki lásu fi’irnefinda grein vitna ég í orð Evu sem mest stungu í augu mín við lesturinn, en hinum sem hana hafa lesið situr hún eflaust í fersku minni og þurfa varla upprijjunar við. Guð og löggjöfin Snemma í greininni heldur Eva því fram að lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975 (hér eftir kölluð fóstureyð- ingalögin) taki ekki á neinu siðferði, lög segi ekkert um hvað sé siðlegt eða siðlaust. Sú alhæfing, að lög taki ekki á neinu siðferði, er villandi málflutningur og mér er skapi næst að segja þvættingur. í lýðræðissamfélagi kappkostar löggjafi að koma til móts við almenningsálit og getur aðeins varast að setja lög í trássi við siðferðisvitund almennings. Hann gengur að öllu jöfnu ekki lengra en hún leyfir enda stjórnar löggjafinn ekki almennu siðgæði með valdi. Það eru staðlausir stafir að halda því fram að ólög hafi verið sett með tilkomu fóstur- eyðingalaganna því í lýðræðisþjóð- félagi yrði notkun ólaga, sem almennt væru talin brjóta gegn öllu siðferði, seint liðin og þeim fljótt vikið til hliðar. Eva heldur áffam og segir að sið- ferðilegur vegvísir handa konum sem kjósa fóstureyðingu sé að finna í ákvæðum Stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, er lúta að þjóð- kirkju íslands. Gera má ráð fyrir að Eva sé að visa í 62.gr. stjsk. sem kveður á um að lúterska kirkjan skuli vera þjóð- kirkja íslands og skal ríkisvaldið leitast Alma Rún R.Thorarensen, laganemi við að styðja hana og vernda. Evu láist hins vegar að minnast á 2. mgr. sömu greinar sem segir að breyta megi þessu með lögum. Það hefur tæpast verið vilji löggjafans með grein þessari að hvetja til aðhyllingar bókstafs Biblíunnar fremur en anda, því þá væru t.d. sam- kynhneigðir því sem næst réttdræpir. Akjósanlegasta leiðin til að reyna að tryggja réttlæti og ffið í samfélagi manna er með lögum. Þá stjórnast menn ekki af tilfinningum, ástríðum og geð- þótta einum saman [Platón og Ariostó- teles] eins og tilhneiging gæti orðið til ef lög yrðu aðeins sett í takti við Biblíuna. Trúarleg rök á móti líffræði- og lagalegum rökum Eva vísar i grunn siðfræði Heilagrar ritningar og Kristinnar trúar að þú skulir ekki morð fremja og að ófœtt barn sé manneskja í sama skilningi og af sömu ástœðum og móðir þess sé manneskja. Hvað manndráp varðar þá er fóstur- eyðing gjörvallt óhliðstæð þar sem t.d. réttur manna til lífs er almennt ekki undir hælnum á öðrum komið. Það er óumdeilt að fóstur er mannlegt líf en að sama skapi ekki þar með sagt að það sé manneskja á fyrstu stigum meðgöngu. Það er rökrétt að heilastarfsemi teljist undirstaða sjálfsvitundar, tilfinninga og skynjunar sem manneskja getur haft. Sjálfsvitund hlýtur því að vera þýð- ingarmikill þáttur þegar greina á ástand fósturs og máli mínu til stuðnings vitna ég í orð Auðólfs Gunnarssonar læknis úr grein hans Dœmið ekki. Þar segir hann m.a að tilurð þessara fyrrneffidu mannlegu þátta séu ekki að fúllu kunn en vísindin gefi til kynna fylgni á milli meðvitaðrar reynslu s.s. tilfinninga og starfsemi miðtaugakerfis sem megi að nokkru ráða af þroska taugafruma, raf- magnsboðum og tilvist sérhæfðra hvata og boðefna o.fl. Taugakerfið getur ekki starfað án þeirra og má því leiða líkur að því að án þeirra sé ekki til staðar svo- kölluð meðvituð reynsla. Fjórutn vikum eftir frjóvgun eru drög að taugavef fyrst greinanleg, að átta vikum liðnum má ffamkalla einföld taugaviðbrögð hjá fóstri. Fjórum vikum þar á eftir má sjá þroskaeinkenni í heilastofni og enn síðar í æðri hlutum heilans. Það má því draga þá ályktun að fyrstu tólf vikur með- göngu sé miðtaugakerfi fósturs ekki nægilega þroskað til að kalla mætti sjálfsvitund eða meðvitaða reynslu. í annan stað virðast almennu hegn- ingarlögin nr. 19/1940 ekki leggja líf fósturs að jöfnu við mannslíf þar sem segir í l.mgr. 216.gr. að kvenmaður sem deyði fóstur sitt skuli sæta fangelsi allt að 2 árum. í 2.mgr. sömu greinar segir að mál skuli ekki höfðað séu 2 ár liðin frá því móðirin framdi brotið. Enn fremur er ónothæf tilraun móður til að deyða fóstur sitt refsilaus skv. 3.mgr- sömu greinar. Til samanburðar er í 211.gr. sömu laga kveðið á um að hver sem sviptir annan mann lífi skuli sæta fangelsi ekki skemur en 5 ár eða ævilangt. Þá varðar líkamsárás af ásetningi skv. 218.gr. fangelsi allt að þremur árum en hljóti sá stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bana af atlögu getur brotið varðað fang- elsi allt að 16 árum skv. 2.mgr. sömu greinar. Eva heldur því einnig fram að fóstrið sé ekki holdið eitt heldur barnssál. Mér þykir umræðan á þessu stigi vera konún út á ansi hálan ís þegar haldið er fram við fólk að sál fósturs sé á fyrstu stigum meðgöngu á einn eða annan veg, fyrirbæri sem í besta falli er óvíst að se til staðar. Dæmi svo hver fyrir sig hvort fóstureyðing sé, að ofangreindu gefnu, tortíming andlegs mannlegs lífs. 32 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.