Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 36

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 36
• • HUGLEIÐINGAR LJÓSMÓÐUR Oryggi Loksins, loksins kom þessi fina og stóra rannsókn sem ég hef beðið eftir í mörg ár. Niðurstöður hennar komu mér ekki á óvart, en gott er að geta vitnað i rann- sókn þessa þegar fordómafullir og þekkingarlitlir fagmenn eða leikmenn ráðast að ljósmæðrum sem aðstoða börn við að konia í heiminn heima hjá sér. Fyrir það eitt að taka á móti börn- um í heimahúsum að ósk foreldra!!! Enn verra er þó þegar ráðist er að for- eldrum sem telja það best að börnin þeirra að fæðist heima hjá sér. Rannskóknin sem ég er að tala um, var birt í sumar í hinu virta læknatíma- riti British Medical Journal á þessu ári. Rannsóknina gerðu Kenneth C. Johnson, faraldsfræðingur og Betty- Ann Daviss, Ijósmóðir og verkefnis- stjóri. Hún fór fram í Norður -Ameríku og Kanada árið 2000 og tilgangurinn var að meta öryggi í heimafæðingum. í úrtaki voru 5.418 konur sem höfðu ákveðið að fæða heima með aðstoð löggildrar Ijósmóður og samanburðar- hópur var sambærilegur hópur kvenna, fleiri en þriggja milljóna sem ákváðu sjúkrahúsfæðingu. Allt voru þetta svo- kallaðar „low risk“ konur sem fæddu barn í höfustöðu við meira en 37 vikna meðgöngu. Rannsóknin sýndi að börnin komu jafn vel út í báðum hópum og burðar- málsdauði var svipaður. Nú geta barna- læknar andað léttar. Staðreyndin er sú að börn sem fæðast í heimahúsum eru nrjög spræk og í góðu ástandi við fæð- ingu, enda lyijalaus og fæðast inn í umhverfi sem er barnvænt. Líklega eru þau einu börnin á íslandi sem fæðast inn í slíkt umhverfi, því ekki hefur eitt einasta sjúkrahús í landinu uppfyllt þann staðal að geta kallað sig „Barn- vænt sjúkrahús" samkvæmt ábending- unr frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni, eins og nánast öll sjúkrahús sem við berum okkur saman við í nágrannalönd- unum hafa fengið og það meira að segja fyrir mörgum árum.Vantar eitthvað upp á hinn faglega metnað? Minni streita er í kringum heima- fæðingar og konur sem velja þann kost eru oftast mjög vel lesnar um fæðingar og gera sér grein fyrir kostum og göll- 36 Ljósm í heimafæðingum Áslaug Hauksdóttir; Ijósmóðir um bæði heimafæðinga og sjúkrahúss- fæðinga og velja af nrikilli kostgæfni það sem þær telja að passi þeim sjálfum best, Ijölskyldum þeirra og litla barninu sem boðar komu sína. Það er dásamlegt að vita til þess að í heimafæðingum sé verið að stuðla að áfallaminni fæðingu og ánægjulegri upplifun foreldra. Rannsóknin sýndi mjög afgerandi hve miklu betur kon- urnar koma út úr heimafæðingum en í sjúkrahússfæðingum með tilliti til inn- gripa. Keisaratíðni í heimafæðingahópn- um var 3,7% á móti 19% í samanburðar- hópnum, spangarklippingar 2,1% á nróti 33%, sogklukkufæðingar voru 0,6% á móti 5,2%, tangarfæðingar voru 1% á móti 2,2, gangsetningar voru 9.6% en 21 % í samanburðarhóp. Mænurótardeyf- ingu fengu 4.7% kvenna í fyrirhugaðri heimafæðingu á móti 63% allra þeirra (líka áhættufæðingar) sem fæddu á sjúkrahúsi og svo mætti lengi telja. Ekkert kom betur út í samanburðar- hópnum. Hlutfall þeirra kvenna sem þurfti að flytja á sjúkrahús úr heima- fæðingu var 12.1%. Áberandi er hversu ánægðir heima- fæðingaforeldrar eru með fæðingar sínar. Það er talið að það hafi áhrif á konuna allt hennar líf að vera ánægð með fæðinguna sína og að hafa fundið að það var hún sjálf sem stjórnaði fæð- ingunni. Sú kona hefúr meira sjálfs- traust og hlýtur það að stuðla að því að líf hennar verður betra. Konur sem fæða heima eru ekki þær sem hafa þurft að leita sér hjálpar hjá „Ljáðu mér eyra“. Ljósmóðir ætti alltaf að hafa í huga þegar hún annast konu í þessu ferli að það er óttalaus, glöð og afslöpp- uð kona sem gerir fæðinguna eðlilega en ekki tækni og tæki. Tæknin er góð þar sem hennar er þörf en hún getur líka skaðað hið eðlilega ferli sé hún of- notuð. Eiga ljósmæður ekki að fara að gera alvöru úr því hér á Reykjavíkursvæðinu að koma eðlilegum fæðingum út úr hátækninni og sporna við þeirri þróun sem hefur verið undanfarin ár, þ.e.a.s. aukin tíðni inngripa sem síðan leiðir til annarra vandamála? Ljósmóðir má aldrei gleyma því að eðlileg fæðing er ekki sjúkdómur. Nú þegar ég hef starfað sjálfstætt í heimahúsum síðastliðin átta ár hugsa ég mikið um hvort það sé æskilegt að fæðingar fari fram að mestu leyti á hátæknisjúkrahúsum hér á Is- landi. Eg hef komist að þeirri niður- stöðu að slíkt sé alls ekki æskilegt og styður svona rannsókn þá niðurstöðu ásamt öðrum minni rannsóknum sem gerðar hafa verið. Eiga ljósmæður ekki að skilgreina sig sem stétt sem stendur vörð um heilbrigði skjólstæðinga sinna? Getur stéttin til dæmis horft upp á það þegj- andi að um leið og vatnsfæðingar eru bannaðar á Akranesi, þar senr vatns- fæðingar hafa farið fram slysalaust í mörg ár, þá geysist upp keisaratíðnin- Getur þar verið orsök? Verður ekki að skoða þetta og stemma stigu við svona þróun? Láta verkin tala? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin 1 Genf mælir hvorki á móti heimafæð- ingum né vatnsfæðingum. Vatnsfæð- ingar fara fram alls staðar í heiminum og stuðla þær einmitt að því að fæð- ingin verður eðlilegri og börn og mæður koma vel út úr þeim fæðingum, sé rétt að þeim staðið eins og reyndar á við með allar fæðingar. Eru ljósmæður fordómafullar eða kjarklausar? Fagleg heilindi geta ekki byggt á fordómum, þau verða ætíð að byggjast á þeirri þekkingu sem til er. Et það ekki skylda Ijósmæðra að kynna ser allar aðferðir sem geta stuðlað að eðlilegri fæðingu og sjá til þess að þau úrræði séu til staðar? iæðrablaðið nóvcmbcr 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.